Leiðakerfi Strætó breytist á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. mars 2019 10:18 vísir/vilhelm Á morgun og á miðvikudaginn taka leiðakerfisbreytingar gildi hjá Strætó vegna framkvæmda við Landspítalann við Gömlu Hringbraut. Í tilkynningu frá Strætó segir að tafir á framkvæmdum hafi seinkað leiðakerfisbreytingunum en upphaflega áttu þær að taka gildi í byrjun janúrar. Gert er ráð fyrir að leiðakerfisbreytingin verði í gildi næstu sex ár á meðan framkvæmdir standa yfir. Neðst í fréttinni má finna myndband sem sýnir breytt leiðakerfi. Breytingarnar sem taka gildi á morgun og hinn eru eftirfarandi: 26. mars: Leiðir 5 og 15 aka Barónsstíg Frá og með þriðjudeginum 26. mars 2019 munu leiðir 5 og 15 aka nýja leið til þess að komast milli Gömlu Hringbrautar og Snorrabrautar. Á leið vestur: Vagnarnir aka frá Hlemmi, inn á Snorrabraut og beygja inn Egilsgötu og Barónsstíg á leið sinni að Gömlu-Hringbraut. Nýjar biðstöðvar á leið vestur í átt frá Hlemm eru: Egilsgata/Barónsstígur, Barónsstígur/Landspítalinn og BSÍ/Landspítalinn. Á leið austur: Vagnarnir beygja inn á Barónsstíg og aka niður Bergþórugötu og inn á Snorrabraut á leið sinni á Hlemm. Nýjar biðstöðvar á leið austur í átt að Hlemm eru: BSÍ/Landspítalinn, Barónsstígur/Landspítalinn og Barónsstígur/Egilsgata. Þá er athygli vakin á því að til að tryggja aðgengi strætó um Barónstíg hefur verið lagt bann við bifreiðastöðum við austurkant Barónstígs milli Eiríksgötu og Laufásvegar. Starfsmönnum LSH er bent á að leggja alls ekki á þessu svæði því það hindrar för strætó um Barónstíg að því er fram kemur í tilkynningu Strætó.27. mars: Strætóvegur milli Vatnsmýrarvegs og Gömlu Hringbrautar Leiðir 1, 3 og 6 munu aka nýjan strætóveg milli Vatnsmýrarvegs og Gömluhringbrautar á leið sinni til og frá Hlemmi. Biðstöðvarnar Landspítalinn og BSÍ sameinast í biðstöðina BSÍ/Landspítalinn. Stefnt er að malbikun strætóvegarins á morgun, þriðjudaginn 26.mars. Leiðir 1,3 og 6 munu síðan hefja akstur um veginn miðvikudaginn 27. mars 2019. Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Á morgun og á miðvikudaginn taka leiðakerfisbreytingar gildi hjá Strætó vegna framkvæmda við Landspítalann við Gömlu Hringbraut. Í tilkynningu frá Strætó segir að tafir á framkvæmdum hafi seinkað leiðakerfisbreytingunum en upphaflega áttu þær að taka gildi í byrjun janúrar. Gert er ráð fyrir að leiðakerfisbreytingin verði í gildi næstu sex ár á meðan framkvæmdir standa yfir. Neðst í fréttinni má finna myndband sem sýnir breytt leiðakerfi. Breytingarnar sem taka gildi á morgun og hinn eru eftirfarandi: 26. mars: Leiðir 5 og 15 aka Barónsstíg Frá og með þriðjudeginum 26. mars 2019 munu leiðir 5 og 15 aka nýja leið til þess að komast milli Gömlu Hringbrautar og Snorrabrautar. Á leið vestur: Vagnarnir aka frá Hlemmi, inn á Snorrabraut og beygja inn Egilsgötu og Barónsstíg á leið sinni að Gömlu-Hringbraut. Nýjar biðstöðvar á leið vestur í átt frá Hlemm eru: Egilsgata/Barónsstígur, Barónsstígur/Landspítalinn og BSÍ/Landspítalinn. Á leið austur: Vagnarnir beygja inn á Barónsstíg og aka niður Bergþórugötu og inn á Snorrabraut á leið sinni á Hlemm. Nýjar biðstöðvar á leið austur í átt að Hlemm eru: BSÍ/Landspítalinn, Barónsstígur/Landspítalinn og Barónsstígur/Egilsgata. Þá er athygli vakin á því að til að tryggja aðgengi strætó um Barónstíg hefur verið lagt bann við bifreiðastöðum við austurkant Barónstígs milli Eiríksgötu og Laufásvegar. Starfsmönnum LSH er bent á að leggja alls ekki á þessu svæði því það hindrar för strætó um Barónstíg að því er fram kemur í tilkynningu Strætó.27. mars: Strætóvegur milli Vatnsmýrarvegs og Gömlu Hringbrautar Leiðir 1, 3 og 6 munu aka nýjan strætóveg milli Vatnsmýrarvegs og Gömluhringbrautar á leið sinni til og frá Hlemmi. Biðstöðvarnar Landspítalinn og BSÍ sameinast í biðstöðina BSÍ/Landspítalinn. Stefnt er að malbikun strætóvegarins á morgun, þriðjudaginn 26.mars. Leiðir 1,3 og 6 munu síðan hefja akstur um veginn miðvikudaginn 27. mars 2019.
Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira