Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2019 20:04 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Stefán Blaðamannafélag Íslands íhugar nú að kæra stjórnsýslu fjölmiðlanefndar til umboðsmanns Alþingis. Gagnrýni félagsins beinist að beitingu nefndarinnar á 26. grein laga um fjölmiðla en hún snýr að lýðræðislegum skyldum fjölmiðla. Þetta kemur fram í frétt á vef félagsins. Í fréttinni segir að blaðamannafélagið hafi áður gert athugasemd við birtingu nefndarinnar á áliti á efni fjölmiðla, sem grundvallaðist eingöngu á 26. grein laganna, í kjölfar kæra sem nefndinni barst og hún ákvað að taka til meðferðar.Áður hafði BÍ samþykkt að draga fulltrúa sinn út úr fjölmiðlanefnd vegna þessa.„Það er álit Blaðamannafélagsins að með þessu háttalagi sínu sé nefndin kom langt út fyrir valdsvið sitt og sé að fara á svig við skýran vilja löggjafans eins og hann birtist þegar fjölmiðlalögin urðu að lögum,“ segir á vef félagsins. Þar segir jafnframt að hafa verði í huga meirihlutaálit menntamálanefndar, en þar kom fram að ákvæðið um lýðræðislegar grundvallarreglur beri að túlka sem stefnuyfirlýsingu um grundvallarreglur í fjölmiðlun en ekki sé með því ætlunin að setja tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla auknar skorður.” Blaðamannafélagið telji nú að nefndin hafi farið út fyrir þau valdmörk sem henni er sett í álitinu. Þá segir Blaðamannafélagið það „stórlega ámælisverða stjórnsýslu“ af hálfu fjölmiðlanefndar að hafa birt álit sem grundvölluðust eingöngu á umræddri 26. grein fjölmiðlalaganna án þess að setja formreglur um hvaða skilyrði kærur þyrftu að uppfylla til þess að teljast tækar fyrir nefndinni. „Þannig virðist nefndin líta svo á að allt birt efni í íslenskum fjölmiðlum sé á valdsviði nefndarinnar og enginn áskilnaður er um aðild kærenda, fyrningu eða að reynt hafi verið að krefjast leiðréttingar á kærðri umfjöllun eins og finna má í siðareglum BÍ.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands íhugar nú að kæra stjórnsýslu fjölmiðlanefndar til umboðsmanns Alþingis. Gagnrýni félagsins beinist að beitingu nefndarinnar á 26. grein laga um fjölmiðla en hún snýr að lýðræðislegum skyldum fjölmiðla. Þetta kemur fram í frétt á vef félagsins. Í fréttinni segir að blaðamannafélagið hafi áður gert athugasemd við birtingu nefndarinnar á áliti á efni fjölmiðla, sem grundvallaðist eingöngu á 26. grein laganna, í kjölfar kæra sem nefndinni barst og hún ákvað að taka til meðferðar.Áður hafði BÍ samþykkt að draga fulltrúa sinn út úr fjölmiðlanefnd vegna þessa.„Það er álit Blaðamannafélagsins að með þessu háttalagi sínu sé nefndin kom langt út fyrir valdsvið sitt og sé að fara á svig við skýran vilja löggjafans eins og hann birtist þegar fjölmiðlalögin urðu að lögum,“ segir á vef félagsins. Þar segir jafnframt að hafa verði í huga meirihlutaálit menntamálanefndar, en þar kom fram að ákvæðið um lýðræðislegar grundvallarreglur beri að túlka sem stefnuyfirlýsingu um grundvallarreglur í fjölmiðlun en ekki sé með því ætlunin að setja tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla auknar skorður.” Blaðamannafélagið telji nú að nefndin hafi farið út fyrir þau valdmörk sem henni er sett í álitinu. Þá segir Blaðamannafélagið það „stórlega ámælisverða stjórnsýslu“ af hálfu fjölmiðlanefndar að hafa birt álit sem grundvölluðust eingöngu á umræddri 26. grein fjölmiðlalaganna án þess að setja formreglur um hvaða skilyrði kærur þyrftu að uppfylla til þess að teljast tækar fyrir nefndinni. „Þannig virðist nefndin líta svo á að allt birt efni í íslenskum fjölmiðlum sé á valdsviði nefndarinnar og enginn áskilnaður er um aðild kærenda, fyrningu eða að reynt hafi verið að krefjast leiðréttingar á kærðri umfjöllun eins og finna má í siðareglum BÍ.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42