Vegurinn um Hellisheiði er hefur verið opnaður á nýjan leik en honum var lokað í morgun á meðan vinna stóð yfir við að fjarlægja olíuflutningabíl frá Skeljungi sem fór út af veginum. Engan sakaði og engin olía lak frá bílnum. Nokkur hálka er á Hellisheiði en þar fyrir utan er færð með ágætum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
