Ítrekað rafmagnsleysi í Mýrdalshreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. mars 2019 12:45 Vík í Mýrdal. Vísir/Vilhelm Oddviti Mýrdalshrepps gagnrýnir Rarik vegna ítrekaðs rafmagnsleysi í Mýrdalshreppi, sem sé einn fjölfarnasti ferðamannastaður landsins. Rafmagn hefur farið af svæðinu tvívegis á stuttum tíma, sem oddvitinn segir skapi mikil vandræði fyrir heimili og fyrirtæki. Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps er langt frá því að vera sáttur við rafmagnsmál sveitarfélagsins enda gerist það oftar og oftar að það verði allt rafmagnslaust, stundum í allt að sólarhring. „Þetta er náttúrleg afleit staða fyrir einn fjölsóttasta ferðamannastað á Íslandi. Þarna eru flest hótel og gistiheimili fullbókuð og veitingastaðir og auðvitað bændur og það reiða sig allir á raftæki til að geta sinnt sínum rekstri. Það fara til dæmis allar þvottavélar í verkfall ef svona kemur upp á þannig að þessi staða er hreint afleit,“ segir Einar Freyr. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur sent stjórn RARIK áskoranir um bætt afhendingaröryggi rafmagns en fékk þau svör frá forstjóra fyrirtækisins að það varaafl sem til staðar sé viðunandi. Einar Freyr segir það alrangt og löngu tímabært að við þessu sé brugðist. „Skilaboðin eru að ég vill að það verði komið á almennilegu varaafli núna strax í Vík til þess að þjónusta allan Mýrdalinn þegar að þetta kemur upp á. Það geta þau gert og haft hraðar hendur með og svo þarf að flýta lagningu rafstrengja í jörð. Þeir segja að það sé á fimm ára áætlun en það dugar ekki, það þarf að hraða því og ég á von á að við fáum fund með Rarik til þess að fara yfir þessi mál, segir Einar Freyr. Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Oddviti Mýrdalshrepps gagnrýnir Rarik vegna ítrekaðs rafmagnsleysi í Mýrdalshreppi, sem sé einn fjölfarnasti ferðamannastaður landsins. Rafmagn hefur farið af svæðinu tvívegis á stuttum tíma, sem oddvitinn segir skapi mikil vandræði fyrir heimili og fyrirtæki. Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps er langt frá því að vera sáttur við rafmagnsmál sveitarfélagsins enda gerist það oftar og oftar að það verði allt rafmagnslaust, stundum í allt að sólarhring. „Þetta er náttúrleg afleit staða fyrir einn fjölsóttasta ferðamannastað á Íslandi. Þarna eru flest hótel og gistiheimili fullbókuð og veitingastaðir og auðvitað bændur og það reiða sig allir á raftæki til að geta sinnt sínum rekstri. Það fara til dæmis allar þvottavélar í verkfall ef svona kemur upp á þannig að þessi staða er hreint afleit,“ segir Einar Freyr. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur sent stjórn RARIK áskoranir um bætt afhendingaröryggi rafmagns en fékk þau svör frá forstjóra fyrirtækisins að það varaafl sem til staðar sé viðunandi. Einar Freyr segir það alrangt og löngu tímabært að við þessu sé brugðist. „Skilaboðin eru að ég vill að það verði komið á almennilegu varaafli núna strax í Vík til þess að þjónusta allan Mýrdalinn þegar að þetta kemur upp á. Það geta þau gert og haft hraðar hendur með og svo þarf að flýta lagningu rafstrengja í jörð. Þeir segja að það sé á fimm ára áætlun en það dugar ekki, það þarf að hraða því og ég á von á að við fáum fund með Rarik til þess að fara yfir þessi mál, segir Einar Freyr.
Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira