Eina markmið VR að ná samningum fyrir næstu verkföll Sighvatur Jónsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. mars 2019 13:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR segir það vera eina markmið félagsins að ná samningum áður en næstu verkföll hefjast á fimmtudag. Hann segir viðræðurnar vera leysanlegar og hrósar stjórnvöldum fyrir jákvæðari nálgun en áður. Formaður Eflingar segir verkfallsbrot hafa verið framin víðar en hún bjóst við og þau hafi verið grófari. Næsti sáttafundur í deilunni er á mánudag. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, segir að verkföllin í gær hafi verið söguleg. VR félagar fóru síðast í verkfall fyrir 31 ári. Eigendur fyrirtækja og stjórnendur hafi komist í gegnum sólarhringinn með herkjum en mun þyngra verði þegar aðgerðirnar ná yfir tvo og þrjá daga, en tveggja daga verkfall er boðað á fimmtudag. „Auðvitað var eitthvað um orðaskipti og eitthvað slíkt en heilt yfir held ég að þetta hafi bara gengið eins vel og hægt er.” Ragnar Þór segir að verkfallsbrot verði tilkynnt og félagið muni leita réttar síns hvað þau varðar. Næsti sáttafundur er boðaður á mánudagsmorgun og gert er ráð fyrir að hann standi til klukkan fjögur. Samningsaðilar sátu langan fund hjá ríkissáttasemjara fram á kvöld á fimmtudag. „Mér finnst hljóðið í mönnum töluvert mikið betra heldur en hefur verið og við ætlum að fara í þessar viðræður og klára þær. Það er dagskipun okkar í VR að ná samningi áður en næsti aðgerðapakki skellur á.“ Ragnar Þór segir þó að staðan sé alvarleg og verkföll alltaf neyðarúrræði. „Ég tel þetta vera leysanlegt og mér finnst persónulega ekki vera það langt á milli. Sérstaklega ef við erum að horfa á þríhliða samkomulag við stjórnvöld. Við höfum unnið þar gríðarlega mikla vinnu í húsnæðismálum og margt sem að er farið að nálgast þar og ég skynja miklu meiri samningsvilja og mér finnst stjórnvöld vera að nálgast þetta af mun meiri jákvæðni heldur en áður,“ segir Ragnar Þór. Hann segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn og vongóður um að lending náist í málinu, þar til annað komi í ljós. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkfallsbrot hafi verið framin víða í gær. „Kannski má segja líka að þau hafi verið grófari og auðvitað á sumum stöðum var bara algjörlega opinskár og einbeittur brotavilji eins og á City Park Hotels þar sem það var ekki einu sinni reynt að fela að verkfallsbrot væru í gangi.“ Hún segir að annarsstaðar hafi verkfallsvörðum til að mynda ekki verið hleypt inn á hótel til þess að sinna verkfallsvörslu. Þeir hafi þá þurft að hafa töluvert fyrir því að sannfæra yfirmenn um að það væri réttur varðanna að fylgjast með framgangi verkfallanna. „Þetta var náttúrulega frekar ömurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Formaður VR segir það vera eina markmið félagsins að ná samningum áður en næstu verkföll hefjast á fimmtudag. Hann segir viðræðurnar vera leysanlegar og hrósar stjórnvöldum fyrir jákvæðari nálgun en áður. Formaður Eflingar segir verkfallsbrot hafa verið framin víðar en hún bjóst við og þau hafi verið grófari. Næsti sáttafundur í deilunni er á mánudag. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, segir að verkföllin í gær hafi verið söguleg. VR félagar fóru síðast í verkfall fyrir 31 ári. Eigendur fyrirtækja og stjórnendur hafi komist í gegnum sólarhringinn með herkjum en mun þyngra verði þegar aðgerðirnar ná yfir tvo og þrjá daga, en tveggja daga verkfall er boðað á fimmtudag. „Auðvitað var eitthvað um orðaskipti og eitthvað slíkt en heilt yfir held ég að þetta hafi bara gengið eins vel og hægt er.” Ragnar Þór segir að verkfallsbrot verði tilkynnt og félagið muni leita réttar síns hvað þau varðar. Næsti sáttafundur er boðaður á mánudagsmorgun og gert er ráð fyrir að hann standi til klukkan fjögur. Samningsaðilar sátu langan fund hjá ríkissáttasemjara fram á kvöld á fimmtudag. „Mér finnst hljóðið í mönnum töluvert mikið betra heldur en hefur verið og við ætlum að fara í þessar viðræður og klára þær. Það er dagskipun okkar í VR að ná samningi áður en næsti aðgerðapakki skellur á.“ Ragnar Þór segir þó að staðan sé alvarleg og verkföll alltaf neyðarúrræði. „Ég tel þetta vera leysanlegt og mér finnst persónulega ekki vera það langt á milli. Sérstaklega ef við erum að horfa á þríhliða samkomulag við stjórnvöld. Við höfum unnið þar gríðarlega mikla vinnu í húsnæðismálum og margt sem að er farið að nálgast þar og ég skynja miklu meiri samningsvilja og mér finnst stjórnvöld vera að nálgast þetta af mun meiri jákvæðni heldur en áður,“ segir Ragnar Þór. Hann segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn og vongóður um að lending náist í málinu, þar til annað komi í ljós. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkfallsbrot hafi verið framin víða í gær. „Kannski má segja líka að þau hafi verið grófari og auðvitað á sumum stöðum var bara algjörlega opinskár og einbeittur brotavilji eins og á City Park Hotels þar sem það var ekki einu sinni reynt að fela að verkfallsbrot væru í gangi.“ Hún segir að annarsstaðar hafi verkfallsvörðum til að mynda ekki verið hleypt inn á hótel til þess að sinna verkfallsvörslu. Þeir hafi þá þurft að hafa töluvert fyrir því að sannfæra yfirmenn um að það væri réttur varðanna að fylgjast með framgangi verkfallanna. „Þetta var náttúrulega frekar ömurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira