Vísindamenn varpa ljósi á tilurð Ryugu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. mars 2019 09:00 Yuichi Tsuda. frá JAXA, sýndi blaðamönnum mynd af lendingarstað Hayabusa2 á Ryugu. Vísir/AP Rannsóknir á skraufaþurri og grýttu yfirborði smástirnisins Ryugu hafa veitt vísindamönnum einstakt tækifæri til að lýsa aðstæðum í árdaga sólkerfisins. Leiðangurinn til Ryugu nær hámarki árið 2020 þegar sýni úr smástirninu skilar sér til Jarðar Rúmlega fjögur ár eru nsíðan geimfarinu Hayabusa2 var skotið á loft frá geimferðahöfninni í Tangeshima í suðvesturhlutahluta Japans. Förinni var heitið að smástirninu Ryugu en markmið verkefnisins var að kanna eiginleika smástirnisins.Hayabusa2 komst í návígi við Ryugu í júní á síðasta ári og í desember 2019 mun það haldaaftur heim til Jarðar með sýnishorn af smástirninu um borð. Í millitíðinni hafa japanskir vísindamenn hafið ítarlegar vísindarannsóknir á smástirninu og fyrstu niðurstöður þeirra liggja loks fyrir.Grafík/FréttablaðiðVísindamennirnir birtu niðurstöður sínar í þremur vísindagreinum í vísindaritinu Science fyrr í vikunni. Greinarnar veita hver um sig einstaka innsýn í samsetningu, tilurð og framtíð smástirnisins. Á meðal þess sem vísindamennirnir vita nú er að Ryugu er ekki heilsteyptberg, þvert á móti má lýsa smástirninu sem kílómetrabreiðri hrúgu af skraufaþurrum grjótmulningi. Raunar er það svo að 50 prósent af rúmmáli Ryugu eru tómarúm. Frá því í júní á síðasta ári hefur Hayabusa2 verið á sporbraut umsmástirnið og safnað gríðarlegu magni upplýsinga sem það sendir til Jarðar. Geimfarið hefur jafnframt gert nokkrar athuganir á yfirborði þess en til stendur að lenda stuttlega á smástirninu og safna sýnum af jarðvegsþekju þess. „Fljótlega eftir að Hayabusa2 kom að Ryugu hófum við vísindavinnunna og gerðum um leið nokkrar stórkostlegar uppgötvanir, “ segir Seiji Sugita, prófessor í reikistjörnufræði við háskólann í Tókýó. „Fyrst og fremst ber að nefna það sem snertir vatnsmagn Ryugu, eða algjöran skort á því öllu heldur. Ryugu af afar þurr staður. Smástirnið er jafnframt nokkuð ungt, kannski 100 milljón ára, og það gefur til kynna að það eigi því rætur að rekja til aðstæðna sem voru gjörsneyddar vatni.“ Jafnframt hefur litrófsriti um borð í Hayabusa2 rýnt í efnasamsetningu Ryugu. Þær niðurstöður gefa sterklega til kynna að smástirnið sé fyrst og fremst samsett úr kolefni. Með þessar upplýsingar um samsetningu Ryugu hefur vísindamönnunum tekist að rekja uppruna smástirnisins. Lítil smástirni, eins og Ryugu, eru talin hafa myndast þegar stærri smástirni eða reikistjörnur sundruðust í meiriháttar hamförum. Agnirnar sem myndast í hamförum sem þessum renna síðan saman yfir langan tíma. Japönsku vísindamennirnir undir strika mikilvægi þess að vatn sé ekki að finna á Ryugu. Þetta er mikilvægt vegna þess að allt vatn á Jörðinni kom frá smástirnum, halastjörnum og geimþokunni og rykskýinu sem síðar urðu að Sólinni. Þannig kallar tilvist þurra smástirna á endurskoðun á efnasamsetningu sólkerfisins þegar það var að myndast. „Þetta hefur víðtækar skírskotanir þegar kemur að leitinni að lífi handan Jarðarinnar,“ segir Sugita. „Það eru til óteljandi sólkerfi og leitin að lífi þarfnast skýrari veg vísa. Okkar niðurstöður munu hjálpa öðrum vísindamönnum að finna sólkerfi sem mögulega gætu verið lífvænleg.“ Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Lentu vélmennum á smástirni Japanska geimferðastofnunin JAXA, tilkynnti í dag að vélmenni þeirra hafi lent á smástirninu Ryugu. Þar munu þau safna sýnum og bera þau að lokum aftur heim til jarðar. 23. september 2018 18:55 Klettótt auðn á yfirborði smástirnisins Ryugu Könnunarförin lentu á Ryugu í síðustu viku eftir þriggja og hálfs árs ferðalag. 28. september 2018 06:30 Japanskt geimfar skaut smástirni Smástirnið Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Rannsóknir á skraufaþurri og grýttu yfirborði smástirnisins Ryugu hafa veitt vísindamönnum einstakt tækifæri til að lýsa aðstæðum í árdaga sólkerfisins. Leiðangurinn til Ryugu nær hámarki árið 2020 þegar sýni úr smástirninu skilar sér til Jarðar Rúmlega fjögur ár eru nsíðan geimfarinu Hayabusa2 var skotið á loft frá geimferðahöfninni í Tangeshima í suðvesturhlutahluta Japans. Förinni var heitið að smástirninu Ryugu en markmið verkefnisins var að kanna eiginleika smástirnisins.Hayabusa2 komst í návígi við Ryugu í júní á síðasta ári og í desember 2019 mun það haldaaftur heim til Jarðar með sýnishorn af smástirninu um borð. Í millitíðinni hafa japanskir vísindamenn hafið ítarlegar vísindarannsóknir á smástirninu og fyrstu niðurstöður þeirra liggja loks fyrir.Grafík/FréttablaðiðVísindamennirnir birtu niðurstöður sínar í þremur vísindagreinum í vísindaritinu Science fyrr í vikunni. Greinarnar veita hver um sig einstaka innsýn í samsetningu, tilurð og framtíð smástirnisins. Á meðal þess sem vísindamennirnir vita nú er að Ryugu er ekki heilsteyptberg, þvert á móti má lýsa smástirninu sem kílómetrabreiðri hrúgu af skraufaþurrum grjótmulningi. Raunar er það svo að 50 prósent af rúmmáli Ryugu eru tómarúm. Frá því í júní á síðasta ári hefur Hayabusa2 verið á sporbraut umsmástirnið og safnað gríðarlegu magni upplýsinga sem það sendir til Jarðar. Geimfarið hefur jafnframt gert nokkrar athuganir á yfirborði þess en til stendur að lenda stuttlega á smástirninu og safna sýnum af jarðvegsþekju þess. „Fljótlega eftir að Hayabusa2 kom að Ryugu hófum við vísindavinnunna og gerðum um leið nokkrar stórkostlegar uppgötvanir, “ segir Seiji Sugita, prófessor í reikistjörnufræði við háskólann í Tókýó. „Fyrst og fremst ber að nefna það sem snertir vatnsmagn Ryugu, eða algjöran skort á því öllu heldur. Ryugu af afar þurr staður. Smástirnið er jafnframt nokkuð ungt, kannski 100 milljón ára, og það gefur til kynna að það eigi því rætur að rekja til aðstæðna sem voru gjörsneyddar vatni.“ Jafnframt hefur litrófsriti um borð í Hayabusa2 rýnt í efnasamsetningu Ryugu. Þær niðurstöður gefa sterklega til kynna að smástirnið sé fyrst og fremst samsett úr kolefni. Með þessar upplýsingar um samsetningu Ryugu hefur vísindamönnunum tekist að rekja uppruna smástirnisins. Lítil smástirni, eins og Ryugu, eru talin hafa myndast þegar stærri smástirni eða reikistjörnur sundruðust í meiriháttar hamförum. Agnirnar sem myndast í hamförum sem þessum renna síðan saman yfir langan tíma. Japönsku vísindamennirnir undir strika mikilvægi þess að vatn sé ekki að finna á Ryugu. Þetta er mikilvægt vegna þess að allt vatn á Jörðinni kom frá smástirnum, halastjörnum og geimþokunni og rykskýinu sem síðar urðu að Sólinni. Þannig kallar tilvist þurra smástirna á endurskoðun á efnasamsetningu sólkerfisins þegar það var að myndast. „Þetta hefur víðtækar skírskotanir þegar kemur að leitinni að lífi handan Jarðarinnar,“ segir Sugita. „Það eru til óteljandi sólkerfi og leitin að lífi þarfnast skýrari veg vísa. Okkar niðurstöður munu hjálpa öðrum vísindamönnum að finna sólkerfi sem mögulega gætu verið lífvænleg.“
Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Lentu vélmennum á smástirni Japanska geimferðastofnunin JAXA, tilkynnti í dag að vélmenni þeirra hafi lent á smástirninu Ryugu. Þar munu þau safna sýnum og bera þau að lokum aftur heim til jarðar. 23. september 2018 18:55 Klettótt auðn á yfirborði smástirnisins Ryugu Könnunarförin lentu á Ryugu í síðustu viku eftir þriggja og hálfs árs ferðalag. 28. september 2018 06:30 Japanskt geimfar skaut smástirni Smástirnið Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Lentu vélmennum á smástirni Japanska geimferðastofnunin JAXA, tilkynnti í dag að vélmenni þeirra hafi lent á smástirninu Ryugu. Þar munu þau safna sýnum og bera þau að lokum aftur heim til jarðar. 23. september 2018 18:55
Klettótt auðn á yfirborði smástirnisins Ryugu Könnunarförin lentu á Ryugu í síðustu viku eftir þriggja og hálfs árs ferðalag. 28. september 2018 06:30
Japanskt geimfar skaut smástirni Smástirnið Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. 22. febrúar 2019 11:30