Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. mars 2019 09:45 Mikil óvissa ríkir um framtíð Wow air. Fréttablaðið/Ernir Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. Brotthvarfið myndi leiða til gengisveikingar og aukinnar verðbólgu. Þúsundir manna myndu missa vinnuna. Brotthvarf WOW air af flugmarkaði gæti leitt til þess að landsframleiðsla drægist saman um á bilinu 0,9 til 2,7 prósent á einu ári, samkvæmt rannsókn sem ráðgjafarfyrirtækið Reykjavík Economics hefur unnið að beiðni flugfélagsins um efnahagsleg áhrif félagsins á íslenskan þjóðarbúskap. Til samanburðar var uppsafnaður samdráttur í landsframleiðslu um 10 prósent í kjölfar falls fjármálakerfisins á árunum 2009 og 2010. Rannsókn greinenda Reykjavík Economics leiðir jafnframt í ljós að brotthvarf WOW air af markaði myndi þýða að gengi krónunnar veiktist, sem kæmi fram í hækkun innflutningsverðs og aukinni verðbólgu, þúsundir manna misstu vinnuna og afkoma hótela og veitingahúsa og annarra fyrirtækja í ferðaþjónustu og tengdum atvinnugreinum rýrnaði.Í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er enn fremur bent á að brotthvarf flugfélagsins af markaðinum yfir Atlantshafið muni ekki endilega þýða að önnur flugfélög taki upp á því að fljúga yfir hafið með millilendingu á Keflavíkurflugvelli. Allt eins líklegt sé að þau félög muni fljúga beint á milli Evrópu og Ameríku án viðkomu á Íslandi. „Ef svo færi að ferðamönnum, sem og millilendingafarþegum, fækkaði verulega myndu þeir innviðir sem hafa verið byggðir upp á Keflavíkurflugvelli nýtast verr en ella. Fjárfestingaráform Isavia myndu þá líklega ekki ganga eftir en félagið áformar að fjárfesta fyrir um 20 milljarða króna á ári næstu fjögur árin,“ segir í skýrslu Reykjavík Economics. Beint og óbeint framlag WOW air til vergrar landsframleiðslu er töluvert, eins og rakið er í skýrslunni, en þar er bent á að frá stofnun lággjaldaf lugfélagsins árið 2011 til ársins 2018 hafi landsframleiðsla vaxið um 31,6 prósent á föstu verðlagi. Hlutur einkennandi atvinnugreina ferðaþjónustunnar, eins og þær eru skilgreindar af Hagstofu Íslands, hafi á sama tímabili vaxið úr 4,7 prósentum í 8,5 prósent. Sviðsmynd Reykjavik Economcis felur í sér að 10 til 30 prósent af núverandi vinnsluvirði ferðaþjónustunnar tapist ef flugfélagið hverfur af markaði. Útreikningar ráðgjafarfyrirtækisins gefa til kynna að neikvæð áhrif brottfallsins á landsframleiðslu yrðu frá 0,9 prósentum til 2,7 prósenta á einu ári en áhrifanna gæti vitaskuld gætt lengur. Þá yrðu staðbundin áhrif, að mati hagfræðinganna, að öllum líkindum meiri á Suðurnesjum en umræddar tölur gefa til kynna. Tekið er fram í skýrslunni að ástæða samdráttarins í landsframleiðslu sé fækkun flugfarþega vegna minna sætaframboðs. „Afar ólíklegt er að önnur flugfélög geti aukið, svo nokkru nemi, við framboð sitt í sumar með svo skömmum fyrirvara. Í þessu samhengi má nefna að f lugfélög víða um heim eru í auknum mæli að leita eftir flugvélum til leigu vegnaalþjóðlegrar kyrrsetningar Boeing 737 MAX flugvélategundarinnar,“ segir í skýrslunni.„Allar líkur“ á gengisveikinguSérfræðingar Reykjavík Economics nefna jafnframt að ef til brottfalls WOW air komi séu „allar líkur“ á að gengi krónunnar veikist, enda hafi rekstur flugfélagsins stutt við bæði gengið og viðskiptajöfnuð. Þá sýni reynslan að verðbólga aukist í kjölfar veikingar krónunnar.Fimm sviðsmyndirGrafík/FréttablaðiðSé miðað við að þriggja prósenta veiking krónunnar skili sér í eins prósentustigs aukningu í verðbólgu, þá eru verðbólguáhrif af tíu prósenta gengisveikingu 3,3 prósentustig, að því er segir í skýrslunni. Þó er tekið fram að við slíkar aðstæður myndi Seðlabanki Íslands líklega reyna að stemma stigu við gengisfallinu. Sviðsmyndagreining Reykjavík Economics miðar einnig við að á bilinu 5 til 15 prósent þeirra sem starfa innan einkennandi atvinnugreina ferðaþjónustunnar, en þar eru alla jafna starfandi um 29 þúsund manns, missi vinnuna við brotthvarf WOW air af flugmarkaði. Ef gert sé ráð fyrir tíu prósenta atvinnuleysi innan greinarinnar þýði það að um 2.900 manns missi vinnuna. „Það er umtalsvert atvinnuleysi á íslenskan mælikvarða og líklega yrðu Suðurnesin einna helst fyrir barðinu á því,“ segja skýrsluhöfundar. Í skýrslu Reykjavík Economics segir jafnframt að brotthvarf WOW air geti haft neikvæð áhrif á afkomu hótela og veitingahúsa og annarra ferðaþjónustufyrirtækja, líkt og áður var rakið. Horfa beri sérstaklega til þess þegar áhrif flugfélagsins á fjármálastöðugleika séu metin. „Framboðsskellur“ í flugi væri mikið áfall fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og útlánatöp gætu fylgt í kjölfarið. Þá gæti fækkun farþega til landsins orðið til þess að gistináttaverð lækkaði sem kæmi verulega niður á rekstri og efnahag fyrirtækja í ferðaþjónustu. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna. 22. mars 2019 14:02 Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. Brotthvarfið myndi leiða til gengisveikingar og aukinnar verðbólgu. Þúsundir manna myndu missa vinnuna. Brotthvarf WOW air af flugmarkaði gæti leitt til þess að landsframleiðsla drægist saman um á bilinu 0,9 til 2,7 prósent á einu ári, samkvæmt rannsókn sem ráðgjafarfyrirtækið Reykjavík Economics hefur unnið að beiðni flugfélagsins um efnahagsleg áhrif félagsins á íslenskan þjóðarbúskap. Til samanburðar var uppsafnaður samdráttur í landsframleiðslu um 10 prósent í kjölfar falls fjármálakerfisins á árunum 2009 og 2010. Rannsókn greinenda Reykjavík Economics leiðir jafnframt í ljós að brotthvarf WOW air af markaði myndi þýða að gengi krónunnar veiktist, sem kæmi fram í hækkun innflutningsverðs og aukinni verðbólgu, þúsundir manna misstu vinnuna og afkoma hótela og veitingahúsa og annarra fyrirtækja í ferðaþjónustu og tengdum atvinnugreinum rýrnaði.Í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er enn fremur bent á að brotthvarf flugfélagsins af markaðinum yfir Atlantshafið muni ekki endilega þýða að önnur flugfélög taki upp á því að fljúga yfir hafið með millilendingu á Keflavíkurflugvelli. Allt eins líklegt sé að þau félög muni fljúga beint á milli Evrópu og Ameríku án viðkomu á Íslandi. „Ef svo færi að ferðamönnum, sem og millilendingafarþegum, fækkaði verulega myndu þeir innviðir sem hafa verið byggðir upp á Keflavíkurflugvelli nýtast verr en ella. Fjárfestingaráform Isavia myndu þá líklega ekki ganga eftir en félagið áformar að fjárfesta fyrir um 20 milljarða króna á ári næstu fjögur árin,“ segir í skýrslu Reykjavík Economics. Beint og óbeint framlag WOW air til vergrar landsframleiðslu er töluvert, eins og rakið er í skýrslunni, en þar er bent á að frá stofnun lággjaldaf lugfélagsins árið 2011 til ársins 2018 hafi landsframleiðsla vaxið um 31,6 prósent á föstu verðlagi. Hlutur einkennandi atvinnugreina ferðaþjónustunnar, eins og þær eru skilgreindar af Hagstofu Íslands, hafi á sama tímabili vaxið úr 4,7 prósentum í 8,5 prósent. Sviðsmynd Reykjavik Economcis felur í sér að 10 til 30 prósent af núverandi vinnsluvirði ferðaþjónustunnar tapist ef flugfélagið hverfur af markaði. Útreikningar ráðgjafarfyrirtækisins gefa til kynna að neikvæð áhrif brottfallsins á landsframleiðslu yrðu frá 0,9 prósentum til 2,7 prósenta á einu ári en áhrifanna gæti vitaskuld gætt lengur. Þá yrðu staðbundin áhrif, að mati hagfræðinganna, að öllum líkindum meiri á Suðurnesjum en umræddar tölur gefa til kynna. Tekið er fram í skýrslunni að ástæða samdráttarins í landsframleiðslu sé fækkun flugfarþega vegna minna sætaframboðs. „Afar ólíklegt er að önnur flugfélög geti aukið, svo nokkru nemi, við framboð sitt í sumar með svo skömmum fyrirvara. Í þessu samhengi má nefna að f lugfélög víða um heim eru í auknum mæli að leita eftir flugvélum til leigu vegnaalþjóðlegrar kyrrsetningar Boeing 737 MAX flugvélategundarinnar,“ segir í skýrslunni.„Allar líkur“ á gengisveikinguSérfræðingar Reykjavík Economics nefna jafnframt að ef til brottfalls WOW air komi séu „allar líkur“ á að gengi krónunnar veikist, enda hafi rekstur flugfélagsins stutt við bæði gengið og viðskiptajöfnuð. Þá sýni reynslan að verðbólga aukist í kjölfar veikingar krónunnar.Fimm sviðsmyndirGrafík/FréttablaðiðSé miðað við að þriggja prósenta veiking krónunnar skili sér í eins prósentustigs aukningu í verðbólgu, þá eru verðbólguáhrif af tíu prósenta gengisveikingu 3,3 prósentustig, að því er segir í skýrslunni. Þó er tekið fram að við slíkar aðstæður myndi Seðlabanki Íslands líklega reyna að stemma stigu við gengisfallinu. Sviðsmyndagreining Reykjavík Economics miðar einnig við að á bilinu 5 til 15 prósent þeirra sem starfa innan einkennandi atvinnugreina ferðaþjónustunnar, en þar eru alla jafna starfandi um 29 þúsund manns, missi vinnuna við brotthvarf WOW air af flugmarkaði. Ef gert sé ráð fyrir tíu prósenta atvinnuleysi innan greinarinnar þýði það að um 2.900 manns missi vinnuna. „Það er umtalsvert atvinnuleysi á íslenskan mælikvarða og líklega yrðu Suðurnesin einna helst fyrir barðinu á því,“ segja skýrsluhöfundar. Í skýrslu Reykjavík Economics segir jafnframt að brotthvarf WOW air geti haft neikvæð áhrif á afkomu hótela og veitingahúsa og annarra ferðaþjónustufyrirtækja, líkt og áður var rakið. Horfa beri sérstaklega til þess þegar áhrif flugfélagsins á fjármálastöðugleika séu metin. „Framboðsskellur“ í flugi væri mikið áfall fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og útlánatöp gætu fylgt í kjölfarið. Þá gæti fækkun farþega til landsins orðið til þess að gistináttaverð lækkaði sem kæmi verulega niður á rekstri og efnahag fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna. 22. mars 2019 14:02 Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna. 22. mars 2019 14:02
Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22
Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30