Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið Andri Eysteinsson skrifar 23. mars 2019 00:00 Verkfallsverðir segja mun fleiri brot í dag en í síðustu aðgerðum Eflingar. Vísir/Vilhelm Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR sagði verkfallið sögulegt í samtali við fréttastofu, enda væri þetta fyrsta verkfall VR frá árinu 1988. Næsta verkfall er fyrirhugað tveggja daga verkfall í hótelum og rútufyrirtækjum 28. Og 29. Mars næstkomandi. Fleiri aðgerðir hafa verið samþykktar í atkvæðagreiðslum félaganna og munu þær vera á þennan hátt. • 3.-5. apríl (3 dagar) • 9.-11. apríl (3 dagar) • 15.-17. apríl (3 dagar) • 23.-25. apríl (3 dagar) • 1. maí (þangað til verkfallinu er aflýst)Aðgerðir höfðu áhrif á starfsemi hótela og rútufyrirtækjaFréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fylgdist vel með verkfallinu í gær og má sjá Verkfallsvakt 22. mars hér. Verkföllin höfðu einhver áhrif á rekstur rútufyrirtækja og hótela í dag. Sérferðir voru felldar niður og stjórnendur gengu í þrifin á hótelum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að rúmlega tveir þriðju starfsmanna Hótel Sögu hafi tekið þátt í verkfallsaðgerðum í dag. Hótel lokuðu fyrir bókanir fyrir þessa helgi og dagana í kring. Páll Lárus Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Hótel KEA, sagði aðgerðirnar í dag hafa áhrif á fimm daga. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði verkfallið ekki hafa haft nein áhrif á starfsemi fyrirtækisins í samtali við fréttastofu um klukkan 10 í morgun, Björn sagði þó í kvöldfréttum Stöðvar 2 að vegna aðgerðanna hafi Kynnisferðir lagt áherslu á að halda flugrútunni gangandi og hafi því dregið úr annarri þjónustu. Verkfallsverðir Eflingar fóru á milli og sinntu störfum sínum, töldu þeir líklegt að einhver fjöldi verkfallsbrota hafi verið framin. Verkfallsvörðum var meinaður aðgangur á hótelið Reykjavík Natura í þó nokkurn tíma, en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagðist ekki fá góða tilfinningu þegar tekið væri á móti verkfallsvörðum með þessum hætti.Sólveig fullyrti einnig að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu.Guðmundur Baldursson, einn verkfallsvarða Eflingar, fylgdist með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag. Guðmundur sagði bílstjórana fremja augljós verkfallsbrot, þeir hafi sumir hvorki sagt til nafns né gefið upp stéttarfélög sín í samtölum við verkfallsverði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var birt myndskeið, sem vakið hefur athygli. Myndskeiðið sem tekið var upp á BSÍ fyrr í dag sýndi samtal verkfallsvarða og rútubílsstjóra. Næsti fundur í kjaradeilu Eflingar, VR, LÍV, VLFA, VLFG og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara næstkomandi mánudag klukkan 10. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26 Fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu: „Endilega kærðu þetta“ Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel þvertekur fyrir verkfallsbrot hafi verið framin á hans vakt. 22. mars 2019 15:01 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR sagði verkfallið sögulegt í samtali við fréttastofu, enda væri þetta fyrsta verkfall VR frá árinu 1988. Næsta verkfall er fyrirhugað tveggja daga verkfall í hótelum og rútufyrirtækjum 28. Og 29. Mars næstkomandi. Fleiri aðgerðir hafa verið samþykktar í atkvæðagreiðslum félaganna og munu þær vera á þennan hátt. • 3.-5. apríl (3 dagar) • 9.-11. apríl (3 dagar) • 15.-17. apríl (3 dagar) • 23.-25. apríl (3 dagar) • 1. maí (þangað til verkfallinu er aflýst)Aðgerðir höfðu áhrif á starfsemi hótela og rútufyrirtækjaFréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fylgdist vel með verkfallinu í gær og má sjá Verkfallsvakt 22. mars hér. Verkföllin höfðu einhver áhrif á rekstur rútufyrirtækja og hótela í dag. Sérferðir voru felldar niður og stjórnendur gengu í þrifin á hótelum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að rúmlega tveir þriðju starfsmanna Hótel Sögu hafi tekið þátt í verkfallsaðgerðum í dag. Hótel lokuðu fyrir bókanir fyrir þessa helgi og dagana í kring. Páll Lárus Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Hótel KEA, sagði aðgerðirnar í dag hafa áhrif á fimm daga. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði verkfallið ekki hafa haft nein áhrif á starfsemi fyrirtækisins í samtali við fréttastofu um klukkan 10 í morgun, Björn sagði þó í kvöldfréttum Stöðvar 2 að vegna aðgerðanna hafi Kynnisferðir lagt áherslu á að halda flugrútunni gangandi og hafi því dregið úr annarri þjónustu. Verkfallsverðir Eflingar fóru á milli og sinntu störfum sínum, töldu þeir líklegt að einhver fjöldi verkfallsbrota hafi verið framin. Verkfallsvörðum var meinaður aðgangur á hótelið Reykjavík Natura í þó nokkurn tíma, en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagðist ekki fá góða tilfinningu þegar tekið væri á móti verkfallsvörðum með þessum hætti.Sólveig fullyrti einnig að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu.Guðmundur Baldursson, einn verkfallsvarða Eflingar, fylgdist með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag. Guðmundur sagði bílstjórana fremja augljós verkfallsbrot, þeir hafi sumir hvorki sagt til nafns né gefið upp stéttarfélög sín í samtölum við verkfallsverði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var birt myndskeið, sem vakið hefur athygli. Myndskeiðið sem tekið var upp á BSÍ fyrr í dag sýndi samtal verkfallsvarða og rútubílsstjóra. Næsti fundur í kjaradeilu Eflingar, VR, LÍV, VLFA, VLFG og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara næstkomandi mánudag klukkan 10.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26 Fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu: „Endilega kærðu þetta“ Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel þvertekur fyrir verkfallsbrot hafi verið framin á hans vakt. 22. mars 2019 15:01 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26
Fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu: „Endilega kærðu þetta“ Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel þvertekur fyrir verkfallsbrot hafi verið framin á hans vakt. 22. mars 2019 15:01
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05