Jón Arnór: Sjálfstraustið var ekkert mikið 22. mars 2019 22:07 Jón Arnór Stefánsson tryggði KR sigurinn í kvöld. vísir/bára „Í lokin kom ég inn eftir leikhléið og ég bað aðeins til guðs að hann myndi aðstoða mig við að drulla boltanum ofan í. Mér leið ekkert sérlega vel í skotinu, þurfti aðeins að flýta mér og kannski hafði ég ekki tíma til að hugsa of mikið. Þá datt hann niður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem tryggði KR sigur á Keflavík í kvöld með þriggja stiga körfu þegar 18 sekúndur voru eftir. Jón Arnór var aðeins búinn að hitta úr 1 af 8 skotum þar til hann setti niður sigurkörfuna úr horninu. „Sjálfstraustið var ekkert mikið í þessum skotum þarna á undan. Mér leið eins og ég væri kraftlaus í löppunum, var stuttur en var að fá fín skot sem er gott. Ég veit líka að ég kom inn í þennan leik til að sjá hvernig hlutirnir myndu æxlast, ætlaði ekki vera að þröngva neinu. Við erum með það mörg vopn í liðinu,“ bætti Jón Arnór við. Keflavík skipti yfir í svæðisvörn í lok annars leikhluta eftir hræðilega byrjun í sókninni og KR-ingar áttu í erfiðleikum með að finna svör við þessari vörn Suðurnesjamanna. „Við vorum alltof staðir, höfum lent í þessu áður og þurfum að fara að gera betur. Við höfum hitt á leiki gegn svona vörn þar sem ég til dæmis er ekki að setja skotin mín niður. Lykillinn til að brjóta niður svæðisvörn er að ná þessum tveimur til þremur skotum niður í röð. Þá þurfa þeir að skipta í maður á mann vörn sem þeir ráða engan veginn við okkur í.“ „Við vitum þetta og skotin þurfa að detta fyrir okkur. Við munum fara mjög vel yfir þetta og það góða við úrslitakeppnina er að við mætum sama liðinu aftur og náum að undirbúa okkur vel.“ KR byrjaði leikinn af mjög miklum krafti og voru 29-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann. „Við hefðum haldið þessu ef svæðið hefði ekki sett okkur svona út af laginu. Þeir héldu sér inni í leiknum með því að fá mikið af þriggja stiga skotum, við þurfum að vera nær þeim. Það var ekkert að gerast en þeir voru bara að skjóta yfir okkur fyrir utan þriggja stiga línuna,“ bætti Jón Arnór við. Hann sagði meiðslin ekki hafa truflað hann mikið í kvöld en Jón Arnór meiddist í landsleik og hefur lítið spilað síðan þá. Hann var með kælingu bæði á öxl og hné þegar blaðamaður ræddi við hann. „Ég var aðeins frá útaf öxlinni og þegar maður er búinn að vera frá bólgnar hnéð aðeins. Þetta er löng úrslitakeppni og við ætlum okkur að halda þessu gangandi. Ég kemst bara í betra og betra stand.“ Dominos-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
„Í lokin kom ég inn eftir leikhléið og ég bað aðeins til guðs að hann myndi aðstoða mig við að drulla boltanum ofan í. Mér leið ekkert sérlega vel í skotinu, þurfti aðeins að flýta mér og kannski hafði ég ekki tíma til að hugsa of mikið. Þá datt hann niður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem tryggði KR sigur á Keflavík í kvöld með þriggja stiga körfu þegar 18 sekúndur voru eftir. Jón Arnór var aðeins búinn að hitta úr 1 af 8 skotum þar til hann setti niður sigurkörfuna úr horninu. „Sjálfstraustið var ekkert mikið í þessum skotum þarna á undan. Mér leið eins og ég væri kraftlaus í löppunum, var stuttur en var að fá fín skot sem er gott. Ég veit líka að ég kom inn í þennan leik til að sjá hvernig hlutirnir myndu æxlast, ætlaði ekki vera að þröngva neinu. Við erum með það mörg vopn í liðinu,“ bætti Jón Arnór við. Keflavík skipti yfir í svæðisvörn í lok annars leikhluta eftir hræðilega byrjun í sókninni og KR-ingar áttu í erfiðleikum með að finna svör við þessari vörn Suðurnesjamanna. „Við vorum alltof staðir, höfum lent í þessu áður og þurfum að fara að gera betur. Við höfum hitt á leiki gegn svona vörn þar sem ég til dæmis er ekki að setja skotin mín niður. Lykillinn til að brjóta niður svæðisvörn er að ná þessum tveimur til þremur skotum niður í röð. Þá þurfa þeir að skipta í maður á mann vörn sem þeir ráða engan veginn við okkur í.“ „Við vitum þetta og skotin þurfa að detta fyrir okkur. Við munum fara mjög vel yfir þetta og það góða við úrslitakeppnina er að við mætum sama liðinu aftur og náum að undirbúa okkur vel.“ KR byrjaði leikinn af mjög miklum krafti og voru 29-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann. „Við hefðum haldið þessu ef svæðið hefði ekki sett okkur svona út af laginu. Þeir héldu sér inni í leiknum með því að fá mikið af þriggja stiga skotum, við þurfum að vera nær þeim. Það var ekkert að gerast en þeir voru bara að skjóta yfir okkur fyrir utan þriggja stiga línuna,“ bætti Jón Arnór við. Hann sagði meiðslin ekki hafa truflað hann mikið í kvöld en Jón Arnór meiddist í landsleik og hefur lítið spilað síðan þá. Hann var með kælingu bæði á öxl og hné þegar blaðamaður ræddi við hann. „Ég var aðeins frá útaf öxlinni og þegar maður er búinn að vera frá bólgnar hnéð aðeins. Þetta er löng úrslitakeppni og við ætlum okkur að halda þessu gangandi. Ég kemst bara í betra og betra stand.“
Dominos-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira