Innlent

Myndasyrpa af falli strompsins

Birgir Olgeirsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Skorsteinn Sementverksmiðjunnar á Akranesi, eitt helsta kennileiti bæjarins, hefur verið felldur niður. Strompurinn, eins og hann var kallaður, var sprengdur niður í tveimur hlutum nú í dag eftir að verkinu var frestað í gær og um stutta stund í dag vegna veðurs.

Þá varð einnig um klukkustundartöf eftir að efri hluti strompsins féll á víra sem tengdust neðri sprengjuhleðslunni og þurfti að endurtengja þá.

Sjá einnig: Svig kom á efri hluta strompsins sem veldur seinkun

Íbúar Akraness tóku þátt í íbúakosningu um framtíð strompsins en þar vildu rúm 94 prósent hann í burtu. Kusu 1.023 strompinn burt en 63 vildu halda honum.

Mannvit hafði birt úttekt á viðhaldskostnaði ef að strompurinn fengi að standa. Hefði upphafskostnaðurinn verið 30 milljónir króna en síðan tvær til þrjár milljónir króna á nokkurra ára fresti.

Um er að ræða hluta af niðurrifi á Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi, sem reist var á árunum 1956 til 1958, en fyrirhugað er að reisa 356 íbúðir á Sementsreitnum ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði og hóteli við höfnina.

Hér að ofan má sjá myndband af falli turnsins sem tekið var af Sigurði Þór Elíssyni. Hér að neðan má svo sjá ljósmyndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis tók.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×