Aðför að tjáningarfrelsi Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar 22. mars 2019 08:00 Ríkisstjórn, sem lofar í stjórnarsáttmála sínum að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks, ætlar nú að breyta almennum hegningarlögum á þann veg að þrengja ákvæði um hatursorðræðu. Breytingin þýðir, að mun erfiðara verður að fá nokkurn mann dæmdan fyrir hatursorðræðu í garð annarra vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar. Tilefni breytinganna virðist vera tveir dómar Hæstaréttar þar sem menn voru sakfelldir fyrir ummæli um hinsegin fólks. Við slíkt má ekki búa, að mati ríkisstjórnarinnar, sem lætur eins og tilgangur breytingarinnar sé að auka tjáningarfrelsi. Allt það fólk, sem tilheyrir þeim hópum sem ákvæðinu er ætlað að vernda, getur upplýst ríkisstjórnina um að hatursorðræða er í sjálfu sér ofbeldi. Orð meiða. Löggjafanum hefur sem betur fer lengi þótt ástæða til að koma í veg fyrir að einhverjir geti, í nafni tjáningarfrelsis, rógborið, hætt, smánað eða ógnað þeim hópum, sem eiga undir högg að sækja. Upphaflega var ákvæði um það sem almennt er kallað hatursorðræða bætt inn í almenn hegningarlög hér á landi árið 1973. Því hefur tvívegis verið breytt, í báðum tilvikum til að vernd þess nái örugglega til fleiri hópa. Árið 1996 var kynhneigð bætt við og kynvitund 2014, auk annarra breytinga sem lutu að því að skýra ákvæðið betur. Núna þegar lögin virka í raun eins og til er ætlast virðist ríkisstjórnin, sem ætlar að koma okkur í fremstu röð, vakna upp við vondan draum. Og viðbrögðin eru að þrengja ákvæðið með því að bæta við að háttsemin verði að teljast til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun. Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega vísað til tveggja dóma Hæstaréttar frá 2017, þar sem menn voru dæmdir fyrir ummæli um hinsegin fólk. Í öðrum þeirra vísaði Hæstiréttur til þess að hinum ákærða væri tryggt tjáningarfrelsi samkvæmt stjórnarskrá en gagnstætt þeim réttindum hans stæðu réttindi samkynhneigðra til að njóta eins og aðrir friðhelgi einkalífs síns, „svo og jafnræðis og mannréttinda á við aðra án tillits til kynhneigðar þeirra“. Hvernig ríkisstjórnin getur lesið úr þessu einhverja hvatningu til að þrengja ákvæði um hatursorðræðu er gjörsamlega óskiljanlegt. Tólf umsagnir hafa nú borist allsherjar- og menntamálanefnd, sem fjallar um frumvarpið til þrengingar á ákvæði um hatursorðræðu. Í ellefu þessara umsagna, frá ýmsum samtökum hinsegin fólks, samtökum fatlaðra, mannréttindaskrifstofum, Kvenréttindasambandinu og Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er sama krafa til Alþingis Íslendinga: Ekki samþykkja þessa breytingu, hún er vond, hún vegur að öryggi þeirra hópa sem ákvæði laganna á að vernda. Ekki „auka tjáningarfrelsi“ meirihlutans á kostnað jaðarhópa samfélagsins. Ljót og hatursfull orðræða sem er til þess fallin að vekja ótta og óöryggi gengur gegn tjáningarfrelsi í samfélaginu. Orðræðan getur leitt til þess að þeir sem fyrir henni verða geti ekki nýtt tjáningarfrelsi sitt óhindrað, því óttinn er sterkt afl. Boðaðar breytingar á lögum eru aðför að tjáningarfrelsi. Svo einfalt er það. Er þöggun jaðarhópa í íslensku samfélagi sjálfstætt markmið sitjandi ríkisstjórnar?Höfundar eru hjón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn, sem lofar í stjórnarsáttmála sínum að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks, ætlar nú að breyta almennum hegningarlögum á þann veg að þrengja ákvæði um hatursorðræðu. Breytingin þýðir, að mun erfiðara verður að fá nokkurn mann dæmdan fyrir hatursorðræðu í garð annarra vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar. Tilefni breytinganna virðist vera tveir dómar Hæstaréttar þar sem menn voru sakfelldir fyrir ummæli um hinsegin fólks. Við slíkt má ekki búa, að mati ríkisstjórnarinnar, sem lætur eins og tilgangur breytingarinnar sé að auka tjáningarfrelsi. Allt það fólk, sem tilheyrir þeim hópum sem ákvæðinu er ætlað að vernda, getur upplýst ríkisstjórnina um að hatursorðræða er í sjálfu sér ofbeldi. Orð meiða. Löggjafanum hefur sem betur fer lengi þótt ástæða til að koma í veg fyrir að einhverjir geti, í nafni tjáningarfrelsis, rógborið, hætt, smánað eða ógnað þeim hópum, sem eiga undir högg að sækja. Upphaflega var ákvæði um það sem almennt er kallað hatursorðræða bætt inn í almenn hegningarlög hér á landi árið 1973. Því hefur tvívegis verið breytt, í báðum tilvikum til að vernd þess nái örugglega til fleiri hópa. Árið 1996 var kynhneigð bætt við og kynvitund 2014, auk annarra breytinga sem lutu að því að skýra ákvæðið betur. Núna þegar lögin virka í raun eins og til er ætlast virðist ríkisstjórnin, sem ætlar að koma okkur í fremstu röð, vakna upp við vondan draum. Og viðbrögðin eru að þrengja ákvæðið með því að bæta við að háttsemin verði að teljast til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun. Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega vísað til tveggja dóma Hæstaréttar frá 2017, þar sem menn voru dæmdir fyrir ummæli um hinsegin fólk. Í öðrum þeirra vísaði Hæstiréttur til þess að hinum ákærða væri tryggt tjáningarfrelsi samkvæmt stjórnarskrá en gagnstætt þeim réttindum hans stæðu réttindi samkynhneigðra til að njóta eins og aðrir friðhelgi einkalífs síns, „svo og jafnræðis og mannréttinda á við aðra án tillits til kynhneigðar þeirra“. Hvernig ríkisstjórnin getur lesið úr þessu einhverja hvatningu til að þrengja ákvæði um hatursorðræðu er gjörsamlega óskiljanlegt. Tólf umsagnir hafa nú borist allsherjar- og menntamálanefnd, sem fjallar um frumvarpið til þrengingar á ákvæði um hatursorðræðu. Í ellefu þessara umsagna, frá ýmsum samtökum hinsegin fólks, samtökum fatlaðra, mannréttindaskrifstofum, Kvenréttindasambandinu og Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er sama krafa til Alþingis Íslendinga: Ekki samþykkja þessa breytingu, hún er vond, hún vegur að öryggi þeirra hópa sem ákvæði laganna á að vernda. Ekki „auka tjáningarfrelsi“ meirihlutans á kostnað jaðarhópa samfélagsins. Ljót og hatursfull orðræða sem er til þess fallin að vekja ótta og óöryggi gengur gegn tjáningarfrelsi í samfélaginu. Orðræðan getur leitt til þess að þeir sem fyrir henni verða geti ekki nýtt tjáningarfrelsi sitt óhindrað, því óttinn er sterkt afl. Boðaðar breytingar á lögum eru aðför að tjáningarfrelsi. Svo einfalt er það. Er þöggun jaðarhópa í íslensku samfélagi sjálfstætt markmið sitjandi ríkisstjórnar?Höfundar eru hjón.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun