Maðurinn sem sendi andstæðingum Trump sprengjur játar sök Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2019 23:03 Sendibíll mannsins fluttur á brott eftir að hann var handtekinn í október. Vísir/Getty Karlmaður sem sendi rörsprengjur til fjölda pólitískra andstæðinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta játaði sök fyrir dómi í New York í dag. Hann gæti átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér þegar refsing hans verður ákvörðuð í september. Barack Obama, fyrrverandi forseti, Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins árið 2016 og George Soros, milljarðamæringur og fjárhagslegur bakhjarl demókrata, voru á meðal þeirra sem Cesar Sayoc sendi sextán tæki sem hann hannaði til að líta út eins og rörasprengjur. Í þeim voru flugeldapúður, áburður, starfræn klukka og vírar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Pakkana sendi maðurinn í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum í október. Sendingarnar voru allar stöðvaðar áður en þær komust í hendur þeirra sem þær voru stílaðar á og engin þeirra sprakk. Hann var handtekinn eftir fjögurra daga leit yfirvalda. Þegar dómari spurði manninn hvort að hann hafi ætlað sér að drepa eða særa viðtakendurna með sprengjum neitaði hann því. Viðurkenndi hann þó að hafa gert sér grein fyrir að mögulegt væri að þær spryngju. „Ég veit að þessar gjörðir voru rangar og mér þykir það gríðarlega leitt,“ sagði maðurinn sem kjökraði eftir að hann lýsti því hvernig hann sendi pakkana. Þegar maðurinn var handtekinn á Flórída bjó hann í hvítum sendiferðabíl sem hann hafði límt fjölda límmiða með skilaboðum til stuðnings Trump forseta og slagorðinu „CNN sýgur“ á hliðinni. Þá voru myndir af andlitum leiðtoga Demókrataflokksins með krosslínum byssusjónauka yfir þeim. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00 Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15 Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Karlmaður sem sendi rörsprengjur til fjölda pólitískra andstæðinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta játaði sök fyrir dómi í New York í dag. Hann gæti átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér þegar refsing hans verður ákvörðuð í september. Barack Obama, fyrrverandi forseti, Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins árið 2016 og George Soros, milljarðamæringur og fjárhagslegur bakhjarl demókrata, voru á meðal þeirra sem Cesar Sayoc sendi sextán tæki sem hann hannaði til að líta út eins og rörasprengjur. Í þeim voru flugeldapúður, áburður, starfræn klukka og vírar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Pakkana sendi maðurinn í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum í október. Sendingarnar voru allar stöðvaðar áður en þær komust í hendur þeirra sem þær voru stílaðar á og engin þeirra sprakk. Hann var handtekinn eftir fjögurra daga leit yfirvalda. Þegar dómari spurði manninn hvort að hann hafi ætlað sér að drepa eða særa viðtakendurna með sprengjum neitaði hann því. Viðurkenndi hann þó að hafa gert sér grein fyrir að mögulegt væri að þær spryngju. „Ég veit að þessar gjörðir voru rangar og mér þykir það gríðarlega leitt,“ sagði maðurinn sem kjökraði eftir að hann lýsti því hvernig hann sendi pakkana. Þegar maðurinn var handtekinn á Flórída bjó hann í hvítum sendiferðabíl sem hann hafði límt fjölda límmiða með skilaboðum til stuðnings Trump forseta og slagorðinu „CNN sýgur“ á hliðinni. Þá voru myndir af andlitum leiðtoga Demókrataflokksins með krosslínum byssusjónauka yfir þeim.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00 Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15 Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00
Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15
Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30