Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Sighvatur Jónsson skrifar 21. mars 2019 12:15 Samninganefnd atvinnurekenda við upphaf fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun. Visir/Vilhelm Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. Frétta er beðið af kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Framsýnar og Landssambands íslenskra verslunarmanna við atvinnurekendur en boðuð verkföll eiga að hefjast á miðnætti. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur sagt eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandsins og iðnaðarmanna í vikunni að mikilvægt væri að nýta tímann vel næstu daga til að koma í veg fyrir verkföll. Starfsfólk Eflingar og VR fer í sólarhringsverkfall að óbreyttu á miðnætti.„Fyrir fjögur í dag“ Þegar Halldór Benjamín var spurður að því í óformlegu spjalli í morgun hvort það ætti ekki að fara að klára málin svaraði hann kíminn: „Jú, fyrir klukkan fjögur í dag.“ Það skal ósagt látið hvernig lesa skal í þessi orð Halldórs Benjamíns en andrúmsloftið var spennuþrungið í karphúsinu. Fljótlega eftir að fundur hófst sagði skrifstofustjóri ríkissáttasemjara að breytt fyrirkomulag yrði á fundinum og bað fjölmiðla því næst að yfirgefa húsnæðið. Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands, Halldór Oddsson, segir að hægt sé að fresta verkfalli með skömmum fyrirvara. Ef gangur sé í viðræðum megi fresta verkfalli einhliða eða með samkomulagi nokkrum mínútum fyrir miðnætti.ASÍ sammála túlkun Eflingar Atvinnurekendur og Eflingu greinir á um hvaða starfsmenn fari í verkfall. Samtök atvinnulífsins telja að verkfall hjá rútufyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna Eflingar ekki til starfsmanna sem eru í öðrum félögum. Lögfræðingur ASÍ er ósammála þeirri túlkun atvinnurekenda. „Það er vandamál sem við þekkjum að atvinnurekendur í einhverjum tilvikum þrýsta á aðila að skipta um stéttarfélög og með því reyna að lágmarka tjónið sem af verkfalli verður,“ segir Halldór. Með því séu atvinnurekendur að ganga á einstaklingsbundinn rétt starfsfólks. „Okkar túlkun er sú að verkfallsboðun Eflingar bindi alla þá sem sinni þeim störfum sem kjarasamningurinn þeirra nær til,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. Frétta er beðið af kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Framsýnar og Landssambands íslenskra verslunarmanna við atvinnurekendur en boðuð verkföll eiga að hefjast á miðnætti. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur sagt eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandsins og iðnaðarmanna í vikunni að mikilvægt væri að nýta tímann vel næstu daga til að koma í veg fyrir verkföll. Starfsfólk Eflingar og VR fer í sólarhringsverkfall að óbreyttu á miðnætti.„Fyrir fjögur í dag“ Þegar Halldór Benjamín var spurður að því í óformlegu spjalli í morgun hvort það ætti ekki að fara að klára málin svaraði hann kíminn: „Jú, fyrir klukkan fjögur í dag.“ Það skal ósagt látið hvernig lesa skal í þessi orð Halldórs Benjamíns en andrúmsloftið var spennuþrungið í karphúsinu. Fljótlega eftir að fundur hófst sagði skrifstofustjóri ríkissáttasemjara að breytt fyrirkomulag yrði á fundinum og bað fjölmiðla því næst að yfirgefa húsnæðið. Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands, Halldór Oddsson, segir að hægt sé að fresta verkfalli með skömmum fyrirvara. Ef gangur sé í viðræðum megi fresta verkfalli einhliða eða með samkomulagi nokkrum mínútum fyrir miðnætti.ASÍ sammála túlkun Eflingar Atvinnurekendur og Eflingu greinir á um hvaða starfsmenn fari í verkfall. Samtök atvinnulífsins telja að verkfall hjá rútufyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna Eflingar ekki til starfsmanna sem eru í öðrum félögum. Lögfræðingur ASÍ er ósammála þeirri túlkun atvinnurekenda. „Það er vandamál sem við þekkjum að atvinnurekendur í einhverjum tilvikum þrýsta á aðila að skipta um stéttarfélög og með því reyna að lágmarka tjónið sem af verkfalli verður,“ segir Halldór. Með því séu atvinnurekendur að ganga á einstaklingsbundinn rétt starfsfólks. „Okkar túlkun er sú að verkfallsboðun Eflingar bindi alla þá sem sinni þeim störfum sem kjarasamningurinn þeirra nær til,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira