Gerir ekki lítið úr alvarlegri stöðu kjaraviðræðna Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2019 17:48 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, (t.v.) og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, hjá sáttasemjara. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ekki gera lítið úr alvarlegri stöðu kjaraviðræðna þar sem stór verkalýðsfélög hafa slitið viðræðum. Fólk verði engu að síður að hafa trú á að samningsaðilum takist að lyfta óvissu sem liggi eins og mara á samfélaginu. Verkföll félagsmanna VR og Eflingar hefjast á föstudag og í vikunni slitu Starfsgreinasambandið og Landssamband íslenskra verslunarmanna viðræðum sínum við SA. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að áfram yrði fundað næstu daga. „Að mörgu leyti hefur gengið ágætlega undanfarnar vikur og margt af því sem búið er að vinna þar getur myndað grunn að kjarasamningi til framtíðar,“ sagði Halldór. Varðandi yfirvofandi verkföll sagðist Halldór þeirrar skoðunar að það væri hættuspil að vera með kjaramálin í átakafarvegi ofan í loðnubrest, tvísýna stöðu flugfélaganna og kólnandi hagkerfi. Spurður að því á hverju strandaði í viðræðum SA við viðsemjendur sína sagði Halldór að of margir þættir stæðu út af. Vildi hann ekki segja nánar til um einstök ágreiningsmál eða hvort SA hygðist leggja til eitthvað nýtt á næstu fundum. „Ábyrgð samningsaðila, beggja vegna borðs, er mikil. Það er nú einu sinni þannig að það þarf tvo til að semja. Við verðum einfaldlega að trúa því að okkur takist að lyfta þessari óvissu sem liggur eins og mara yfir samfélaginu,“ sagði Halldór. Kjaramál Reykjavík síðdegis Verkföll 2019 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ekki gera lítið úr alvarlegri stöðu kjaraviðræðna þar sem stór verkalýðsfélög hafa slitið viðræðum. Fólk verði engu að síður að hafa trú á að samningsaðilum takist að lyfta óvissu sem liggi eins og mara á samfélaginu. Verkföll félagsmanna VR og Eflingar hefjast á föstudag og í vikunni slitu Starfsgreinasambandið og Landssamband íslenskra verslunarmanna viðræðum sínum við SA. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að áfram yrði fundað næstu daga. „Að mörgu leyti hefur gengið ágætlega undanfarnar vikur og margt af því sem búið er að vinna þar getur myndað grunn að kjarasamningi til framtíðar,“ sagði Halldór. Varðandi yfirvofandi verkföll sagðist Halldór þeirrar skoðunar að það væri hættuspil að vera með kjaramálin í átakafarvegi ofan í loðnubrest, tvísýna stöðu flugfélaganna og kólnandi hagkerfi. Spurður að því á hverju strandaði í viðræðum SA við viðsemjendur sína sagði Halldór að of margir þættir stæðu út af. Vildi hann ekki segja nánar til um einstök ágreiningsmál eða hvort SA hygðist leggja til eitthvað nýtt á næstu fundum. „Ábyrgð samningsaðila, beggja vegna borðs, er mikil. Það er nú einu sinni þannig að það þarf tvo til að semja. Við verðum einfaldlega að trúa því að okkur takist að lyfta þessari óvissu sem liggur eins og mara yfir samfélaginu,“ sagði Halldór.
Kjaramál Reykjavík síðdegis Verkföll 2019 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira