Vantar fjármagn til að ljúka breytingum á fleiri deildum geðsviðs Sighvatur Jónsson skrifar 20. mars 2019 12:15 Breytingar hafa verið gerðar á húsnæði og verklagi á geðsviði Landspítala í kjölfar sjálfsvíga sem voru framin þar. Vísir/Sighvatur Breytingar sem hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar sjálfsvíga, ná til þriggja deilda af átta. Verkefnastjóri hjá sjúkrahúsinu segir óvíst hvenær hægt verður að halda áfram vinnu við nauðsynlegar breytingar vegna skorts á fjármagni. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði og verklagi á geðsviði Landspítala. Gripið var til aðgerðanna í kjölfar þess að tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeildinni í ágúst 2017. Breytingarnar á verklaginu lúta meðal annars að auknu eftirliti með fólki og rafrænni áminningu til starfsmanna um að líta reglulega eftir sjúklingum sem taldir eru líklegir til að valda sér skaða. Þeir sem eru taldir í mestri hættu þurfa að vera undir stöðugu eftirliti. Breytingarnar á húsnæði deildanna eru umtalsverðar. Fjarlægja þarf allt sem sjúklingar gætu notað til að skaða sig. Einnig hafa verið gerðar breytingar á vinnuaðstöðu starfsfólks. En vinnunni er langt því frá að vera lokið að sögn Eyrúnar Thorstensen, verkefnastjóra á geðsviði Landspítala. Hún segir framkvæmdum lokið við þrjár deildir af átta, ekki sé hægt að halda vinnunni áfram fyrr en frekara fjármagn fæst. „Við þurfum að laga gríðarlega margt inni á legudeildunum okkar til að gera umhverfið öruggt.“ Eyrún kveðst ekki geta sagt til um hvenær hægt verði að ljúka breytingum á þeim deildum sem þarf að gera endurbætur á. Verkefnið sé gríðarlega kostnaðarsamt, það sé verkefni stjórnenda Landspítala að fara fram á fjármagn vegna framkvæmdanna og rökstyðja þörf þeirra.Uppfært klukkan 16:45 Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala, Stefán Hrafn Hagalín, segir að verið sé að vinna upp langvarandi viðhaldsskort á húsnæði spítalans. Fjárveitingar vegna þessa hafi aukist, í dag verji ríkið ríflega tveimur milljörðum króna í viðhaldsverkefni á Landspítala. Stefán Hrafn segir ýmsa aðra þætti en fjármagn takmarka hraða og framgang verkefna, meðal annars skort á iðnaðarmönnum. Hann segir einnig erfitt að loka deildum þar sem mikil þörf sé fyrir þjónustu. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Breytingar sem hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar sjálfsvíga, ná til þriggja deilda af átta. Verkefnastjóri hjá sjúkrahúsinu segir óvíst hvenær hægt verður að halda áfram vinnu við nauðsynlegar breytingar vegna skorts á fjármagni. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði og verklagi á geðsviði Landspítala. Gripið var til aðgerðanna í kjölfar þess að tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeildinni í ágúst 2017. Breytingarnar á verklaginu lúta meðal annars að auknu eftirliti með fólki og rafrænni áminningu til starfsmanna um að líta reglulega eftir sjúklingum sem taldir eru líklegir til að valda sér skaða. Þeir sem eru taldir í mestri hættu þurfa að vera undir stöðugu eftirliti. Breytingarnar á húsnæði deildanna eru umtalsverðar. Fjarlægja þarf allt sem sjúklingar gætu notað til að skaða sig. Einnig hafa verið gerðar breytingar á vinnuaðstöðu starfsfólks. En vinnunni er langt því frá að vera lokið að sögn Eyrúnar Thorstensen, verkefnastjóra á geðsviði Landspítala. Hún segir framkvæmdum lokið við þrjár deildir af átta, ekki sé hægt að halda vinnunni áfram fyrr en frekara fjármagn fæst. „Við þurfum að laga gríðarlega margt inni á legudeildunum okkar til að gera umhverfið öruggt.“ Eyrún kveðst ekki geta sagt til um hvenær hægt verði að ljúka breytingum á þeim deildum sem þarf að gera endurbætur á. Verkefnið sé gríðarlega kostnaðarsamt, það sé verkefni stjórnenda Landspítala að fara fram á fjármagn vegna framkvæmdanna og rökstyðja þörf þeirra.Uppfært klukkan 16:45 Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala, Stefán Hrafn Hagalín, segir að verið sé að vinna upp langvarandi viðhaldsskort á húsnæði spítalans. Fjárveitingar vegna þessa hafi aukist, í dag verji ríkið ríflega tveimur milljörðum króna í viðhaldsverkefni á Landspítala. Stefán Hrafn segir ýmsa aðra þætti en fjármagn takmarka hraða og framgang verkefna, meðal annars skort á iðnaðarmönnum. Hann segir einnig erfitt að loka deildum þar sem mikil þörf sé fyrir þjónustu.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira