Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2019 08:32 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, birti í gær aftur myndband af árásinni í Cristchurch á Nýja-Sjálandi þar sem hvítur þjóðernissinni myrti 50 manns í tveimur moskum. Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. Erdogan gagnrýndi Nýja-Sjáland og Ástralíu einnig harðlega fyrir að hafa sent hermenn til Tyrklands í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann sagði það hafa verið gert vegna fordóma gegn íslam. Ríkin sendur hermenn til Gallipoli-skaga árið 1915 en innrásin misheppnaðist og kostaði hundruð þúsunda mannslífa. „Hvað höfðuð til að sækja hingað? Við áttum ekki í deilum við ykkur, af hverju komu þið alla leið hingað?“ hefur AP fréttaveitan eftir Erdogan. „Eina ástæðan er sú að við erum múslimar og þau eru kristin.“Erdogan gaf einnig í skyn að allir þeir sem kæmu til Tyrklands og sýndu andúð gegn múslimum yrðu sendur heim í líkkistum, „eins og afar þeirra“ voru í Gallipoli-innrásinni. Erdogan sagði einnig að ef yfirvöld Nýja-Sjálands myndu ekki refsa árásarmanninum harðlega myndu Tyrkiri sjá til þess að honum yrði refsað, samkvæmt Guardian.Kosningasamkoma Erdogan var í Canakkale í Tyrklandi þar sem margar orrustur fóru fram. Þann 25. apríl á hverju ári ferðast hundruð manna frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi til héraðsins til að minnast innrásarinnar og þeirra sem féllu. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, fordæmdi ummæli Erdogan og kallaði sendiherra Tyrklands í Ástralíu á teppið í nótt og krafðist þess að Erdogan drægi ummæli sín til baka. Þá hefur ríkisstjórn hans varað Ástrala við því að ferðast til Canakkale vegna afmælis innrásarinnar. Morrison sagði ummæli Erdogan vera móðgandi og glæfraleg.Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, hefur einnig komið mótmælum á framfæri við yfirvöld Tyrklands. Erdogan hefur notað myndbönd frá árásinni, sem árásarmaðurinn streymdi á Facebook í beinni útsendingu, á kosningasamkomum sínum í aðdraganda kosninga í lok mars. Erdogan hefur lengi verið sakaður um einræðistilburði í Tyrklandi og hefur hann meðal annars fangelsað þúsundir andstæðinga sinna og lokað fjölmiðlum sem eru ekki hliðhollir ríkisstjórn hans. Ástralía Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tyrkland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40 Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar ferðir hryðjuverkamanns um Ísland Embætti ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að kortleggja ferðir Brentons Tarrant, ástralska karlmannsins sem ber ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, um Ísland. Hann er talinn hafa komið hingað til lands árið 2017 18. mars 2019 17:31 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, birti í gær aftur myndband af árásinni í Cristchurch á Nýja-Sjálandi þar sem hvítur þjóðernissinni myrti 50 manns í tveimur moskum. Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. Erdogan gagnrýndi Nýja-Sjáland og Ástralíu einnig harðlega fyrir að hafa sent hermenn til Tyrklands í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann sagði það hafa verið gert vegna fordóma gegn íslam. Ríkin sendur hermenn til Gallipoli-skaga árið 1915 en innrásin misheppnaðist og kostaði hundruð þúsunda mannslífa. „Hvað höfðuð til að sækja hingað? Við áttum ekki í deilum við ykkur, af hverju komu þið alla leið hingað?“ hefur AP fréttaveitan eftir Erdogan. „Eina ástæðan er sú að við erum múslimar og þau eru kristin.“Erdogan gaf einnig í skyn að allir þeir sem kæmu til Tyrklands og sýndu andúð gegn múslimum yrðu sendur heim í líkkistum, „eins og afar þeirra“ voru í Gallipoli-innrásinni. Erdogan sagði einnig að ef yfirvöld Nýja-Sjálands myndu ekki refsa árásarmanninum harðlega myndu Tyrkiri sjá til þess að honum yrði refsað, samkvæmt Guardian.Kosningasamkoma Erdogan var í Canakkale í Tyrklandi þar sem margar orrustur fóru fram. Þann 25. apríl á hverju ári ferðast hundruð manna frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi til héraðsins til að minnast innrásarinnar og þeirra sem féllu. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, fordæmdi ummæli Erdogan og kallaði sendiherra Tyrklands í Ástralíu á teppið í nótt og krafðist þess að Erdogan drægi ummæli sín til baka. Þá hefur ríkisstjórn hans varað Ástrala við því að ferðast til Canakkale vegna afmælis innrásarinnar. Morrison sagði ummæli Erdogan vera móðgandi og glæfraleg.Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, hefur einnig komið mótmælum á framfæri við yfirvöld Tyrklands. Erdogan hefur notað myndbönd frá árásinni, sem árásarmaðurinn streymdi á Facebook í beinni útsendingu, á kosningasamkomum sínum í aðdraganda kosninga í lok mars. Erdogan hefur lengi verið sakaður um einræðistilburði í Tyrklandi og hefur hann meðal annars fangelsað þúsundir andstæðinga sinna og lokað fjölmiðlum sem eru ekki hliðhollir ríkisstjórn hans.
Ástralía Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tyrkland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40 Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar ferðir hryðjuverkamanns um Ísland Embætti ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að kortleggja ferðir Brentons Tarrant, ástralska karlmannsins sem ber ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, um Ísland. Hann er talinn hafa komið hingað til lands árið 2017 18. mars 2019 17:31 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36
Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40
Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar ferðir hryðjuverkamanns um Ísland Embætti ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að kortleggja ferðir Brentons Tarrant, ástralska karlmannsins sem ber ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, um Ísland. Hann er talinn hafa komið hingað til lands árið 2017 18. mars 2019 17:31
Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46
Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54