Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2019 12:21 Vilhjálmur Birgisson er formaður VFLA. Vísir/Vilhelm Formenn tveggja verkalýðsfélaga telja ólíklegt að það takist að semja í dag. Samningaviðræður eru þó sagðar ganga vel og að það gæti skýrst á næstu dögum hvort samningar gangi eftir. Fundur sex stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hófst nú í hádeginu. Deiluaðilar funduðu til klukkan sex í gær í húsakynnum sáttasemjara og hófst fundur á ný nú í hádeginu. Fulltrúar stéttarfélaganna hittust þó fyrr í morgun til að fara yfir stöðuna fyrir fundinn. Búist er við því að fundurinn dragist fram eftir kvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Hörður Guðbrandsson, formaður verkalýðsfélags Grindavíkur, að viðræðurnar hafi gengið vel síðustu daga. Þó sé ólíklegt að aðilum takist að semja í dag. „Þó að það gangi vel þá finnst mér það ótrúlegt en kannski kemur í ljós hvort að þetta gengur eða gengur ekki, þessar hugmyndir sem menn hafa verið að kasta á milli sín,“ segir Hörður. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tekur í sama streng. „Ég hef nú ekki trú á því að það verði samið í dag. Ég held að það sé nánast útilokað,“ segir Vilhjálmur.En ertu vongóður um að það náist að semja fyrir verkföllinn sem að öllu óbreyttu skella á í vikunni? „Ég get alls ekki svarað þeirri spurning. Þetta er viðkvæm staða sem menn eru núna með í höndunum og menn eru bara að velta öllum möguleikum fyrir en við gerum okkur grein fyrir okkar ábyrgð,“ segir Vilhjálmur. Hann telji að það muni skýrast á allra næstu dögum hvort samningar gangi eftir. Töluverð vinna sé þó eftir. „Núna eru menn bara að reyna leita allra leiða til að athuga hvort að hægt er að ná saman kjarasamningi eða ekki,“ segir Vilhjálmur en hvorki hann né Hörður geta sagt til um það á hverju viðræðurnar hafa strandað enda í fjölmiðlabanni hvað það varðar. Að öllu óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á vegum Eflingar í fyrramálið hjá strætóbílstjórum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða en þau munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Verkfallið verður á virkum dögum frá morgundeginum til og með 1. maí og verður þá daga enginn akstur frá klukkan sjö til níu á morgnanna og frá klukkan fjögur til sex seinni partinn. Þá hefjast þriggja daga verkföll á hótelum og hjá rútufyrirtækjum að öllu óbreyttu á miðnætti á þriðjudag. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Formenn tveggja verkalýðsfélaga telja ólíklegt að það takist að semja í dag. Samningaviðræður eru þó sagðar ganga vel og að það gæti skýrst á næstu dögum hvort samningar gangi eftir. Fundur sex stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hófst nú í hádeginu. Deiluaðilar funduðu til klukkan sex í gær í húsakynnum sáttasemjara og hófst fundur á ný nú í hádeginu. Fulltrúar stéttarfélaganna hittust þó fyrr í morgun til að fara yfir stöðuna fyrir fundinn. Búist er við því að fundurinn dragist fram eftir kvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Hörður Guðbrandsson, formaður verkalýðsfélags Grindavíkur, að viðræðurnar hafi gengið vel síðustu daga. Þó sé ólíklegt að aðilum takist að semja í dag. „Þó að það gangi vel þá finnst mér það ótrúlegt en kannski kemur í ljós hvort að þetta gengur eða gengur ekki, þessar hugmyndir sem menn hafa verið að kasta á milli sín,“ segir Hörður. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tekur í sama streng. „Ég hef nú ekki trú á því að það verði samið í dag. Ég held að það sé nánast útilokað,“ segir Vilhjálmur.En ertu vongóður um að það náist að semja fyrir verkföllinn sem að öllu óbreyttu skella á í vikunni? „Ég get alls ekki svarað þeirri spurning. Þetta er viðkvæm staða sem menn eru núna með í höndunum og menn eru bara að velta öllum möguleikum fyrir en við gerum okkur grein fyrir okkar ábyrgð,“ segir Vilhjálmur. Hann telji að það muni skýrast á allra næstu dögum hvort samningar gangi eftir. Töluverð vinna sé þó eftir. „Núna eru menn bara að reyna leita allra leiða til að athuga hvort að hægt er að ná saman kjarasamningi eða ekki,“ segir Vilhjálmur en hvorki hann né Hörður geta sagt til um það á hverju viðræðurnar hafa strandað enda í fjölmiðlabanni hvað það varðar. Að öllu óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á vegum Eflingar í fyrramálið hjá strætóbílstjórum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða en þau munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Verkfallið verður á virkum dögum frá morgundeginum til og með 1. maí og verður þá daga enginn akstur frá klukkan sjö til níu á morgnanna og frá klukkan fjögur til sex seinni partinn. Þá hefjast þriggja daga verkföll á hótelum og hjá rútufyrirtækjum að öllu óbreyttu á miðnætti á þriðjudag.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira