Körfubolti

LeBron James kominn í sumarfrí

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Óvenjuleg staða fyrir LeBron James sem hefur gert það að vana að fara djúpt inn í úrslitakeppnina
Óvenjuleg staða fyrir LeBron James sem hefur gert það að vana að fara djúpt inn í úrslitakeppnina Vísir/Getty
LeBron James hefur lokið keppni í NBA körfuboltanum þennan veturinn þrátt fyrir að lið hans, Los Angeles Lakers, eigi enn sex leiki eftir af deildarkeppninni en liðið er ekki á leið í úrslitakeppnina og er það í fyrsta skipti síðan árið 2005 sem þessi magnaði körfuboltamaður tekur ekki þátt í úrslitakeppninni. 

Lakers sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að James muni ekki taka þátt í síðustu leikjum liðsins þar sem hann muni frekar nýta tímann til að ná sér góðum af nárameiðslum sem hafa plagað kappann í vetur.

Aldrei hefur LeBron leikið jafn fáa leiki á einu tímabili síðan hann kom inn í deildina árið 2003 en hann spilaði 55 leiki með Lakers í vetur og skilaði 27,4 stigum að meðaltali í leik auk þess að vera með 8,5 fráköst og 8,3 stoðsendingar að meðaltali.

Lakers er í 11.sæti Vesturdeildarinnar en þetta er fyrsta tímabil liðsins með LeBron James innanborðs. Hann gerði fjögurra ára risasamning við félagið síðastliðið sumar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×