Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 30. mars 2019 21:25 Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst loka á fjárúthlutanir til þriggja Mið-Ameríkuríkja vegna fjölda flóttafólks. Getty/Chip Somodevilla Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var harðorður gagnvart ríkjunum þremur á föstudag, þar sem hann gagnrýndi þau fyrir að senda flóttafólk og hælisleitendur til Bandaríkjanna. Þó kemur fram í tilkynningunni að ákvörðunin yrði lögð fyrir þingið, enda þarf ákvörðunin um að ljúka fjárúthlutuninni þurfi að fá stuðning og samþykki löggjafarvaldsins. Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir New Jersey fylki og nefndarmeðlimur í Alþjóðasamskiptanefnd þingsins, segir fyrirskipun Trumps „Gáleysislega yfirlýsingu“ og hvatti Demókrata sem og Repúblikana að hafna fyrirskipuninni. Hann sagði í tilkynningu sinni að fjárhagsleg aðstoð Bandaríkjanna til þessara landa sé ekki góðgerðarstarfsemi heldur sé það góð leið til að auka öryggi Bandarískra ríkisborgara. Trump sagði á föstudag að þessi þrjú lönd hafi komið upp flóttamannahópum og sent til Bandaríkjanna en fjöldi hælisleitenda í Bandaríkjunum frá þessum þremur löndum hefur aukist mikið á síðustu misserum. „Við vorum að gefa þeim 500 milljónir dollara. Við vorum að borga þeim gríðarlega háar upphæðir og við gerum það ekki lengur vegna þess að þau hafa ekki gert neitt fyrir okkur,“ sagði Trump á föstudag. Auk þessara hótanna fleygði Trump því fram að hann myndi láta loka landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó í komandi viku ef Mexíkó gerði ekkert til að stöðva þann mikla straum flóttafólks sem sækir til Bandaríkjanna, en það myndi stöðva innkomu milljóna löglegra innflytjenda inn í landið og valda miklum skaða fjárhagslegum skaða fyrir viðskipti milli landanna. Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44 Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var harðorður gagnvart ríkjunum þremur á föstudag, þar sem hann gagnrýndi þau fyrir að senda flóttafólk og hælisleitendur til Bandaríkjanna. Þó kemur fram í tilkynningunni að ákvörðunin yrði lögð fyrir þingið, enda þarf ákvörðunin um að ljúka fjárúthlutuninni þurfi að fá stuðning og samþykki löggjafarvaldsins. Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir New Jersey fylki og nefndarmeðlimur í Alþjóðasamskiptanefnd þingsins, segir fyrirskipun Trumps „Gáleysislega yfirlýsingu“ og hvatti Demókrata sem og Repúblikana að hafna fyrirskipuninni. Hann sagði í tilkynningu sinni að fjárhagsleg aðstoð Bandaríkjanna til þessara landa sé ekki góðgerðarstarfsemi heldur sé það góð leið til að auka öryggi Bandarískra ríkisborgara. Trump sagði á föstudag að þessi þrjú lönd hafi komið upp flóttamannahópum og sent til Bandaríkjanna en fjöldi hælisleitenda í Bandaríkjunum frá þessum þremur löndum hefur aukist mikið á síðustu misserum. „Við vorum að gefa þeim 500 milljónir dollara. Við vorum að borga þeim gríðarlega háar upphæðir og við gerum það ekki lengur vegna þess að þau hafa ekki gert neitt fyrir okkur,“ sagði Trump á föstudag. Auk þessara hótanna fleygði Trump því fram að hann myndi láta loka landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó í komandi viku ef Mexíkó gerði ekkert til að stöðva þann mikla straum flóttafólks sem sækir til Bandaríkjanna, en það myndi stöðva innkomu milljóna löglegra innflytjenda inn í landið og valda miklum skaða fjárhagslegum skaða fyrir viðskipti milli landanna.
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44 Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44
Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31
Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04