Ár síðan vikuleg mótmæli hófust við landamæri Gasa og Ísrael Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 30. mars 2019 20:17 Þúsundir mótmælenda safnast saman við landamæri Gasa og Ísrael. Getty/Lior Mizrahi Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael, en mótmælin mörkuðu árs afmæli mótmælanna, en þau hófust þann 30. mars 2018. Mótmælendur brenndu dekk og köstuðu steinum, sem ísraelska varnarliðið, IDF, svaraði með kúlnaregni og táragasi. Tveir mótmælendur létu lífið samkvæmt palestínskum yfirvöldum, sem báðir voru 17 ára gamlir piltar, og sá þriðji lést í nótt, en tugir særðust. Mótmælendur krefjast þess að palestínskir flóttamenn geti snúið aftur til heimalands síns, sem nú er á valdi Ísraelsríkis. Að minnsta kosti 189 Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður hafa látið lífið í tengslum við mótmælin frá því í mars og þar til í desember 2018, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Rannsóknarnefnd á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hefur komist að því að af þeim 189 sem látist hafa hafi 35 verið börn, þrír merktir sjúkraliðar og tveir merktir fréttamenn. Ísraelska varnarliðið sagði að minnsta kosti 40.000 mótmælendur hafa safnast saman, en nokkur þúsund ísraelskra hermanna voru sendir að landamærunum. Mótmælin hafa verið studd af Hamas samtökunum sem nú fara með stjórn Gasa en þau hafa lýst því yfir að þau myndu reyna að halda mótmælendum í öruggri fjarlægð frá landamæramúrnum. Sáttasemjarar frá Sameinuðu þjóðunum og Egyptalandi hafa reynt að koma í veg fyrir að mótmælin stigmagnist en mótmælin voru eldheit vegna árása Ísraels á Gasa svæðið í liðinni viku, eftir að Palestínskar hersveitir skutu flaugum inn á landsvæði Ísrael. Fregnir hafa borist frá Palestínu um að Egypskir sáttasemjarar séu á góðri leið með að ná fram samkomulagi um vopnahlé á milli Palestínu og Ísrael. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Segir réttindi Palestínumanna hafa versnað á undanförnum árum Sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum segir Ísland hafa gengið fram með 6. október 2018 19:30 Varnarmálaráðherra Ísrael vill gera innrás á Gasa Avigdor Liberman segir hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár með því að veita Hamasliðum alvarlegt högg. 16. október 2018 10:54 Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32 Ísraelskar sprengjur féllu við almenningsgarð í Gaza Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gær. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014. 15. júlí 2018 08:06 Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael, en mótmælin mörkuðu árs afmæli mótmælanna, en þau hófust þann 30. mars 2018. Mótmælendur brenndu dekk og köstuðu steinum, sem ísraelska varnarliðið, IDF, svaraði með kúlnaregni og táragasi. Tveir mótmælendur létu lífið samkvæmt palestínskum yfirvöldum, sem báðir voru 17 ára gamlir piltar, og sá þriðji lést í nótt, en tugir særðust. Mótmælendur krefjast þess að palestínskir flóttamenn geti snúið aftur til heimalands síns, sem nú er á valdi Ísraelsríkis. Að minnsta kosti 189 Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður hafa látið lífið í tengslum við mótmælin frá því í mars og þar til í desember 2018, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Rannsóknarnefnd á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hefur komist að því að af þeim 189 sem látist hafa hafi 35 verið börn, þrír merktir sjúkraliðar og tveir merktir fréttamenn. Ísraelska varnarliðið sagði að minnsta kosti 40.000 mótmælendur hafa safnast saman, en nokkur þúsund ísraelskra hermanna voru sendir að landamærunum. Mótmælin hafa verið studd af Hamas samtökunum sem nú fara með stjórn Gasa en þau hafa lýst því yfir að þau myndu reyna að halda mótmælendum í öruggri fjarlægð frá landamæramúrnum. Sáttasemjarar frá Sameinuðu þjóðunum og Egyptalandi hafa reynt að koma í veg fyrir að mótmælin stigmagnist en mótmælin voru eldheit vegna árása Ísraels á Gasa svæðið í liðinni viku, eftir að Palestínskar hersveitir skutu flaugum inn á landsvæði Ísrael. Fregnir hafa borist frá Palestínu um að Egypskir sáttasemjarar séu á góðri leið með að ná fram samkomulagi um vopnahlé á milli Palestínu og Ísrael.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Segir réttindi Palestínumanna hafa versnað á undanförnum árum Sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum segir Ísland hafa gengið fram með 6. október 2018 19:30 Varnarmálaráðherra Ísrael vill gera innrás á Gasa Avigdor Liberman segir hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár með því að veita Hamasliðum alvarlegt högg. 16. október 2018 10:54 Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32 Ísraelskar sprengjur féllu við almenningsgarð í Gaza Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gær. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014. 15. júlí 2018 08:06 Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10
Segir réttindi Palestínumanna hafa versnað á undanförnum árum Sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum segir Ísland hafa gengið fram með 6. október 2018 19:30
Varnarmálaráðherra Ísrael vill gera innrás á Gasa Avigdor Liberman segir hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár með því að veita Hamasliðum alvarlegt högg. 16. október 2018 10:54
Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32
Ísraelskar sprengjur féllu við almenningsgarð í Gaza Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gær. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014. 15. júlí 2018 08:06
Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15