Meistararnir reiðir dómaranum eftir tap í framlengingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. mars 2019 09:30 Golden State Warriors tapaði í framlengingu fyrir Minnesota Timberwolves í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Liðsmenn Warriors voru dómurunum mjög reiðir í lok leiksins. Heimamenn í Timberwolves unnu leikinn með einu stigi, 131-130, og kom sigurstigið af vítalínunni þegar hálf sekúnda var eftir af leiknum. Kevin Durant braut á Karl-Anthony Towns og sendi hann á vítalínuna, Towns setti fyrra skotið ofan í en klikkaði á því seinna. Það var þó ekki sú villa sem truflaði Steve Kerr þjálfara mest. Þegar 4,4 sekúndur voru eftir greip Durant boltann, snéri sér í átt að körfunni og skaut þriggja stiga körfu sem hefði jafnað leikinn. Það var hins vegar brotið á honum og dómari leiksins sagði brotið hafa komið áður en Durant skaut og því fékk karfan ekki að standa né fékk Durant vítaskot. „Ég horfði á endursýningu af þessu. Hann greip boltann og skaut. Þetta er fjögurra stiga sókn. Ég skil þetta ekki. Ef það er brotið á þér þegar þú grípur og ferð í skot færðu körfu góða og vítaskot í hvaða deild sem er,“ sagði Kerr eftir leikinn. Í næstu sókn náði Stephen Curry að jafna með erfiðum þrist í 130-130, en eins og áður segir náði Towns að taka sigurinn fyrir Timberwolves. Golden State er enn á toppi vesturdeildarinnar og öruggt með sæti í úrslitakeppninni á meðan Minnesota á ekki möguleika á að komast þangað.the BEST OT PLAYS as the @Timberwolves top the @warriors in a thrilling finish at home! #AllEyesNorthpic.twitter.com/u4St8W2UXL — NBA (@NBA) March 30, 2019 Denver Nuggets náði hins vegar að jafna Golden State á toppnum með sigri á Oklahoma City Thunder í Oklahoma. Jamal Murray skoraði 27 stig og Nikola Jokic 23 fyrir Nuggets í 115-105 sigri. Sigur Nuggets var nokkuð öruggur en gestirnir voru með yfirhöndina nær allan tíman. Jerami Grant náði að jafna leikinn fyrir Oklahoma í þriðja leikhluta en Denver svaraði með 14-2 áhlaupi og leiddi með 11 stigum fyrir fjórða leikhlutann.Nikola Jokic (23 PTS, 16 REB) and @BeMore27 (27 PTS, 9 AST) combine for 50 to lead the @nuggets past OKC! #MileHighBasketballpic.twitter.com/SSIZZp1J2n — NBA (@NBA) March 30, 2019 Boston Celtics hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðustu vikur en náðu í mikilvægan sigur á Indiana Pacers í nótt, liði sem þeir gætu vel mætt í úrslitakeppninni. Kyrie Irving skoraði sigurkörfuna þegar sekúndubrot voru eftir af leiknum og tryggði Boston 114-112 sigur. Irving kláraði leikinn með 30 stig og fimm stoðsendingar en hann hefur farið í að minnsta kosti 30 stig í fimm af síðustu sex leikjum. Al Horford bætti við 19 stigum og Aron Baynes setti 13 stig og tók 13 fráköst. Eins og er eru þessi lið í 4. og 5. sæti austurdeildarinnar og myndu því mætast í 8-liða úrslitunum. Boston er 2-1 yfir í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur en þau eiga eftir að mætast einu sinni enn í deildarkeppninni.@KyrieIrving goes for 30 PTS and hits the game-winning lay-up in the @celtics home W! #CUsRisepic.twitter.com/KFsjuR2UMT — NBA (@NBA) March 30, 2019Úrslit næturinnar: Boston Celtics - Indiana Pacers 114-112 Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 98-118 Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors 131-130 Oklahoma City Thunder - Denver Nuggets 105-115 Utah Jazz - Washington Wizards 128-124 Los Angeles Lakers - Charlotte Hornets 129-115 NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira
Golden State Warriors tapaði í framlengingu fyrir Minnesota Timberwolves í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Liðsmenn Warriors voru dómurunum mjög reiðir í lok leiksins. Heimamenn í Timberwolves unnu leikinn með einu stigi, 131-130, og kom sigurstigið af vítalínunni þegar hálf sekúnda var eftir af leiknum. Kevin Durant braut á Karl-Anthony Towns og sendi hann á vítalínuna, Towns setti fyrra skotið ofan í en klikkaði á því seinna. Það var þó ekki sú villa sem truflaði Steve Kerr þjálfara mest. Þegar 4,4 sekúndur voru eftir greip Durant boltann, snéri sér í átt að körfunni og skaut þriggja stiga körfu sem hefði jafnað leikinn. Það var hins vegar brotið á honum og dómari leiksins sagði brotið hafa komið áður en Durant skaut og því fékk karfan ekki að standa né fékk Durant vítaskot. „Ég horfði á endursýningu af þessu. Hann greip boltann og skaut. Þetta er fjögurra stiga sókn. Ég skil þetta ekki. Ef það er brotið á þér þegar þú grípur og ferð í skot færðu körfu góða og vítaskot í hvaða deild sem er,“ sagði Kerr eftir leikinn. Í næstu sókn náði Stephen Curry að jafna með erfiðum þrist í 130-130, en eins og áður segir náði Towns að taka sigurinn fyrir Timberwolves. Golden State er enn á toppi vesturdeildarinnar og öruggt með sæti í úrslitakeppninni á meðan Minnesota á ekki möguleika á að komast þangað.the BEST OT PLAYS as the @Timberwolves top the @warriors in a thrilling finish at home! #AllEyesNorthpic.twitter.com/u4St8W2UXL — NBA (@NBA) March 30, 2019 Denver Nuggets náði hins vegar að jafna Golden State á toppnum með sigri á Oklahoma City Thunder í Oklahoma. Jamal Murray skoraði 27 stig og Nikola Jokic 23 fyrir Nuggets í 115-105 sigri. Sigur Nuggets var nokkuð öruggur en gestirnir voru með yfirhöndina nær allan tíman. Jerami Grant náði að jafna leikinn fyrir Oklahoma í þriðja leikhluta en Denver svaraði með 14-2 áhlaupi og leiddi með 11 stigum fyrir fjórða leikhlutann.Nikola Jokic (23 PTS, 16 REB) and @BeMore27 (27 PTS, 9 AST) combine for 50 to lead the @nuggets past OKC! #MileHighBasketballpic.twitter.com/SSIZZp1J2n — NBA (@NBA) March 30, 2019 Boston Celtics hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðustu vikur en náðu í mikilvægan sigur á Indiana Pacers í nótt, liði sem þeir gætu vel mætt í úrslitakeppninni. Kyrie Irving skoraði sigurkörfuna þegar sekúndubrot voru eftir af leiknum og tryggði Boston 114-112 sigur. Irving kláraði leikinn með 30 stig og fimm stoðsendingar en hann hefur farið í að minnsta kosti 30 stig í fimm af síðustu sex leikjum. Al Horford bætti við 19 stigum og Aron Baynes setti 13 stig og tók 13 fráköst. Eins og er eru þessi lið í 4. og 5. sæti austurdeildarinnar og myndu því mætast í 8-liða úrslitunum. Boston er 2-1 yfir í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur en þau eiga eftir að mætast einu sinni enn í deildarkeppninni.@KyrieIrving goes for 30 PTS and hits the game-winning lay-up in the @celtics home W! #CUsRisepic.twitter.com/KFsjuR2UMT — NBA (@NBA) March 30, 2019Úrslit næturinnar: Boston Celtics - Indiana Pacers 114-112 Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 98-118 Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors 131-130 Oklahoma City Thunder - Denver Nuggets 105-115 Utah Jazz - Washington Wizards 128-124 Los Angeles Lakers - Charlotte Hornets 129-115
NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira