Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. mars 2019 07:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, býst við því að framhaldið muni skýrast um helgina. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjudag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. „Við erum bara að vinna í þessu en það er svo sem ekkert hægt að segja til um hvernig það endar eða hvernig það gengur. Þetta er mál í vinnslu en við gerum okkar allra besta til að reyna að lenda þessu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðu kjaraviðræðna. Samtök atvinnulífsins (SA) og stéttarfélögin sex sem eru í samfloti hittust hjá ríkissáttasemjara í gær. Áfram ríkir trúnaður um innihald viðræðnanna en aðilar munu hittast aftur í dag og einnig er fyrirhugaður fundur á morgun. Þriggja sólarhringa verkfall félagsmanna VR og Eflingar á hótelum og hjá rútufyrirtækjum hefst að óbreyttu á þriðjudag. Það er því ljóst að mikið er undir um helgina. „Þetta tekur ekkert lengri tíma að komast að niðurstöðu um hvort við séum að landa þessu eða ekki. Við þurfum ekkert lengri tíma en helgina í það,“ segir Ragnar Þór. Hann segist jafnvel geta trúað því að mál fari að skýrast eitthvað í dag en upp á sunnudaginn sé að hlaupa. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins (SGS) funduðu einnig með SA í gær. Fundurinn sem var boðaður af ríkissáttasemjara stóð í tæpa klukkustund. „Það kom ekkert nýtt fram á þessum fundi,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS. Hann segist hafa hitt ýmsa félaga sína í stéttarfélögunum sex við kaffivélina hjá ríkissáttasemjara. „Vonandi gengur þeim sem allra, allra best.“ Drög að aðgerðaáætlun SGS verða rædd í trúnaðarráðum aðildarfélaganna um helgina. Flosi segir að í framhaldinu verði tekin afstaða til næstu skrefa. Næstkomandi mánudag rennur út gildistími fjölmargra kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir aðildarfélög sambandsins byrjuð að hitta viðsemjendur en viðræðurnar séu þó rétt að hefjast. Aðspurð segir hún að niðurstöður samninga á almennum vinnumarkaði muni hafa einhver áhrif á viðræður. „Viðsemjendur okkar eru í það minnsta að bíða eftir þeirri niðurstöðu en aðildarfélög BHM eru alveg tilbúin að hefja kjaraviðræður.“ VR kemur til móts við starfsmenn WOW Stjórn VR ætlar lána þeim félagsmönnum sem störfuðu hjá WOW fjárhæð sambærilega þeirri sem þeir fengju úr Ábyrgðasjóði launa vegna marsmánaðar. Ragnar Þór Ingólfsson segir að annars yrði þetta fólk launalaust nú um mánaðamótin. „Þetta er þröng staða sem fólk er sett í með mjög stuttum fyrirvara.“ VR fundaði í gær með þessu fólki og var þar farið yfir málin. Ragnar Þór hrósar starfsfólki VR sérstaklega fyrir að hafa unnið hratt og vel að þessu. „Ég held það fari nú margir aðeins léttari inn í helgina svona eins og hægt er miðað við aðstæður.“ Þá brýnir hann fyrir fjármálafyrirtækjum, leigusölum og innheimtufyrirtækjum að taka tillit til aðstæðna. „Það er mikilvægt að þessir aðilar vinni nú með fólki sem lendir í þessari stöðu en ekki á móti því.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira
Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjudag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. „Við erum bara að vinna í þessu en það er svo sem ekkert hægt að segja til um hvernig það endar eða hvernig það gengur. Þetta er mál í vinnslu en við gerum okkar allra besta til að reyna að lenda þessu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðu kjaraviðræðna. Samtök atvinnulífsins (SA) og stéttarfélögin sex sem eru í samfloti hittust hjá ríkissáttasemjara í gær. Áfram ríkir trúnaður um innihald viðræðnanna en aðilar munu hittast aftur í dag og einnig er fyrirhugaður fundur á morgun. Þriggja sólarhringa verkfall félagsmanna VR og Eflingar á hótelum og hjá rútufyrirtækjum hefst að óbreyttu á þriðjudag. Það er því ljóst að mikið er undir um helgina. „Þetta tekur ekkert lengri tíma að komast að niðurstöðu um hvort við séum að landa þessu eða ekki. Við þurfum ekkert lengri tíma en helgina í það,“ segir Ragnar Þór. Hann segist jafnvel geta trúað því að mál fari að skýrast eitthvað í dag en upp á sunnudaginn sé að hlaupa. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins (SGS) funduðu einnig með SA í gær. Fundurinn sem var boðaður af ríkissáttasemjara stóð í tæpa klukkustund. „Það kom ekkert nýtt fram á þessum fundi,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS. Hann segist hafa hitt ýmsa félaga sína í stéttarfélögunum sex við kaffivélina hjá ríkissáttasemjara. „Vonandi gengur þeim sem allra, allra best.“ Drög að aðgerðaáætlun SGS verða rædd í trúnaðarráðum aðildarfélaganna um helgina. Flosi segir að í framhaldinu verði tekin afstaða til næstu skrefa. Næstkomandi mánudag rennur út gildistími fjölmargra kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir aðildarfélög sambandsins byrjuð að hitta viðsemjendur en viðræðurnar séu þó rétt að hefjast. Aðspurð segir hún að niðurstöður samninga á almennum vinnumarkaði muni hafa einhver áhrif á viðræður. „Viðsemjendur okkar eru í það minnsta að bíða eftir þeirri niðurstöðu en aðildarfélög BHM eru alveg tilbúin að hefja kjaraviðræður.“ VR kemur til móts við starfsmenn WOW Stjórn VR ætlar lána þeim félagsmönnum sem störfuðu hjá WOW fjárhæð sambærilega þeirri sem þeir fengju úr Ábyrgðasjóði launa vegna marsmánaðar. Ragnar Þór Ingólfsson segir að annars yrði þetta fólk launalaust nú um mánaðamótin. „Þetta er þröng staða sem fólk er sett í með mjög stuttum fyrirvara.“ VR fundaði í gær með þessu fólki og var þar farið yfir málin. Ragnar Þór hrósar starfsfólki VR sérstaklega fyrir að hafa unnið hratt og vel að þessu. „Ég held það fari nú margir aðeins léttari inn í helgina svona eins og hægt er miðað við aðstæður.“ Þá brýnir hann fyrir fjármálafyrirtækjum, leigusölum og innheimtufyrirtækjum að taka tillit til aðstæðna. „Það er mikilvægt að þessir aðilar vinni nú með fólki sem lendir í þessari stöðu en ekki á móti því.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira