Kór Ingu Sæland til að létta andann á Alþingi Sveinn Arnarsson skrifar 30. mars 2019 07:45 Ef þú vilt vera liðsmaður þá getur þú líka bara hreyft varirnar með, segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um þingkórinn. Fréttablaðið/Ernir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir mikilvægt að þingmenn og starfsmenn Alþingis brosi saman og geri eitthvað skemmtilegt og er því að stofna þingkór. Undirtektirnar gríðarlega góðar. Lagleysi er engin fyrirstaða. „Það er bara mikill áhugi fyrir þessu enda hafa núna rétt tæplega þrjátíu manns skráð sig í kórinn. Því er alveg ljóst að við munum hefja störf fljótlega. Ég byrjaði í fyrrakvöld að óska eftir skráningum og því fer þetta bara frábærlega af stað,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, en hún hefur ákveðið að setja á laggirnar þingkór skipaðan þingmönnum og starfsmönnum þingsins. Inga er alvön söng. Hún tók þátt í X-Factor hér á landi og var fyrsti Íslandsmeistarinn í karókísöng en þann titil vann hún árið 1991. Nú hefur hún hins vegar ákveðið að stofna kór utan um þingstörfin til að létta lundina meðal starfsmanna þingsins og þingmanna. „Fyrir mér eru allir jafnir á þinginu og ég kem eins fram við alla, hvort sem þeir eru þingmenn, ráðherrar eða almennir starfsmenn þingsins. Því er öllum velkomið að taka þátt í þingkórnum og munum við syngja saman til að fá meiri gleði í lífið,“ segir Inga. „Ég hugsa þetta aðallega þannig að við hittumst og brosum saman, því eins og þú veist getur bros dimmu í dagsljós breytt.“ Margrét Pálmadóttir verður kórstjóri þingkórsins að sögn Ingu og að hennar mati gæti kórinn sungið á hátíðarsamkomum, eins og á 17. júní eða eitthvað slíkt. „Ég held líka að þetta geti búið til jákvæðan anda í þinginu. Einnig held ég alveg örugglega að þetta yrði þá fyrsti svona þingkórinn í heiminum,“ segir Inga. Bæði kyn hafa sóst eftir því að komast í þingkórinn. Sumir þingmenn hafi þó sagt að þeir væru laglausir. Inga telur það ekki vera aðalatriðið þegar kemur að þingkórnum. „Það skiptir mestu máli að vera með og ef þú vilt vera liðsmaður þá getur þú líka bara hreyft varirnar með. Fyrir mér er mikilvægast bara að hittast og hafa gaman saman.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Flokkur fólksins Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir mikilvægt að þingmenn og starfsmenn Alþingis brosi saman og geri eitthvað skemmtilegt og er því að stofna þingkór. Undirtektirnar gríðarlega góðar. Lagleysi er engin fyrirstaða. „Það er bara mikill áhugi fyrir þessu enda hafa núna rétt tæplega þrjátíu manns skráð sig í kórinn. Því er alveg ljóst að við munum hefja störf fljótlega. Ég byrjaði í fyrrakvöld að óska eftir skráningum og því fer þetta bara frábærlega af stað,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, en hún hefur ákveðið að setja á laggirnar þingkór skipaðan þingmönnum og starfsmönnum þingsins. Inga er alvön söng. Hún tók þátt í X-Factor hér á landi og var fyrsti Íslandsmeistarinn í karókísöng en þann titil vann hún árið 1991. Nú hefur hún hins vegar ákveðið að stofna kór utan um þingstörfin til að létta lundina meðal starfsmanna þingsins og þingmanna. „Fyrir mér eru allir jafnir á þinginu og ég kem eins fram við alla, hvort sem þeir eru þingmenn, ráðherrar eða almennir starfsmenn þingsins. Því er öllum velkomið að taka þátt í þingkórnum og munum við syngja saman til að fá meiri gleði í lífið,“ segir Inga. „Ég hugsa þetta aðallega þannig að við hittumst og brosum saman, því eins og þú veist getur bros dimmu í dagsljós breytt.“ Margrét Pálmadóttir verður kórstjóri þingkórsins að sögn Ingu og að hennar mati gæti kórinn sungið á hátíðarsamkomum, eins og á 17. júní eða eitthvað slíkt. „Ég held líka að þetta geti búið til jákvæðan anda í þinginu. Einnig held ég alveg örugglega að þetta yrði þá fyrsti svona þingkórinn í heiminum,“ segir Inga. Bæði kyn hafa sóst eftir því að komast í þingkórinn. Sumir þingmenn hafi þó sagt að þeir væru laglausir. Inga telur það ekki vera aðalatriðið þegar kemur að þingkórnum. „Það skiptir mestu máli að vera með og ef þú vilt vera liðsmaður þá getur þú líka bara hreyft varirnar með. Fyrir mér er mikilvægast bara að hittast og hafa gaman saman.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Flokkur fólksins Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira