Hætta við að draga laun af starfsfólki sínu vegna verkfalla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. apríl 2019 16:43 Reykjavík Natura er eitt af hótelum Icelandair Hotels. Forsvarsmenn hótelkeðjunnar hafa hætt við að draga laun frá starfsfólki sínu vegna verkfalla. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Icelandair Hotels hafa hætt við að draga laun af þeim starfsmönnum sem eru félagsmenn Eflingar og voru á frívakt á meðan á verkfallsaðgerðum stéttarfélagsins stóð þann 8. og 22. mars síðastliðinn.Vísir greindi frá því í gær að Icelandair Hotels hefði dregið laun af starfsfólki þó það hefði ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga.Mbl.is greinir frá því að Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, hefði komið þessari ákvörðun á framfæri við starfsfólk í tölvupósti í dag. Í tölvupóstinunm segist Magnea harma framgöngu forsvarsmanna Eflingar í fjölmiðlum. „Enda er hún í þversögn við yfirlýstar sáttaumleitanir þeirra við þau fyrirtæki sem verkfallið náði til,“ segir í tölvupósti til starfsfólks Icelandair Hotels. Magnea segir að forsvarsmenn Eflingar hefðu ekki leitað til sín til að leiðtrétta túlkun Icelandair Hotels á greiðslum félagsins til félagsmanna Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu í dag að Efling hefði gefið út ítarlegar skriflegar leiðbeiningar um rétt á greiðslum úr vinnudeilusjóðum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, skrifar á Facebook-síðu sinni við deilingu á frétt mbl.is að Icelandair Hotels hafi af örlæti sínu ákveðið að „aflétta hóprefsingum gegn starfsfólki fyrir að fara í löglega boðaðar verkfallsaðgerðir.“ Hann segir framgöngu forsvarsmanna Icelandair Hotels gott dæmi um mikilvægi þess að fá sektarákvæði í lög. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00 Skýringar Icelandair hotels „yfirklór“ og standist enga skoðun Stéttarfélagið Efling fordæmir harðlega ákvörðun Icelandair hotels að draga laun af starfsfólki vegna verkfalla sem það tók ekki þátt í. 9. apríl 2019 10:12 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Forsvarsmenn Icelandair Hotels hafa hætt við að draga laun af þeim starfsmönnum sem eru félagsmenn Eflingar og voru á frívakt á meðan á verkfallsaðgerðum stéttarfélagsins stóð þann 8. og 22. mars síðastliðinn.Vísir greindi frá því í gær að Icelandair Hotels hefði dregið laun af starfsfólki þó það hefði ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga.Mbl.is greinir frá því að Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, hefði komið þessari ákvörðun á framfæri við starfsfólk í tölvupósti í dag. Í tölvupóstinunm segist Magnea harma framgöngu forsvarsmanna Eflingar í fjölmiðlum. „Enda er hún í þversögn við yfirlýstar sáttaumleitanir þeirra við þau fyrirtæki sem verkfallið náði til,“ segir í tölvupósti til starfsfólks Icelandair Hotels. Magnea segir að forsvarsmenn Eflingar hefðu ekki leitað til sín til að leiðtrétta túlkun Icelandair Hotels á greiðslum félagsins til félagsmanna Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu í dag að Efling hefði gefið út ítarlegar skriflegar leiðbeiningar um rétt á greiðslum úr vinnudeilusjóðum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, skrifar á Facebook-síðu sinni við deilingu á frétt mbl.is að Icelandair Hotels hafi af örlæti sínu ákveðið að „aflétta hóprefsingum gegn starfsfólki fyrir að fara í löglega boðaðar verkfallsaðgerðir.“ Hann segir framgöngu forsvarsmanna Icelandair Hotels gott dæmi um mikilvægi þess að fá sektarákvæði í lög.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00 Skýringar Icelandair hotels „yfirklór“ og standist enga skoðun Stéttarfélagið Efling fordæmir harðlega ákvörðun Icelandair hotels að draga laun af starfsfólki vegna verkfalla sem það tók ekki þátt í. 9. apríl 2019 10:12 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00
Skýringar Icelandair hotels „yfirklór“ og standist enga skoðun Stéttarfélagið Efling fordæmir harðlega ákvörðun Icelandair hotels að draga laun af starfsfólki vegna verkfalla sem það tók ekki þátt í. 9. apríl 2019 10:12