Lífið

Ungir drengir gefa Hatara ekkert eftir með frá­bærum flutningi og sviðs­fram­komu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón, Sigurður og Leo gefa Hataramönnum ekkert eftir.
Jón, Sigurður og Leo gefa Hataramönnum ekkert eftir.
Eins og alþjóð veit kemur Hatari fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv í næsta mánuði og flytur hópurinn lagið Hatrið mun sigra.

Myndband af þremur ungum drengjum að flytja lagið hefur vakið athygli á YouTube og hefur verið horft á það yfir fjögur þúsund sinnum á miðlinum.

Um er að ræða þá Jón Kristinn Símonarson, nemi í 2. bekk í Grandaskóla, Sigurð Stein Símonarson og Leo Hilaj nemar í 1. bekk í sama skóla en Jón og Sigurður eru bræður.

Flutningurinn þeirra er virkilega góður og hafa menn greinilega æft atriðið vel en hreyfingar og raddbeiting drengjanna er til fyrirmyndar.

Hér að neðan má sjá myndbandið sem slegið hefur í gegn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×