KR-liðið vann titilinn sem KR má ekki vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 10:00 Óskar Örn Hauksson og Atli Sigurjónsson. Vísir/Bára KR hefur aldrei orðið Íslandsmeistari á sama sumri og liðið vann deildarbikarinn um vorið. Sigurinn á Skagamönnum á sunnudagskvöldið boðar því ekki gott. KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar eftir 2-1 sigur á ÍA í úrslitaleik mótsins í Laugardalnum. Þetta er í áttunda sinn sem KR vinnur deildabikar karla en sigur á þessu undirbúningsmóti hefur hingað til þýtt að liðið hefur ekki orðið Íslandsmeistari. KR-ingar urðu í öðru sæti á fyrsta árinu sem þeir unnu deildabikarinn en það var sumarið 1998 þegar liðið átti magnaða seinni umferð. Frá þeim tíma hefur besti árangur liðsins á deildarbikarmeistaraári verið 3. sætið sumarið 2016. Hin deildarbikarmeistaraárin hafa KR-ingar ekki endað í verðlaunasæti sem þýðir fjórða sætið eða neðar. Á fjórum af sjö tímabilum þar sem KR hefur unnið deildarmeistaratitilinn um vorið hafa orðið þjálfaraskipti á tímabilinu. Pétur Pétursson (2001), Magnús Gylfason (2005), Logi Ólafsson (2010) og Bjarni Guðjónsson (2006) unnu allir deildabikarinn um vorið en voru ekki þjálfarar liðsins þegar Íslandsmótið kláraðist um haustið. KR hefur unnið ellefu titla frá því að fyrsti deildarbikartitilinn kom í hús vorið 1998 en aðeins einn þeirra hefur komið á ári sem deildarbikarmeistaratitilinn vannst. Það var sumarið 2012 þegar KR varð bikarmeistari annað árið í röð en hafði unnið deildabikarinn um vorið. Fjórir af fimm bikarmeistaratitlinum og sex af sex Íslandsmeistaratitlinum hafa því komið í hús á sumri þar sem liðið vann ekki deildabikarinn á undirbúningstímabilinu. Hver er ástæðan? Ein líkleg kenning snýst um pressuna sem KR-ingar eru nú duglegir að setja á liðið sitt. Sigur í stærsta undirbúningsmótinu á í þeirra huga að þýða sigur á Íslandsmótinu. Með meiri væntingum hefur það reynst KR-ingum erfiðara að skila titlum í hús. Árin 1990 til 1998 var KR með frábær lið flest árin en enginn Íslandsmeistaratitill kom í hús. KR-ingar geta víst ekki skilað deildarmeistarabikarnum sem þeir unnu á sunnudagskvöldið og því er það eina í stöðunni er að storka örlögunum, yfirbuga hefðina og brjóta blað í sögu KR og deildarbikarmeistaratitla í sumar.Deildarmeistaratitlar KR-ingar og gengið í deildinni um sumarið 1998 - 2. sætiÍslandsmeistarar 1999 og 2000Bikarmeistari 1999 2001 - 7. sæti*Íslandsmeistarar 2002 og 2003 2005 - 6. sæti*Bikarmeistari 2008 2010 - 4. sæti*Íslandsmeistarar 2011Bikarmeistari 2011 2012 - 4. sæti og bikarmeistariÍslandsmeistarar 2013Bikarmeistari 2014 2016 - 3. sæti* 2017 - 4. sæti 2019 - ???* Þjálfaraskipti hjá KR á miðju tímabili Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
KR hefur aldrei orðið Íslandsmeistari á sama sumri og liðið vann deildarbikarinn um vorið. Sigurinn á Skagamönnum á sunnudagskvöldið boðar því ekki gott. KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar eftir 2-1 sigur á ÍA í úrslitaleik mótsins í Laugardalnum. Þetta er í áttunda sinn sem KR vinnur deildabikar karla en sigur á þessu undirbúningsmóti hefur hingað til þýtt að liðið hefur ekki orðið Íslandsmeistari. KR-ingar urðu í öðru sæti á fyrsta árinu sem þeir unnu deildabikarinn en það var sumarið 1998 þegar liðið átti magnaða seinni umferð. Frá þeim tíma hefur besti árangur liðsins á deildarbikarmeistaraári verið 3. sætið sumarið 2016. Hin deildarbikarmeistaraárin hafa KR-ingar ekki endað í verðlaunasæti sem þýðir fjórða sætið eða neðar. Á fjórum af sjö tímabilum þar sem KR hefur unnið deildarmeistaratitilinn um vorið hafa orðið þjálfaraskipti á tímabilinu. Pétur Pétursson (2001), Magnús Gylfason (2005), Logi Ólafsson (2010) og Bjarni Guðjónsson (2006) unnu allir deildabikarinn um vorið en voru ekki þjálfarar liðsins þegar Íslandsmótið kláraðist um haustið. KR hefur unnið ellefu titla frá því að fyrsti deildarbikartitilinn kom í hús vorið 1998 en aðeins einn þeirra hefur komið á ári sem deildarbikarmeistaratitilinn vannst. Það var sumarið 2012 þegar KR varð bikarmeistari annað árið í röð en hafði unnið deildabikarinn um vorið. Fjórir af fimm bikarmeistaratitlinum og sex af sex Íslandsmeistaratitlinum hafa því komið í hús á sumri þar sem liðið vann ekki deildabikarinn á undirbúningstímabilinu. Hver er ástæðan? Ein líkleg kenning snýst um pressuna sem KR-ingar eru nú duglegir að setja á liðið sitt. Sigur í stærsta undirbúningsmótinu á í þeirra huga að þýða sigur á Íslandsmótinu. Með meiri væntingum hefur það reynst KR-ingum erfiðara að skila titlum í hús. Árin 1990 til 1998 var KR með frábær lið flest árin en enginn Íslandsmeistaratitill kom í hús. KR-ingar geta víst ekki skilað deildarmeistarabikarnum sem þeir unnu á sunnudagskvöldið og því er það eina í stöðunni er að storka örlögunum, yfirbuga hefðina og brjóta blað í sögu KR og deildarbikarmeistaratitla í sumar.Deildarmeistaratitlar KR-ingar og gengið í deildinni um sumarið 1998 - 2. sætiÍslandsmeistarar 1999 og 2000Bikarmeistari 1999 2001 - 7. sæti*Íslandsmeistarar 2002 og 2003 2005 - 6. sæti*Bikarmeistari 2008 2010 - 4. sæti*Íslandsmeistarar 2011Bikarmeistari 2011 2012 - 4. sæti og bikarmeistariÍslandsmeistarar 2013Bikarmeistari 2014 2016 - 3. sæti* 2017 - 4. sæti 2019 - ???* Þjálfaraskipti hjá KR á miðju tímabili
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira