Borgin ánægð með árangurinn af mótvægisaðgerðum vegna svifryksmengunar Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2019 10:42 Mengunin nálgaðist heilsuverndarmörk við Grenssástöðina klukkan 10 í morgun. Vísir/Vilhelm Gildi svifryksmengunar í Reykjavík var lægri en við mátti búast miðað við veðurfarsaðstæður í morgun og eru starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar ánægðir með árangurinn. Vill heilbrigðisfulltrúi meina að ef ekki hefði verið brugðist við og farið í mótvægisaðgerðir þá hefði mengunin orðið mun meiri. Hægur vindur er í borginni og litlar líkur á úrkomu næstu daga. Reykjavíkurborg greip til þess ráðs að rykbinda flesta þjóðvegi og stofnbrautir í þéttbýli í nótt og er ætlunin að gera það aftur í nótt. Þá voru borgarbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og var frítt í strætó fyrir þá sem höfðu sótt strætó-appið. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs., segist fá skýrari mynd á það á morgun hvernig nýtingin var en þúsund nýir notendur höfðu bæst við appið í morgun. Ekki þurfti að vísa fólki frá vegna ásóknar. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að svifryksmengun hafi verið undir heilsuverndarmörkum í morgun. Staðan klukkan tíu í morgun var þó þannig að mengun nálgaðist heilsuverndarmörk við Grensásstöðina. Hún segist vera ánægð með mótvægisaðgerðir borgarinnar og árangur megi sjá af þeim. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði á Facebook-síðu sinni í morgun að hann hefði séð greinilega mósku á austurhimni þegar hann fór í Bláfjöll. Vildi Einar meina að svifryksmengunin eigi sér oft annan uppruna en frá umferð. Sagði hann að svifryksmengun hefði mælst við Njörvasund í Reykjavík klukkan 1 í nótt þar sem umferð var lítil. Var uppruni þess lofts austan Mýrdalssands og taldi Einar líkur á að uppruninn sé mór af Eldhrauni á Síðu. Svava segir að þetta gerist stundum, að loftstraumar til Reykjavíkur geti valdið hækkuðu svifryksgildum og þá sjáist það helst á stöðvum þar sem mengun er oftast ekki mikil. Oftast sé þó um svifryksmengun að ræða þar sem umferð þyrlar upp ryki. Heilbrigðismál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Gildi svifryksmengunar í Reykjavík var lægri en við mátti búast miðað við veðurfarsaðstæður í morgun og eru starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar ánægðir með árangurinn. Vill heilbrigðisfulltrúi meina að ef ekki hefði verið brugðist við og farið í mótvægisaðgerðir þá hefði mengunin orðið mun meiri. Hægur vindur er í borginni og litlar líkur á úrkomu næstu daga. Reykjavíkurborg greip til þess ráðs að rykbinda flesta þjóðvegi og stofnbrautir í þéttbýli í nótt og er ætlunin að gera það aftur í nótt. Þá voru borgarbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og var frítt í strætó fyrir þá sem höfðu sótt strætó-appið. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs., segist fá skýrari mynd á það á morgun hvernig nýtingin var en þúsund nýir notendur höfðu bæst við appið í morgun. Ekki þurfti að vísa fólki frá vegna ásóknar. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að svifryksmengun hafi verið undir heilsuverndarmörkum í morgun. Staðan klukkan tíu í morgun var þó þannig að mengun nálgaðist heilsuverndarmörk við Grensásstöðina. Hún segist vera ánægð með mótvægisaðgerðir borgarinnar og árangur megi sjá af þeim. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði á Facebook-síðu sinni í morgun að hann hefði séð greinilega mósku á austurhimni þegar hann fór í Bláfjöll. Vildi Einar meina að svifryksmengunin eigi sér oft annan uppruna en frá umferð. Sagði hann að svifryksmengun hefði mælst við Njörvasund í Reykjavík klukkan 1 í nótt þar sem umferð var lítil. Var uppruni þess lofts austan Mýrdalssands og taldi Einar líkur á að uppruninn sé mór af Eldhrauni á Síðu. Svava segir að þetta gerist stundum, að loftstraumar til Reykjavíkur geti valdið hækkuðu svifryksgildum og þá sjáist það helst á stöðvum þar sem mengun er oftast ekki mikil. Oftast sé þó um svifryksmengun að ræða þar sem umferð þyrlar upp ryki.
Heilbrigðismál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira