Komum á bráðadeild Landspítalans fækkar um tíu prósent Sveinn Arnarsson skrifar 8. apríl 2019 06:15 Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. vísir/anton brink Einstaklingum sem leita til bráðadeildar Landspítalans fækkaði um 10 prósent á síðasta ári og fleiri fara inn á heilsugæslu sem fyrsta stopp í heilbrigðiskerfinu. Þetta er mikilvægt svo hægt sé að forgangsraða fjármagni betur í heilbrigðisþjónustu. Þetta kom fram á fræðslufundi Landspítalans nýverið. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir samstarf við heilsugæsluna gott og þetta sé liður í því að þeir sem sæki þjónustu fái meðferð við hæfi. „Við höfum átt gott og mikið samstarf síðastliðið ár við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu og læknavaktina um upplýsingagjöf. Við sjáum í komutölum að það hefur leitt til þess að fleiri leita til heilsugæslunnar sem fyrsta stopps inn í heilbrigðisþjónustuna,“ segir Jón Magnús. „Þetta hefur gert það að verkum að við höfum haft möguleika og bolmagn til að taka við fleiri bráðveikum sjúklingum eftir að hjartagáttin lokaði.“ Síðustu misseri hefur oft verið rætt um mikið álag á bráðadeild LSH og hefur markvisst verið unnið að því innan spítalans að fækka komum minna veikra inn á bráðadeild og létta álagið á starfsmönnum. Einnig er kostnaðarsamara fyrir heilbrigðiskerfið að nýta sér þjónustu bráðadeildar en heilsugæslu svo dæmi sé tekið. „Því er þetta í rétta átt. Við sjáum í okkar gögnum fækkun í hópi minnst veikra einstaklinga en á sama tíma hefur orðið fjölgun í hópi mjög veikra og bráðveikra. Það þýðir að við höfum bolmagn til að sinna okkar bráðveiku sjúklingum,“ segir Jón Magnús. „Þetta þýðir meiri gæði og betri þjónustu fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda, bæði þá minna veiku sem fara til heilsugæslunnar sem og þá bráðveiku sem leita til okkar.“ Jón Magnús bendir einnig á að minna veikur einstaklingur fái betri og skilvirkari þjónustu á heilsugæslu þar sem þörfum hans er að einhverju leyti betur sinnt en á bráðadeild Landspítalans. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Einstaklingum sem leita til bráðadeildar Landspítalans fækkaði um 10 prósent á síðasta ári og fleiri fara inn á heilsugæslu sem fyrsta stopp í heilbrigðiskerfinu. Þetta er mikilvægt svo hægt sé að forgangsraða fjármagni betur í heilbrigðisþjónustu. Þetta kom fram á fræðslufundi Landspítalans nýverið. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir samstarf við heilsugæsluna gott og þetta sé liður í því að þeir sem sæki þjónustu fái meðferð við hæfi. „Við höfum átt gott og mikið samstarf síðastliðið ár við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu og læknavaktina um upplýsingagjöf. Við sjáum í komutölum að það hefur leitt til þess að fleiri leita til heilsugæslunnar sem fyrsta stopps inn í heilbrigðisþjónustuna,“ segir Jón Magnús. „Þetta hefur gert það að verkum að við höfum haft möguleika og bolmagn til að taka við fleiri bráðveikum sjúklingum eftir að hjartagáttin lokaði.“ Síðustu misseri hefur oft verið rætt um mikið álag á bráðadeild LSH og hefur markvisst verið unnið að því innan spítalans að fækka komum minna veikra inn á bráðadeild og létta álagið á starfsmönnum. Einnig er kostnaðarsamara fyrir heilbrigðiskerfið að nýta sér þjónustu bráðadeildar en heilsugæslu svo dæmi sé tekið. „Því er þetta í rétta átt. Við sjáum í okkar gögnum fækkun í hópi minnst veikra einstaklinga en á sama tíma hefur orðið fjölgun í hópi mjög veikra og bráðveikra. Það þýðir að við höfum bolmagn til að sinna okkar bráðveiku sjúklingum,“ segir Jón Magnús. „Þetta þýðir meiri gæði og betri þjónustu fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda, bæði þá minna veiku sem fara til heilsugæslunnar sem og þá bráðveiku sem leita til okkar.“ Jón Magnús bendir einnig á að minna veikur einstaklingur fái betri og skilvirkari þjónustu á heilsugæslu þar sem þörfum hans er að einhverju leyti betur sinnt en á bráðadeild Landspítalans.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira