Jóhannes Karl: Hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki að spila fótbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2019 22:07 „Svekkelsið er gríðarlega mikið. Það er ótrúlega sárt að hafa tapað þessum leik. Mér fannst við ekki eiga skilið að tapa eins og leikurinn þróaðist. En því miður endaði þetta svona,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, í samtali við Vísi eftir tapið fyrir KR, 2-1, í úrslitaleik Lengjubikars karla í kvöld. Jóhannesi Karli fannst lítið til spilamennsku KR í leiknum í kvöld koma. „KR skoraði úr þessu eina færi sem þeir fengu í seinni hálfleik. Við fórum inn í hálfleik með jafna stöðu og í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum. KR kom bara til að dæla löngum boltum fram. Við hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki einu sinni að spila fótbolta, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl. „Þeir spörkuðu boltanum nánast beint úr öftustu línu og fram; reyndu að negla honum upp í hornin. Þeir voru hræddir við okkur og við ætlum að taka það með okkur út úr þessum leik. Við gáfum boltann frá okkur á fáránlegum stað þegar þeir skoruðu annað markið sitt. Eftir það reyndi KR ekki að skora. Við erum nýliðar í þessari deild og við ætlum að taka sjálfstraust með okkur úr þessum leik. Ef KR eru hræddir við okkur sýnir það að við erum að gera eitthvað rétt.“ ÍA hefur leikið vel á undirbúningstímabilinu og Jóhannes Karl er sáttur með leikmannahópinn eins og hann er. „Hópurinn er í toppmálum eins og sást í dag og hefur sést á undirbúningstímabilinu. Menn eru hægt og rólega að komast í sitt besta form,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgvin tryggði KR Lengjubikarinn KR er Lengjubikarmeistari karla 2019. 7. apríl 2019 21:43 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
„Svekkelsið er gríðarlega mikið. Það er ótrúlega sárt að hafa tapað þessum leik. Mér fannst við ekki eiga skilið að tapa eins og leikurinn þróaðist. En því miður endaði þetta svona,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, í samtali við Vísi eftir tapið fyrir KR, 2-1, í úrslitaleik Lengjubikars karla í kvöld. Jóhannesi Karli fannst lítið til spilamennsku KR í leiknum í kvöld koma. „KR skoraði úr þessu eina færi sem þeir fengu í seinni hálfleik. Við fórum inn í hálfleik með jafna stöðu og í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum. KR kom bara til að dæla löngum boltum fram. Við hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki einu sinni að spila fótbolta, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl. „Þeir spörkuðu boltanum nánast beint úr öftustu línu og fram; reyndu að negla honum upp í hornin. Þeir voru hræddir við okkur og við ætlum að taka það með okkur út úr þessum leik. Við gáfum boltann frá okkur á fáránlegum stað þegar þeir skoruðu annað markið sitt. Eftir það reyndi KR ekki að skora. Við erum nýliðar í þessari deild og við ætlum að taka sjálfstraust með okkur úr þessum leik. Ef KR eru hræddir við okkur sýnir það að við erum að gera eitthvað rétt.“ ÍA hefur leikið vel á undirbúningstímabilinu og Jóhannes Karl er sáttur með leikmannahópinn eins og hann er. „Hópurinn er í toppmálum eins og sást í dag og hefur sést á undirbúningstímabilinu. Menn eru hægt og rólega að komast í sitt besta form,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgvin tryggði KR Lengjubikarinn KR er Lengjubikarmeistari karla 2019. 7. apríl 2019 21:43 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira