Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2019 23:30 Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er í forystu Líkúd flokksins. Getty/Amir Levy Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. AP greinir frá þessum fyrirætlunum forsætisráðherrans.Vesturbakkinn er meðal þeirra svæði hvar Palestínumenn hafa séð fyrir að stofna eigi sjálfstætt Palestínuríki. Auk Vesturbakkans er um að ræða Gaza og Austur-Jerúsalem.Samkvæmt tölum BBC búa um 2.5 milljónir Palestínumanna á Vesturbakkanum en um 400.000 Ísraelar búa í byggðum á Vesturbakkanum. Það eru þær byggðir sem Netanjahú vill innlima í Ísrael. Miklar deilur hafa verið um þessar byggðir sem eru samkvæmt alþjóðalögum ólöglegar, en Ísrael vill meina að svo sé ekki. Palestínumenn segja að byggðirnar komi í veg fyrir að hægt sé að mynda sjálfstæða Palestínu í framtíðinni en Ísraelar segja að Palestínumenn noti byggðirnar til að komast hjá friðarviðræðum. Ríki heimsins hafa mörg hver aðhyllt hina svökölluðu tveggja ríkja lausn. Bandaríkin hafa löngum séð um milligöngu í viðræðum ríkjanna um varanlega lausn á deilum þeirra. Ákvarðanir ríkisstjórnar Donald Trump um Jerúsalem og Gólanhæðir hafa þó haft neikvæð áhrif á samband milli ríkjanna þriggja. Stjórnmálaspekingar telja að þetta útspil Netanjahú sé til þess fallið að höfða til þjóðernissinnaðri hluta kjósenda sinna og vonar hann að þeir skili flokki hans, Líkúd, aftur inn í ríkisstjórn og tryggi Netanjahú sitt fimmta kjörtímabil. Skoðanakannanir hafa sýnt að mjótt er á munum milli Líkúd flokksins og Blá-Hvíta-flokki Benny Gantz. Þó er enn talið mun líklegra að Líkúd-flokkur Netanjahú muni eiga betri möguleika á að mynda ríkisstjórn. Ísrael Palestína Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. AP greinir frá þessum fyrirætlunum forsætisráðherrans.Vesturbakkinn er meðal þeirra svæði hvar Palestínumenn hafa séð fyrir að stofna eigi sjálfstætt Palestínuríki. Auk Vesturbakkans er um að ræða Gaza og Austur-Jerúsalem.Samkvæmt tölum BBC búa um 2.5 milljónir Palestínumanna á Vesturbakkanum en um 400.000 Ísraelar búa í byggðum á Vesturbakkanum. Það eru þær byggðir sem Netanjahú vill innlima í Ísrael. Miklar deilur hafa verið um þessar byggðir sem eru samkvæmt alþjóðalögum ólöglegar, en Ísrael vill meina að svo sé ekki. Palestínumenn segja að byggðirnar komi í veg fyrir að hægt sé að mynda sjálfstæða Palestínu í framtíðinni en Ísraelar segja að Palestínumenn noti byggðirnar til að komast hjá friðarviðræðum. Ríki heimsins hafa mörg hver aðhyllt hina svökölluðu tveggja ríkja lausn. Bandaríkin hafa löngum séð um milligöngu í viðræðum ríkjanna um varanlega lausn á deilum þeirra. Ákvarðanir ríkisstjórnar Donald Trump um Jerúsalem og Gólanhæðir hafa þó haft neikvæð áhrif á samband milli ríkjanna þriggja. Stjórnmálaspekingar telja að þetta útspil Netanjahú sé til þess fallið að höfða til þjóðernissinnaðri hluta kjósenda sinna og vonar hann að þeir skili flokki hans, Líkúd, aftur inn í ríkisstjórn og tryggi Netanjahú sitt fimmta kjörtímabil. Skoðanakannanir hafa sýnt að mjótt er á munum milli Líkúd flokksins og Blá-Hvíta-flokki Benny Gantz. Þó er enn talið mun líklegra að Líkúd-flokkur Netanjahú muni eiga betri möguleika á að mynda ríkisstjórn.
Ísrael Palestína Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira