Seinka barneignum og skipuleggja lífshlaupið Sighvatur Jónsson skrifar 6. apríl 2019 20:00 Hver kona á Íslandi hefur aldrei fætt færri börn en nú, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísir/Gvendur Konur á Íslandi eignast börn síðar á lífsleiðinni en áður. Nú er meðalaldur kvenna sem eignast sitt fyrsta barn rúmlega 28 ár. Markþjálfi segir að yngri kynslóðir skipuleggi lífshlaup sitt betur en foreldrar þeirra og seinki barneignum meðal annars vegna þess. Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar um barneignir minnkar frjósemi íslenskra kvenna, er þar átt við fjölda fæddra barna á ævi hverrar konu. Íslenskar konur hafa aldrei eignast færri börn en nú. Viðmiðið er 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjöldanum. Talan er komin niður í 1,7 börn. Aðalheiður Sigursveinsdóttir markþjálfi segir að fólk sem leitar til hennar velti fyri sér hvaða möguleika það hafi áður en það setji sér fasta ramma í lífinu. Fólk spyrji sig hvað það langi til að gera áður en það fari að bera meiri ábyrgð. Aðalheiður segir yngra fólk leggja meira upp úr því að skipuleggja æviskeiðið en forfeður og -mæður gerðu. „Núna hefur fólk miklu meira val um það hvaða stefnu það á að taka og hvenær það gerir hlutina. Fólk er miklu meira að hugsa um að fá upplifun og sækjast eftir því að fá lífsfyllingu. Það skiptir meira máli en að lifa upp í einhvern standard sem foreldrar eða samfélagið setur.“Fæðingartíðni á síðasta ári eftir aldri kvenna.Vísir/GvendurMeðalaldur mæðra hefur hækkað síðustu áratugi. Fram yfir 1980 var meðalaldur kvenna sem eignuðust sitt fyrsta barn um 22 ár en hefur hækkað upp í ríflega 28 ár.Fjöldi fæddra barna eftir hjúskaparstöðu móður.Vísir/GvendurÞá sýna tölur Hagstofunnar glögglega að fólk leggur minna upp úr því að gifta sig vegna barneigna en áður. Frá 1961 hefur hlutfall barna sem fæddust innan hjónabands lækkað úr 74% í tæp 30%. Hlutfall barna sem fæddust innan sambúðar hækkaði úr 13% í ríflega 56% á sama tímabili. „Það eru miklu fleiri sem eru ekki að miða við það að fara í samband til þess að eignast börn. Til dæmis samkynhneigðir og þeir sem vilja vera einir, þeir taka þessar ákvarðanir seinna,“ segir Aðalheiður Sigursveinsdóttir markþjálfi. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Konur á Íslandi eignast börn síðar á lífsleiðinni en áður. Nú er meðalaldur kvenna sem eignast sitt fyrsta barn rúmlega 28 ár. Markþjálfi segir að yngri kynslóðir skipuleggi lífshlaup sitt betur en foreldrar þeirra og seinki barneignum meðal annars vegna þess. Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar um barneignir minnkar frjósemi íslenskra kvenna, er þar átt við fjölda fæddra barna á ævi hverrar konu. Íslenskar konur hafa aldrei eignast færri börn en nú. Viðmiðið er 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjöldanum. Talan er komin niður í 1,7 börn. Aðalheiður Sigursveinsdóttir markþjálfi segir að fólk sem leitar til hennar velti fyri sér hvaða möguleika það hafi áður en það setji sér fasta ramma í lífinu. Fólk spyrji sig hvað það langi til að gera áður en það fari að bera meiri ábyrgð. Aðalheiður segir yngra fólk leggja meira upp úr því að skipuleggja æviskeiðið en forfeður og -mæður gerðu. „Núna hefur fólk miklu meira val um það hvaða stefnu það á að taka og hvenær það gerir hlutina. Fólk er miklu meira að hugsa um að fá upplifun og sækjast eftir því að fá lífsfyllingu. Það skiptir meira máli en að lifa upp í einhvern standard sem foreldrar eða samfélagið setur.“Fæðingartíðni á síðasta ári eftir aldri kvenna.Vísir/GvendurMeðalaldur mæðra hefur hækkað síðustu áratugi. Fram yfir 1980 var meðalaldur kvenna sem eignuðust sitt fyrsta barn um 22 ár en hefur hækkað upp í ríflega 28 ár.Fjöldi fæddra barna eftir hjúskaparstöðu móður.Vísir/GvendurÞá sýna tölur Hagstofunnar glögglega að fólk leggur minna upp úr því að gifta sig vegna barneigna en áður. Frá 1961 hefur hlutfall barna sem fæddust innan hjónabands lækkað úr 74% í tæp 30%. Hlutfall barna sem fæddust innan sambúðar hækkaði úr 13% í ríflega 56% á sama tímabili. „Það eru miklu fleiri sem eru ekki að miða við það að fara í samband til þess að eignast börn. Til dæmis samkynhneigðir og þeir sem vilja vera einir, þeir taka þessar ákvarðanir seinna,“ segir Aðalheiður Sigursveinsdóttir markþjálfi.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira