Skoða hvort ástæða sé til þess að kanna betur bakgrunn þeirra sem reka spilakassa Sighvatur Jónsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. apríl 2019 21:00 Einn af þeim stöðum þar sem spila má í spilakassa er við Lækjartorg. vísir/egill Hörður Helgi Helgason, lögmaður Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ), segir að í ljósi hækkaðs áhættumats ríkislögreglustjóra varðandi það að peningaþvætti sé stundað í gegnum spilakassa muni happdrættið taka það til skoðunar hvort ástæða sé til að kanna betur bakgrunn þeirra sem reka spilakassana. Lögreglu grunar að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur mikla ógn vera vegna peningaþvættis hér á landi, samkvæmt nýju áhættumati. Eitt af því sem kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um peningaþvætti er að eigendur kassanna, sem á Íslandi eru bara tvö fyrirtæki, Íslandsspil og Happdrætti Háskóla Íslands, geri enga kröfu um gott orðspor, eins og það er orðað, þeirra sem reka kassana. Spurður út í það hvort fylgjast þurfi betur með þeim aðilum sem reka kassana segir Hörður að síðastliðin tvö ár hafi HHÍ byggt á áhættumati sem kom frá Evrópusambandinu. „Þar var þessi hætta metin meðalhá, í öðru stigi af fjórum. Á þeim grundvelli þá hefur ekki verið gripið til þess að skoða bakgrunn eða krefjast gagna um þessa rekstraraðila. En á grundvelli þessa hækkaða mats RLS þá mun happdrættið að sjálfsögðu taka til skoðunar hvort ástæða sé til þess að grípa meira inn í og skoða sterkar bakgrunn þeirra sem reka þessa staði,“ segir Hörður. Þá segir hann tiltölulega auðvelt að stemma stigu við því magni af fé sem hægt sé að flytja í gegnum spilakassana. Í kjölfar áhættumats ESB árið 2017 hafi HHÍ strax gripið til þeirra aðgerða að lækka mögulega fjárhæð sem getur verið til spils hverju sinni. „Sem veldur því að það verður mjög fyrirhafnarmikið að velta háum fjárhæðum í gegnum þessa pípu,“ segir Hörður. Fjárhættuspil Ísland á gráum lista FATF Lögreglumál Tengdar fréttir Gruna að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis Embætti ríkislögreglustjóra segir skattsvik vera alvarlegt og umfangsmikið vandamál hér á landi. Þar að auki sé mikil ógn af skattsvikum í tengslum við fjárþvætti hér á landi. Sömuleiðis er veruleg hætta á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé og leikur grunur á að það sé ítrekað gert. 5. apríl 2019 15:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Hörður Helgi Helgason, lögmaður Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ), segir að í ljósi hækkaðs áhættumats ríkislögreglustjóra varðandi það að peningaþvætti sé stundað í gegnum spilakassa muni happdrættið taka það til skoðunar hvort ástæða sé til að kanna betur bakgrunn þeirra sem reka spilakassana. Lögreglu grunar að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur mikla ógn vera vegna peningaþvættis hér á landi, samkvæmt nýju áhættumati. Eitt af því sem kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um peningaþvætti er að eigendur kassanna, sem á Íslandi eru bara tvö fyrirtæki, Íslandsspil og Happdrætti Háskóla Íslands, geri enga kröfu um gott orðspor, eins og það er orðað, þeirra sem reka kassana. Spurður út í það hvort fylgjast þurfi betur með þeim aðilum sem reka kassana segir Hörður að síðastliðin tvö ár hafi HHÍ byggt á áhættumati sem kom frá Evrópusambandinu. „Þar var þessi hætta metin meðalhá, í öðru stigi af fjórum. Á þeim grundvelli þá hefur ekki verið gripið til þess að skoða bakgrunn eða krefjast gagna um þessa rekstraraðila. En á grundvelli þessa hækkaða mats RLS þá mun happdrættið að sjálfsögðu taka til skoðunar hvort ástæða sé til þess að grípa meira inn í og skoða sterkar bakgrunn þeirra sem reka þessa staði,“ segir Hörður. Þá segir hann tiltölulega auðvelt að stemma stigu við því magni af fé sem hægt sé að flytja í gegnum spilakassana. Í kjölfar áhættumats ESB árið 2017 hafi HHÍ strax gripið til þeirra aðgerða að lækka mögulega fjárhæð sem getur verið til spils hverju sinni. „Sem veldur því að það verður mjög fyrirhafnarmikið að velta háum fjárhæðum í gegnum þessa pípu,“ segir Hörður.
Fjárhættuspil Ísland á gráum lista FATF Lögreglumál Tengdar fréttir Gruna að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis Embætti ríkislögreglustjóra segir skattsvik vera alvarlegt og umfangsmikið vandamál hér á landi. Þar að auki sé mikil ógn af skattsvikum í tengslum við fjárþvætti hér á landi. Sömuleiðis er veruleg hætta á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé og leikur grunur á að það sé ítrekað gert. 5. apríl 2019 15:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Gruna að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis Embætti ríkislögreglustjóra segir skattsvik vera alvarlegt og umfangsmikið vandamál hér á landi. Þar að auki sé mikil ógn af skattsvikum í tengslum við fjárþvætti hér á landi. Sömuleiðis er veruleg hætta á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé og leikur grunur á að það sé ítrekað gert. 5. apríl 2019 15:00