Vörpuðu sprengju á smástirni Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2019 11:51 Tilraunum þessum er ætlað að varpa ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni og veita vísindamönnum aukinn skilning á uppruna sólkerfisins. Vísir/JAXA Japanskir geimvísindavísindamenn notuðu geimfarið Hayabusa 2 til að varpa sprengju á smástirnið Ryugu. Áður hafði geimfarið „skotið“ smástirnið en tilraunum þessum er ætlað að varpa ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni og veita vísindamönnum aukinn skilning á uppruna sólkerfisins. Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn. Koparplötu, sem var hlaðin sprengiefni, var skotið frá Hayabusa 2 og að yfirborði Ryugu og átti þannig að mynda gíg á smástirninu. Með því að skoða upptökur af sprengingunni vonast vísindamenn til þess að sjá nákvæmlega úr hverju smástirnið myndaðist. Einnig er vonast til þess að hægt verði að ná sýnum úr gígnum sem hafa ekki orðið fyrir mikilli geislun á þeim milljörðum ára sem Ryugu hefur flotið um geiminn. Sjá einnig: Japanskt geimfar skaut smástirni Vitað er að geimfarið er í heilu lagi eftir að hafa varpað sprengjunni en ekki liggur fyrir hvort almennilegur gígur myndaðist. At 16:04:49 JST we sent the command “Goodnight” to DCAM3. Images taken with the deployable camera will be a treasure that will open up new science in the future. To the brave little camera that exceed expectations and worked hard for 4 hours — thank you. (From IES兄) pic.twitter.com/1FBqncPrup — HAYABUSA2@JAXA (@haya2e_jaxa) April 5, 2019 Hayabusa2 hefur verið á braut um Ryugu frá því í júní í fyrra en því var skotið á loft í byrjun desember 2014. Starfsmenn Geimvísindastofnunar Japan, JAXA, áætla að koma geimfarinu aftur til jarðarinnar á næsta ári. Það mun verja næstu mánuðum á braut um Ryugu og safna frekari upplýsingum um smástirnið. Þegar Hayabusa 2 kemst aftur til jarðarinnar mun það varpa því grjóti og ryki sem það hefur safnað til jarðar í sérstakri hvelfingu sem er útbúin fallhlíf. Geimurinn Japan Tækni Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Japanskir geimvísindavísindamenn notuðu geimfarið Hayabusa 2 til að varpa sprengju á smástirnið Ryugu. Áður hafði geimfarið „skotið“ smástirnið en tilraunum þessum er ætlað að varpa ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni og veita vísindamönnum aukinn skilning á uppruna sólkerfisins. Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn. Koparplötu, sem var hlaðin sprengiefni, var skotið frá Hayabusa 2 og að yfirborði Ryugu og átti þannig að mynda gíg á smástirninu. Með því að skoða upptökur af sprengingunni vonast vísindamenn til þess að sjá nákvæmlega úr hverju smástirnið myndaðist. Einnig er vonast til þess að hægt verði að ná sýnum úr gígnum sem hafa ekki orðið fyrir mikilli geislun á þeim milljörðum ára sem Ryugu hefur flotið um geiminn. Sjá einnig: Japanskt geimfar skaut smástirni Vitað er að geimfarið er í heilu lagi eftir að hafa varpað sprengjunni en ekki liggur fyrir hvort almennilegur gígur myndaðist. At 16:04:49 JST we sent the command “Goodnight” to DCAM3. Images taken with the deployable camera will be a treasure that will open up new science in the future. To the brave little camera that exceed expectations and worked hard for 4 hours — thank you. (From IES兄) pic.twitter.com/1FBqncPrup — HAYABUSA2@JAXA (@haya2e_jaxa) April 5, 2019 Hayabusa2 hefur verið á braut um Ryugu frá því í júní í fyrra en því var skotið á loft í byrjun desember 2014. Starfsmenn Geimvísindastofnunar Japan, JAXA, áætla að koma geimfarinu aftur til jarðarinnar á næsta ári. Það mun verja næstu mánuðum á braut um Ryugu og safna frekari upplýsingum um smástirnið. Þegar Hayabusa 2 kemst aftur til jarðarinnar mun það varpa því grjóti og ryki sem það hefur safnað til jarðar í sérstakri hvelfingu sem er útbúin fallhlíf.
Geimurinn Japan Tækni Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira