Svívirða María Bjarnadóttir skrifar 5. apríl 2019 07:00 Enginn telst hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar.“ Þessi grein í kosningalögum lætur lítið yfir sér en hefur verið áhrifavaldur í íslenskum stjórnmálum; stýrt örlögum ríkisstjórna og valdið fjöldamótmælum. Það sem er svívirðilegt í huga eins er yfirsjón í huga annars. Inntak gildismats er ekki alltaf einhlítt, sérstaklega í svona lýðræðissamfélögum sem þróast. Afstaða til vændis er dæmi um þetta. Mörgum finnst það svívirðilegt brot, öðrum ekki. Lögin virðast hallast að hinu síðara. Refsinæmi vændiskaupa felur til dæmis ekki í sér flekkun mannorðs í skilningi laga um lögmenn. Það er því ekkert í lögum sem kemur í veg fyrir að lögmaður geti keypt vændi af manneskju, hlotið fyrir það dóm (sem yrði auðvitað aldrei birtur á vefnum því það eru svo viðkvæmar upplýsingar) og væri svo kallaður til sem réttargæslumaður eða skipaður verjandi fyrir viðkomandi síðar. Svipað á við um lögreglufólk. Almennt gerum við kröfu um að lögreglumenn sem gegna lykilhlutverki við að framfylgja refsilögum séu ekki að fremja refsiverða háttsemi, jafnvel þó það sé frívakt. En þegar íslenskur lögreglumaður varð uppvís að því að kaupa vændi nýlega var vægasta úrræði beitt við úrlausn málsins. Samkvæmt fréttum lét hann svo af störfum að eigin ósk, en var ekki sagt upp. Ég þekki auðvitað ekki til atvika málsins, en ég er alveg viss um að það kaupir enginn vændi óvart. Það eru mistök annars eðlis en að rekast í takka og kveikja óvart á kjarnorkuofninum eins og Hómer Simpson lenti í á vinnutíma. Hann var reyndar ekki rekinn heldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Enginn telst hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar.“ Þessi grein í kosningalögum lætur lítið yfir sér en hefur verið áhrifavaldur í íslenskum stjórnmálum; stýrt örlögum ríkisstjórna og valdið fjöldamótmælum. Það sem er svívirðilegt í huga eins er yfirsjón í huga annars. Inntak gildismats er ekki alltaf einhlítt, sérstaklega í svona lýðræðissamfélögum sem þróast. Afstaða til vændis er dæmi um þetta. Mörgum finnst það svívirðilegt brot, öðrum ekki. Lögin virðast hallast að hinu síðara. Refsinæmi vændiskaupa felur til dæmis ekki í sér flekkun mannorðs í skilningi laga um lögmenn. Það er því ekkert í lögum sem kemur í veg fyrir að lögmaður geti keypt vændi af manneskju, hlotið fyrir það dóm (sem yrði auðvitað aldrei birtur á vefnum því það eru svo viðkvæmar upplýsingar) og væri svo kallaður til sem réttargæslumaður eða skipaður verjandi fyrir viðkomandi síðar. Svipað á við um lögreglufólk. Almennt gerum við kröfu um að lögreglumenn sem gegna lykilhlutverki við að framfylgja refsilögum séu ekki að fremja refsiverða háttsemi, jafnvel þó það sé frívakt. En þegar íslenskur lögreglumaður varð uppvís að því að kaupa vændi nýlega var vægasta úrræði beitt við úrlausn málsins. Samkvæmt fréttum lét hann svo af störfum að eigin ósk, en var ekki sagt upp. Ég þekki auðvitað ekki til atvika málsins, en ég er alveg viss um að það kaupir enginn vændi óvart. Það eru mistök annars eðlis en að rekast í takka og kveikja óvart á kjarnorkuofninum eins og Hómer Simpson lenti í á vinnutíma. Hann var reyndar ekki rekinn heldur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar