Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 12:57 Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. BSRB Nýundirritaðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum slá tóninn fyrir það sem koma skal í samningum hjá hinu opinbera. Formaður BSRB segir þau gera svipaðar kröfur um launahækkanir og gengu í gegn á almenna markaðnum. Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. Eins og kunnugt er voru róttækar breytingar í gerð samninga að þessu sinni milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins annars vegar og Félags verslunarmanna hins vegar. Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir nýju kjarasamningana fela í sér bætt lífskjör fyrir fólkið í landinu. Þetta séu stór tímamót á vinnumarkaði. Samningaviðræður séu hafnar hjá þeim og nú muni þunginn aukast og horft til samninga á almenna vinnumarkaðnum. „Þetta rýmar mjög við stefnu BSRB. Megin áherslurnar okkar, hjá aðildarfélögunum, eru að tryggja það að þeir sem hafa minnst á milli handanna geti lifað á laununum sínum og styttingu vinnuvikunnar,“ segir hún. Getur opinberi markaðurinn farið í svipaðar launahækkanir? „Það verður auðvitað aldrei þannig að samið er um lægri laun á opinberum vinnumarkaði en almennum. Þannig að við gerum fastlega ráð fyrir því já,“ segir hún um kröfur sinna aðildarfélaga.Leiðin er bein og greið gæti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að segja fundargestum í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi þar sem Lífskjarasamningur 2019-2022 var kynntur.Vísir/VilhelmSamningar um launaliðinn slá tóninn Hún segir nokkra samningafundi hafa átt sér stað, en nú séu komnar forsendur til að setja aukna hörku í að samningar náist. „Það hefur hins vegar verið lögðáhersla á að klára þetta hratt og vel og að samningur taki við af samningi. Það tókst ekki íþetta sinn en núna verður lagður aukinn þungi í viðræðurnar.“ Hún segir það auðvitað slá tóninn hvernig launaliðurinn er í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Það hefur áhrif á viðræðurnar hjá okkur,“ segir hún. Í yfirlýsingu sem BSRB sendi frá sér upp úr hádegi segir að bandalagið hafi tekið þátt í umræðu við stjórnvöld upp á síðkastið. Í þeim samningum sem undirritaðir voru í gær sé bersýnlegt að tekið hafi verið tillit til áherslna BSRB. „Við fögnum því auðvitað að tekið sé tillit til þeirra sjónarmiða sem BSRB hefur haldið á lofti í samtalinu við stjórnvöld vegna kjarasamninga á almenna markaðinum. Það er þó alveg skýrt í okkar huga að samtalið verður að halda áfram samhliða okkar kjarasamningsgerð,“ segir Sonja. Þar kemur einnig fram að það sé fagnaðarefni að fæðingarorlofið verði lengt úr 9 mánuðum í 12 eins og BSRB hafi barist fyrir árum saman. Einnig að framlög til að stuðla að uppbyggingu íbúðafélaga líkt og Bjargs, íbúðafélags ASÍ og BSRB, verði aukin og unnið verði út frá tillögum átakshóps um húsnæðismál. Húsnæðismál Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Nýundirritaðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum slá tóninn fyrir það sem koma skal í samningum hjá hinu opinbera. Formaður BSRB segir þau gera svipaðar kröfur um launahækkanir og gengu í gegn á almenna markaðnum. Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. Eins og kunnugt er voru róttækar breytingar í gerð samninga að þessu sinni milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins annars vegar og Félags verslunarmanna hins vegar. Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir nýju kjarasamningana fela í sér bætt lífskjör fyrir fólkið í landinu. Þetta séu stór tímamót á vinnumarkaði. Samningaviðræður séu hafnar hjá þeim og nú muni þunginn aukast og horft til samninga á almenna vinnumarkaðnum. „Þetta rýmar mjög við stefnu BSRB. Megin áherslurnar okkar, hjá aðildarfélögunum, eru að tryggja það að þeir sem hafa minnst á milli handanna geti lifað á laununum sínum og styttingu vinnuvikunnar,“ segir hún. Getur opinberi markaðurinn farið í svipaðar launahækkanir? „Það verður auðvitað aldrei þannig að samið er um lægri laun á opinberum vinnumarkaði en almennum. Þannig að við gerum fastlega ráð fyrir því já,“ segir hún um kröfur sinna aðildarfélaga.Leiðin er bein og greið gæti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að segja fundargestum í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi þar sem Lífskjarasamningur 2019-2022 var kynntur.Vísir/VilhelmSamningar um launaliðinn slá tóninn Hún segir nokkra samningafundi hafa átt sér stað, en nú séu komnar forsendur til að setja aukna hörku í að samningar náist. „Það hefur hins vegar verið lögðáhersla á að klára þetta hratt og vel og að samningur taki við af samningi. Það tókst ekki íþetta sinn en núna verður lagður aukinn þungi í viðræðurnar.“ Hún segir það auðvitað slá tóninn hvernig launaliðurinn er í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Það hefur áhrif á viðræðurnar hjá okkur,“ segir hún. Í yfirlýsingu sem BSRB sendi frá sér upp úr hádegi segir að bandalagið hafi tekið þátt í umræðu við stjórnvöld upp á síðkastið. Í þeim samningum sem undirritaðir voru í gær sé bersýnlegt að tekið hafi verið tillit til áherslna BSRB. „Við fögnum því auðvitað að tekið sé tillit til þeirra sjónarmiða sem BSRB hefur haldið á lofti í samtalinu við stjórnvöld vegna kjarasamninga á almenna markaðinum. Það er þó alveg skýrt í okkar huga að samtalið verður að halda áfram samhliða okkar kjarasamningsgerð,“ segir Sonja. Þar kemur einnig fram að það sé fagnaðarefni að fæðingarorlofið verði lengt úr 9 mánuðum í 12 eins og BSRB hafi barist fyrir árum saman. Einnig að framlög til að stuðla að uppbyggingu íbúðafélaga líkt og Bjargs, íbúðafélags ASÍ og BSRB, verði aukin og unnið verði út frá tillögum átakshóps um húsnæðismál.
Húsnæðismál Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira