Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. apríl 2019 08:45 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra kynnir hér verðtryggingaráætlun ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. Með því verði betra að búa á Íslandi en áður fyrr. Þetta kom fram í máli ráðherra í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í gærkvöldi, eftir langa bið, voru aðgerðir ríkisstjórnarinnar til afnáms verðtryggingarinnar kynntar í Ráðherrabústaðnum í kjölfar undirritunar kjarasamninga í húsakynnum ríkissáttasemjara. Með aðgerðum stjórnvalda verður óheimilt frá og með ársbyrjun árið 2020 að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. Sigurður Ingi sagði þessar aðgerðir klárlega fyrstu skref í átt að því að afnema verðtrygginguna alveg. „Algjörlega, klárlega. Þetta eru það stór skref að það er mikill stuðningur við að fara að taka lán óverðtryggt. Ég hef þá sýn að innan tíu ára verði mjög fáir búnir að taka verðtryggð lán og þá verður náttúrulega markaðurinn gjörbreyttur á þessu sviði,“ sagði Sigurður Ingi. „Ef við höldum áfram á þessari braut þá verður verðbólgan ekki vandamálið og þá verða þessi óverðtryggðu lán líka betri fyrir okkur heldur en hitt og við förum að eignast stærri hluta í húsunum okkar líkt og annars staðar. Þannig að, svarið er kannski bara já! Það verður betra að búa á Íslandi á næstunni heldur en hér áður fyrr.“ Út spurðist um aðgerðir ríkisstjórnarinnar strax í gær, áður en kjarasamningar voru undirritaðir og Lífskjarasamningurinn svokallaði kynntur. Gylfi Magnússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, er á meðal þeirra sem gagnrýndu tillögur stjórnvalda um verðtrygginguna harðlega. „Veit ekki hvort það er rétt en það er erfitt að sjá einhvern ávinning fyrir nokkurn mann af því, sérstaklega ekki ungt fólk sem er að kaupa sitt fyrsta húsnæði,“ sagði Gylfi m.a. um væntanlegt afnám verðtryggingarinnar í pistli sem hann birti í gær. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27 Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. Með því verði betra að búa á Íslandi en áður fyrr. Þetta kom fram í máli ráðherra í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í gærkvöldi, eftir langa bið, voru aðgerðir ríkisstjórnarinnar til afnáms verðtryggingarinnar kynntar í Ráðherrabústaðnum í kjölfar undirritunar kjarasamninga í húsakynnum ríkissáttasemjara. Með aðgerðum stjórnvalda verður óheimilt frá og með ársbyrjun árið 2020 að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. Sigurður Ingi sagði þessar aðgerðir klárlega fyrstu skref í átt að því að afnema verðtrygginguna alveg. „Algjörlega, klárlega. Þetta eru það stór skref að það er mikill stuðningur við að fara að taka lán óverðtryggt. Ég hef þá sýn að innan tíu ára verði mjög fáir búnir að taka verðtryggð lán og þá verður náttúrulega markaðurinn gjörbreyttur á þessu sviði,“ sagði Sigurður Ingi. „Ef við höldum áfram á þessari braut þá verður verðbólgan ekki vandamálið og þá verða þessi óverðtryggðu lán líka betri fyrir okkur heldur en hitt og við förum að eignast stærri hluta í húsunum okkar líkt og annars staðar. Þannig að, svarið er kannski bara já! Það verður betra að búa á Íslandi á næstunni heldur en hér áður fyrr.“ Út spurðist um aðgerðir ríkisstjórnarinnar strax í gær, áður en kjarasamningar voru undirritaðir og Lífskjarasamningurinn svokallaði kynntur. Gylfi Magnússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, er á meðal þeirra sem gagnrýndu tillögur stjórnvalda um verðtrygginguna harðlega. „Veit ekki hvort það er rétt en það er erfitt að sjá einhvern ávinning fyrir nokkurn mann af því, sérstaklega ekki ungt fólk sem er að kaupa sitt fyrsta húsnæði,“ sagði Gylfi m.a. um væntanlegt afnám verðtryggingarinnar í pistli sem hann birti í gær.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27 Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54
Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27
Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18