Segir afrétti ónýta og vill banna lausagöngu búfjár Sveinn Arnarsson skrifar 4. apríl 2019 06:30 Árni nefndi dæmi um að Bárðdælaafréttur og Biskupstungnaafréttur væru í raun óbeitarhæfir. Landgræðslustjóri segir land hér ónýtt og rofið og að lausagöngu búfjár ætti að taka af með öllu. Íslenskur jarðvegur losaði frá sér kolefni sem væri óásættanlegt í baráttu okkar gegn hlýnun jarðar af völdum gróðurhúsalofttegunda. „Ég er svo sem ekkert að segja neinar nýjar fréttir en það hefur legið fyrir lengi að við eigum mikið af ónýtu og rofnu landi sem grasbítar eiga ekki heima á og beit á þannig landi er ósjálfbær,“ segir Árni. „Stór svæði hér á landi eru ekki hæf til beitar og við ættum að sjá sóma okkar í að banna beit á slíku landi.“Árni Bragason, fyrrverandi forstjóri Náttúruverndar ríkisins.Þetta kom fram í máli hans á fagráðstefnu um skógrækt. Árni nefndi dæmi um að Bárðdælaafréttur og Biskupstungnaafréttur væru í raun óbeitarhæfir. Hann vill banna beit á slíkum svæðum. „Það er alveg rétt að land er á mörgum stöðum í framför,“ segir Árni. „Hins vegar er það svo að við ættum að banna lausagöngu búfjár hér á landi því eigandi búfjár verður að bera ábyrgð á því fé sem hann á.“ Á tímum loftslagsbreytinga væri mikilvægt að átta sig á því að það jarðrask sem hefur átt sér stað í aldanna rás er ekki eðlilegt og að landið væri svona vegna beitar. Mætti sjá gríðarlega framför á stórum svæðum lands þar sem kindum hafi fækkað mikið síðustu ár. „Það sem verra er að rofið land er að skila frá sér kolefni. því skiptir það miklu máli að við hættum að reka fé á óbeitarhæft land,“ segir Árni ennfremur og bætir við: „Það sem skiptir líka svo miklu máli að landið eins og það er núna er ekki náttúrulegt. Það að sjá ekki stingandi strá á stórum svæðum er vegna beitar í langan tíma. Sá gróður og sá jarðvegur sem var áður er fokinn í burtu.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Landgræðslustjóri segir land hér ónýtt og rofið og að lausagöngu búfjár ætti að taka af með öllu. Íslenskur jarðvegur losaði frá sér kolefni sem væri óásættanlegt í baráttu okkar gegn hlýnun jarðar af völdum gróðurhúsalofttegunda. „Ég er svo sem ekkert að segja neinar nýjar fréttir en það hefur legið fyrir lengi að við eigum mikið af ónýtu og rofnu landi sem grasbítar eiga ekki heima á og beit á þannig landi er ósjálfbær,“ segir Árni. „Stór svæði hér á landi eru ekki hæf til beitar og við ættum að sjá sóma okkar í að banna beit á slíku landi.“Árni Bragason, fyrrverandi forstjóri Náttúruverndar ríkisins.Þetta kom fram í máli hans á fagráðstefnu um skógrækt. Árni nefndi dæmi um að Bárðdælaafréttur og Biskupstungnaafréttur væru í raun óbeitarhæfir. Hann vill banna beit á slíkum svæðum. „Það er alveg rétt að land er á mörgum stöðum í framför,“ segir Árni. „Hins vegar er það svo að við ættum að banna lausagöngu búfjár hér á landi því eigandi búfjár verður að bera ábyrgð á því fé sem hann á.“ Á tímum loftslagsbreytinga væri mikilvægt að átta sig á því að það jarðrask sem hefur átt sér stað í aldanna rás er ekki eðlilegt og að landið væri svona vegna beitar. Mætti sjá gríðarlega framför á stórum svæðum lands þar sem kindum hafi fækkað mikið síðustu ár. „Það sem verra er að rofið land er að skila frá sér kolefni. því skiptir það miklu máli að við hættum að reka fé á óbeitarhæft land,“ segir Árni ennfremur og bætir við: „Það sem skiptir líka svo miklu máli að landið eins og það er núna er ekki náttúrulegt. Það að sjá ekki stingandi strá á stórum svæðum er vegna beitar í langan tíma. Sá gróður og sá jarðvegur sem var áður er fokinn í burtu.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira