Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2019 07:00 May ræddi við Corbyn í gær um Brexit-málið en viðræðurnar eru Brexit-sinnum ekki að skapi. Vísir Bretland Þingmenn Íhaldsflokksins breska lýstu margir yfir óánægju með það í gær að Theresa May, forsætisráðherra og leiðtogi flokksins, ætti nú í viðræðum við Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til þess að leita að sameiginlegri lausn á þeirri pattstöðu sem komin er upp á þingi vegna Brexit-málsins. Breska þingið hefur í þrígang hafnað útgöngusamningnum sem May gerði við ESB og hefur þingmönnum aukinheldur mistekist að ná saman um aðra nálgun í málinu. Leiðin áfram er því afar óskýr og ekki nema átta dagar í dag þar til aukafrestur Breta til þess að setja fram áætlun rennur út. Takist það ekki fyrir 12. apríl, eða ef ESB fellst ekki á nýja beiðni May um frekari frest, munu Bretar þurfa að ganga út úr sambandinu án samnings. Lítill vilji er fyrir slíku á þinginu. Að því er kom fram hjá BBC eru harðir Brexit-sinnar innan Íhaldsflokksins allt annað en sáttir við viðræður leiðtoganna tveggja. Boris Johnson, sem sagði af sér sem utanríkisráðherra vegna óánægju með stefnu May á síðasta ári, sakaði May til að mynda um að afhenda Verkamannaflokknum stjórntaumana í Brexit-málinu. Þá sagði Iain Duncan Smith, fyrrverandi leiðtogi flokksins, að viðræðurnar væru afleit hugmynd. Kallaði Corbyn í þokkabót „marxista sem hefur það eitt að markmiði að valda ríkinu tjóni“. Chris Heaton-Harris, ráðherra útgöngumála, sagði af sér í gær, meðal annars vegna viðræðna May og Corbyns. Í yfirlýsingu sinni sagði hann að sem ráðherra væri hann ábyrgur fyrir undirbúningi fyrir samningslausa útgöngu ef af henni verður. Hins vegar hafi May verið staðráðin í því að komast hjá samningslausri útgöngu og því væri starf Heaton-Harris, að hans sögn, tilgangslaust. Nigel Adams sagði svo af sér sem ráðherra velskra málefna vegna viðræðnanna. Sagði að May væri með þeim að auka hættuna á því að stjórnvöldum mistakist að verða við kröfunni sem Bretar settu fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgönguna árið 2016. Forsætisráðherrann mætti á þingið í gær og svaraði spurningum, líkt og ráðherra gerir alla jafna á miðvikudögum. Þar sagðist hún staðráðin í því að verða við Brexit-kröfunni en minnti á að þingmenn hefðu hafnað hverri einustu tillögu sem lögð hefur verið fyrir þá hingað til. May mun einnig hitta Nicola Sturgeon, fyrsta ráðherra skosku heimastjórnarinnar, sem hefur krafist langrar frestunar og þjóðaratkvæðagreiðslu um samning. Óvíst er hvort viðræður May og Corbyns beri árangur enda hefur Corbyn ítrekað sett fram kröfur sem May vill ekki verða við. Til að mynda um nýjar þingkosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngusamninginn. May sagði í ávarpi á þriðjudag að hún myndi ekki leggja samning sinn til hliðar. Hún væri hins vegar tilbúin til þess að gera breytingar á hinni pólitísku yfirlýsingu sem fylgja þarf samningnum. Pierre Moscovici, efnahagsmálastjóri ESB, sagði í gær að sambandið myndi tafarlaust innleiða tollvörslu og tolla gagnvart Bretum ef af samningslausri útgöngu verður. Um það væru öll aðildarríkin sammála. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51 Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09 May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Sjá meira
Bretland Þingmenn Íhaldsflokksins breska lýstu margir yfir óánægju með það í gær að Theresa May, forsætisráðherra og leiðtogi flokksins, ætti nú í viðræðum við Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til þess að leita að sameiginlegri lausn á þeirri pattstöðu sem komin er upp á þingi vegna Brexit-málsins. Breska þingið hefur í þrígang hafnað útgöngusamningnum sem May gerði við ESB og hefur þingmönnum aukinheldur mistekist að ná saman um aðra nálgun í málinu. Leiðin áfram er því afar óskýr og ekki nema átta dagar í dag þar til aukafrestur Breta til þess að setja fram áætlun rennur út. Takist það ekki fyrir 12. apríl, eða ef ESB fellst ekki á nýja beiðni May um frekari frest, munu Bretar þurfa að ganga út úr sambandinu án samnings. Lítill vilji er fyrir slíku á þinginu. Að því er kom fram hjá BBC eru harðir Brexit-sinnar innan Íhaldsflokksins allt annað en sáttir við viðræður leiðtoganna tveggja. Boris Johnson, sem sagði af sér sem utanríkisráðherra vegna óánægju með stefnu May á síðasta ári, sakaði May til að mynda um að afhenda Verkamannaflokknum stjórntaumana í Brexit-málinu. Þá sagði Iain Duncan Smith, fyrrverandi leiðtogi flokksins, að viðræðurnar væru afleit hugmynd. Kallaði Corbyn í þokkabót „marxista sem hefur það eitt að markmiði að valda ríkinu tjóni“. Chris Heaton-Harris, ráðherra útgöngumála, sagði af sér í gær, meðal annars vegna viðræðna May og Corbyns. Í yfirlýsingu sinni sagði hann að sem ráðherra væri hann ábyrgur fyrir undirbúningi fyrir samningslausa útgöngu ef af henni verður. Hins vegar hafi May verið staðráðin í því að komast hjá samningslausri útgöngu og því væri starf Heaton-Harris, að hans sögn, tilgangslaust. Nigel Adams sagði svo af sér sem ráðherra velskra málefna vegna viðræðnanna. Sagði að May væri með þeim að auka hættuna á því að stjórnvöldum mistakist að verða við kröfunni sem Bretar settu fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgönguna árið 2016. Forsætisráðherrann mætti á þingið í gær og svaraði spurningum, líkt og ráðherra gerir alla jafna á miðvikudögum. Þar sagðist hún staðráðin í því að verða við Brexit-kröfunni en minnti á að þingmenn hefðu hafnað hverri einustu tillögu sem lögð hefur verið fyrir þá hingað til. May mun einnig hitta Nicola Sturgeon, fyrsta ráðherra skosku heimastjórnarinnar, sem hefur krafist langrar frestunar og þjóðaratkvæðagreiðslu um samning. Óvíst er hvort viðræður May og Corbyns beri árangur enda hefur Corbyn ítrekað sett fram kröfur sem May vill ekki verða við. Til að mynda um nýjar þingkosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngusamninginn. May sagði í ávarpi á þriðjudag að hún myndi ekki leggja samning sinn til hliðar. Hún væri hins vegar tilbúin til þess að gera breytingar á hinni pólitísku yfirlýsingu sem fylgja þarf samningnum. Pierre Moscovici, efnahagsmálastjóri ESB, sagði í gær að sambandið myndi tafarlaust innleiða tollvörslu og tolla gagnvart Bretum ef af samningslausri útgöngu verður. Um það væru öll aðildarríkin sammála.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51 Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09 May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Sjá meira
Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51
Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09
May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna