Níu prósentin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. apríl 2019 07:00 Ákveðnum hópi Íslendinga þóknast greinilega málflutningur og áherslur Miðflokksins því samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup eykst fylgi við flokkinn og er nú komið upp í 9 prósent. Í nýrri stjórnmálaályktun Miðflokksins segir að flokkurinn starfi á miðju íslenskra stjórnmála, nokkuð sem hefur farið framhjá þorra landsmanna því í flokknum dafnar aðallega afturhald og þjóðremba. Þannig verður Miðflokkurinn seint flokkaður sem frjálslyndur miðjuflokkur. Það flokkast allavega varla sem frjálslyndi að óttast erlend áhrif svo mjög að telja vart hættandi á að leggja sér erlent kjöt til munns enda grasseri þar vísast alls kyns hættuleg sníkjudýr sem geti jafnvel orsakað persónuleikabreytingar. Einmitt þessu hélt formaður Miðflokksins fram fyrir fáum árum. Ekkert bendir til að hann hafi skipt um skoðun. Innan þingflokksins er eins og ofsahræðsla sé grasserandi þegar til umræðu er að leyfa innflutning á fersku kjöti. Stórhætta er sögð steðja að þjóðinni verði það leyft. Þessi málflutningur skilar flokknum einhverjum slatta af kjósendum. Ekki draga þingmenn flokksins heldur úr hræðsluáróðrinum þegar kemur að þriðja orkupakkanum heldur gefa verulega í. Sá pakki er afgreiddur sem stórhættulegur og talinn jafngilda afsali fullveldis. Þegar þjóðinni er sagt nógu oft að stjórnvöld séu í vegferð sem leiða muni til þess að Íslendingar verði sviptir eignarhaldi eða forræði yfir orkuauðlindum þá verða alltaf einhverjir sem fyllast ótta. Þegar því er síðan bætt við að þingmönnum Miðflokksins sé helst treystandi til að standa gegn þeim landráðamönnum sem koma vilja þessu í kring þá fjölgar um leið í kjósendahópi flokksins. Þessum hópi er sömuleiðis sagt að íslensk stjórnvöld eigi alls ekki að leggja lag sitt við andlitslausar stofnanir úti í heimi, þjóðin eigi að ráða örlögum sínum sjálf og þjóðlegar áherslur eigi að ráða. Með þessum áróðri er gefið sterklega í skyn að alþjóðlegt samstarf, með tilheyrandi skuldbindingum og samningum, geti ekki leitt neitt gott af sér. Einangrunarhyggjan skal ríkja. Ákveðinn hópur kjósenda kýs greinilega að halla sér að Miðflokknum. Áherslur flokksins geta verið hættulegar fyrir lýðræðið því þær ala á ótta og tortryggni við það sem erlent er. Leitar þá hugurinn til flóttamanna. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir tæpu ári kom í ljós að 58 prósent Miðflokksfólks telja of marga hælisleitendur fá hæli hér á landi. Miðað við áherslur þingmanna flokksins er ekki ólíklegt sú skoðun sé einnig ríkjandi meðal þeirra. Viðbrögð þingmanna Miðflokksins við Klausturmálinu alræmda sýna svo að þar á bæ er neitað að horfast í augu við staðreyndir. Þingmennirnir eru í æðisgenginni leit að sökudólgum sem þeir segja hafa leitt sig í gildru. Þeir tala eins og þeir séu fórnarlömb umfangsmikils samsæris. Það er óhuggulegt að vita af slíkri veruleikafirringu í fari þingmanna þjóðarinnar. Níu prósent þjóðarinnar setja það þó alls ekki fyrir sig heldur láta heillast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Ákveðnum hópi Íslendinga þóknast greinilega málflutningur og áherslur Miðflokksins því samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup eykst fylgi við flokkinn og er nú komið upp í 9 prósent. Í nýrri stjórnmálaályktun Miðflokksins segir að flokkurinn starfi á miðju íslenskra stjórnmála, nokkuð sem hefur farið framhjá þorra landsmanna því í flokknum dafnar aðallega afturhald og þjóðremba. Þannig verður Miðflokkurinn seint flokkaður sem frjálslyndur miðjuflokkur. Það flokkast allavega varla sem frjálslyndi að óttast erlend áhrif svo mjög að telja vart hættandi á að leggja sér erlent kjöt til munns enda grasseri þar vísast alls kyns hættuleg sníkjudýr sem geti jafnvel orsakað persónuleikabreytingar. Einmitt þessu hélt formaður Miðflokksins fram fyrir fáum árum. Ekkert bendir til að hann hafi skipt um skoðun. Innan þingflokksins er eins og ofsahræðsla sé grasserandi þegar til umræðu er að leyfa innflutning á fersku kjöti. Stórhætta er sögð steðja að þjóðinni verði það leyft. Þessi málflutningur skilar flokknum einhverjum slatta af kjósendum. Ekki draga þingmenn flokksins heldur úr hræðsluáróðrinum þegar kemur að þriðja orkupakkanum heldur gefa verulega í. Sá pakki er afgreiddur sem stórhættulegur og talinn jafngilda afsali fullveldis. Þegar þjóðinni er sagt nógu oft að stjórnvöld séu í vegferð sem leiða muni til þess að Íslendingar verði sviptir eignarhaldi eða forræði yfir orkuauðlindum þá verða alltaf einhverjir sem fyllast ótta. Þegar því er síðan bætt við að þingmönnum Miðflokksins sé helst treystandi til að standa gegn þeim landráðamönnum sem koma vilja þessu í kring þá fjölgar um leið í kjósendahópi flokksins. Þessum hópi er sömuleiðis sagt að íslensk stjórnvöld eigi alls ekki að leggja lag sitt við andlitslausar stofnanir úti í heimi, þjóðin eigi að ráða örlögum sínum sjálf og þjóðlegar áherslur eigi að ráða. Með þessum áróðri er gefið sterklega í skyn að alþjóðlegt samstarf, með tilheyrandi skuldbindingum og samningum, geti ekki leitt neitt gott af sér. Einangrunarhyggjan skal ríkja. Ákveðinn hópur kjósenda kýs greinilega að halla sér að Miðflokknum. Áherslur flokksins geta verið hættulegar fyrir lýðræðið því þær ala á ótta og tortryggni við það sem erlent er. Leitar þá hugurinn til flóttamanna. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir tæpu ári kom í ljós að 58 prósent Miðflokksfólks telja of marga hælisleitendur fá hæli hér á landi. Miðað við áherslur þingmanna flokksins er ekki ólíklegt sú skoðun sé einnig ríkjandi meðal þeirra. Viðbrögð þingmanna Miðflokksins við Klausturmálinu alræmda sýna svo að þar á bæ er neitað að horfast í augu við staðreyndir. Þingmennirnir eru í æðisgenginni leit að sökudólgum sem þeir segja hafa leitt sig í gildru. Þeir tala eins og þeir séu fórnarlömb umfangsmikils samsæris. Það er óhuggulegt að vita af slíkri veruleikafirringu í fari þingmanna þjóðarinnar. Níu prósent þjóðarinnar setja það þó alls ekki fyrir sig heldur láta heillast.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun