Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2019 10:19 Frá héraðsdómi í morgun. VÍSIR/VILHELM Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meint skattsvik liðsmanna sveitarinnar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema 150 milljónum króna samkvæmt ákæru. Sjá einnig: Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Jón Þór, Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, Kjartan Sveinsson, fyrrverandi hljómborðsleikari og Orri Páll Dýrason fyrrverandi trommari mættu allir í dómsal í morgun og tóku afstöðu til ákæru héraðssaksóknara. Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi, sem einnig er ákærður í málinu, er erlendis og mætti ekki í dómsal til að taka afstöðu til málsins. Fram kom fyrir dómi að hann muni gera það síðar en fyrirtaka í málinu fer fram þann 20. maí næstkomandi. Mál Sigur Rósar-manna voru tekin fyrir hvert í sínu lagi í héraðsdómi í morgun. Allir komu þeir fyrir dóminn hver á fætur öðrum og neituðu sök, fyrst Orri Páll, Georg og Kjartan og því næst Jón Þór, eftir nokkra bið. Fyrir dómi kom fram að ný ákæra hefði verið gefin út á hendur Jóni Þór og félagi í hans eigu, Frakks slf., en hann kvaðst ekki hafa séð hana þegar dómari innti hann eftir því. Jón Þór sagðist svo saklaus af báðum ákærum. Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason fallast hér í faðma fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Hljómsveitarmeðlimirnir eru ákærðir ásamt endurskoðanda fyrir skattalagabrot í tengslum við fjögur félög sín. Von Andi ehf. og Ess err ehf. hér á landi, Hopefully Touring Ltd. í Bretlandi og Von Andi Inc. líklega í Bandaríkjunum, að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun. Samtals nema meint skattalagabrot Sigur Rósar-manna 150 milljónum króna, samkvæmt ákærum í málinu. Er hljómsveitarmeðlimum gefið að sök að telja ekki fram á skattframtölum sínum tekjur frá félögunum og arðgreiðslur og komast þannig hjá greiðslu tekjuskatts, útsvars, og fjármagnstekjuskatts. Áður hafa meðlimir Sigur Rósar harmað mjög að embætti héraðssaksóknara hafi ákveðið að ákæra þá, að því er fram kom í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér vegna ákærunnar á dögunum. Þá sagði Georg Holm bassaleikari sveitarinnar á sínum tíma að málið væri „eintómt klúður“ og að verið væri að laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og annarra hljómsveitarmeðlima. Sigur Rós Skattar og tollar Tónlist Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meint skattsvik liðsmanna sveitarinnar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema 150 milljónum króna samkvæmt ákæru. Sjá einnig: Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Jón Þór, Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, Kjartan Sveinsson, fyrrverandi hljómborðsleikari og Orri Páll Dýrason fyrrverandi trommari mættu allir í dómsal í morgun og tóku afstöðu til ákæru héraðssaksóknara. Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi, sem einnig er ákærður í málinu, er erlendis og mætti ekki í dómsal til að taka afstöðu til málsins. Fram kom fyrir dómi að hann muni gera það síðar en fyrirtaka í málinu fer fram þann 20. maí næstkomandi. Mál Sigur Rósar-manna voru tekin fyrir hvert í sínu lagi í héraðsdómi í morgun. Allir komu þeir fyrir dóminn hver á fætur öðrum og neituðu sök, fyrst Orri Páll, Georg og Kjartan og því næst Jón Þór, eftir nokkra bið. Fyrir dómi kom fram að ný ákæra hefði verið gefin út á hendur Jóni Þór og félagi í hans eigu, Frakks slf., en hann kvaðst ekki hafa séð hana þegar dómari innti hann eftir því. Jón Þór sagðist svo saklaus af báðum ákærum. Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason fallast hér í faðma fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Hljómsveitarmeðlimirnir eru ákærðir ásamt endurskoðanda fyrir skattalagabrot í tengslum við fjögur félög sín. Von Andi ehf. og Ess err ehf. hér á landi, Hopefully Touring Ltd. í Bretlandi og Von Andi Inc. líklega í Bandaríkjunum, að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun. Samtals nema meint skattalagabrot Sigur Rósar-manna 150 milljónum króna, samkvæmt ákærum í málinu. Er hljómsveitarmeðlimum gefið að sök að telja ekki fram á skattframtölum sínum tekjur frá félögunum og arðgreiðslur og komast þannig hjá greiðslu tekjuskatts, útsvars, og fjármagnstekjuskatts. Áður hafa meðlimir Sigur Rósar harmað mjög að embætti héraðssaksóknara hafi ákveðið að ákæra þá, að því er fram kom í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér vegna ákærunnar á dögunum. Þá sagði Georg Holm bassaleikari sveitarinnar á sínum tíma að málið væri „eintómt klúður“ og að verið væri að laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og annarra hljómsveitarmeðlima.
Sigur Rós Skattar og tollar Tónlist Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira