Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Sveinn Arnarsson skrifar 3. apríl 2019 06:00 Hvalur hf. fór ekki að reglum um langreyðarveiðar 2014, 2015 og 2018. Hér má sjá slíkan hval. Fréttablaðið/Vilhelm Hvalur hf. fór ekki eftir reglum hvað varðar langreyðarveiðar fyrirtækisins árin 2014, 2015 og 2018 og eftirlit Fiskistofu var ekki eins og það átti að vera. Starfsemi fyrirtækisins var ekki í samræmi við veiðileyfi þess. Í leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði, sem gefið var út um miðjan maímánuð árið 2014, er meðal annars gerð sú krafa til fyrirtækisins að skipstjóri hvalveiðiskips haldi sérstaka dagbók yfir veiðarnar. Veiðileyfið var gefið út vegna veiða árin 2014-2018 og þessi krafa frá stjórnvöldum því allan tímann í gildi. Það sem markvert er við veiðileyfi Hvals hf. er að þar er tekið fram að að dagbókum skipstjóranna eða afriti þeirra skuli skilað til Fiskistofu í lok hverrar vertíðar. Fiskistofu var hins vegar ekki kunnugt um það fyrr en að lögmaður náttúru- og dýraverndarsamtakanna Jarðvina óskaði eftir þeim gögnum frá stofnuninni. Óskað var eftir því frá Fiskistofu að fá afrit af þessum dagbókum skipstjóra Hvals hf. Þær hefðu átt að vera komnar til Fiskistofu fyrir árin 2014, 2015 og 2018 en á þeim tíma hefur fyrirtækið veitt samanlagt 436 dýr. Dagbækurnar gætu þannig geymt upplýsingar um veiðitilhögun sem er mikilvægt innlegg í eftirlit með veiðunum fyrir Fiskistofu. Þær er hins vegar ekki að finna hjá stofnuninni og ljóst að Hvalur hf. hefur ekki sinnt skyldu sinni um að senda dagbækurnar til stofnunarinnar. Að sama skapi hefur Fiskistofa verið sofandi í eftirlitshlutverki sínu. „Við afgreiðslu beiðninnar varð ljóst að þessi breyting hafði verið gerð á leyfinu og kveðið á um skil dagbókar eða afrits dagbókar til Fiskistofu,“ segir í svari Fiskistofu. „Fiskistofa hefur hafist handa við að kalla eftir dagbókinni eða afriti hennar eins og kveðið er á um í leyfinu.“ Því er ljóst að dagbækurnar hafa ekki verið hluti af þeim gögnum sem sjávarútvegsráðherra hefur getað aflað sér við ákvarðanatöku sína um að veita fyrirtækinu leyfi til ársins 2023 til áframhaldandi veiða á langreyði. Í veiðileyfinu er einnig getið þess að ef fyrirtæki brjóti gegn ákvæðum leyfisins sé hægt að svipta fyrirtækið leyfinu. Ljóst er að Hvalur fór ekki eftir reglum hvað þetta varðaði árin 2014-2018 en fékk samt sem áður endurnýjun á leyfi sínu frá ráðherra sjávarútvegsmála. Fréttablaðið hefur áður sagt frá því að hvalveiðifyrirtækið fór aldrei eftir reglugerð um að hvalskurður ætti að fara fram innandyra. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., pantaði breytingu á reglugerðinni og fékk það fram að þessum kvöðum yrði aflétt. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnarslitum ekki hótað vegna hvalveiða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. 1. mars 2019 13:30 Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00 Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Hvalur hf. fór ekki eftir reglum hvað varðar langreyðarveiðar fyrirtækisins árin 2014, 2015 og 2018 og eftirlit Fiskistofu var ekki eins og það átti að vera. Starfsemi fyrirtækisins var ekki í samræmi við veiðileyfi þess. Í leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði, sem gefið var út um miðjan maímánuð árið 2014, er meðal annars gerð sú krafa til fyrirtækisins að skipstjóri hvalveiðiskips haldi sérstaka dagbók yfir veiðarnar. Veiðileyfið var gefið út vegna veiða árin 2014-2018 og þessi krafa frá stjórnvöldum því allan tímann í gildi. Það sem markvert er við veiðileyfi Hvals hf. er að þar er tekið fram að að dagbókum skipstjóranna eða afriti þeirra skuli skilað til Fiskistofu í lok hverrar vertíðar. Fiskistofu var hins vegar ekki kunnugt um það fyrr en að lögmaður náttúru- og dýraverndarsamtakanna Jarðvina óskaði eftir þeim gögnum frá stofnuninni. Óskað var eftir því frá Fiskistofu að fá afrit af þessum dagbókum skipstjóra Hvals hf. Þær hefðu átt að vera komnar til Fiskistofu fyrir árin 2014, 2015 og 2018 en á þeim tíma hefur fyrirtækið veitt samanlagt 436 dýr. Dagbækurnar gætu þannig geymt upplýsingar um veiðitilhögun sem er mikilvægt innlegg í eftirlit með veiðunum fyrir Fiskistofu. Þær er hins vegar ekki að finna hjá stofnuninni og ljóst að Hvalur hf. hefur ekki sinnt skyldu sinni um að senda dagbækurnar til stofnunarinnar. Að sama skapi hefur Fiskistofa verið sofandi í eftirlitshlutverki sínu. „Við afgreiðslu beiðninnar varð ljóst að þessi breyting hafði verið gerð á leyfinu og kveðið á um skil dagbókar eða afrits dagbókar til Fiskistofu,“ segir í svari Fiskistofu. „Fiskistofa hefur hafist handa við að kalla eftir dagbókinni eða afriti hennar eins og kveðið er á um í leyfinu.“ Því er ljóst að dagbækurnar hafa ekki verið hluti af þeim gögnum sem sjávarútvegsráðherra hefur getað aflað sér við ákvarðanatöku sína um að veita fyrirtækinu leyfi til ársins 2023 til áframhaldandi veiða á langreyði. Í veiðileyfinu er einnig getið þess að ef fyrirtæki brjóti gegn ákvæðum leyfisins sé hægt að svipta fyrirtækið leyfinu. Ljóst er að Hvalur fór ekki eftir reglum hvað þetta varðaði árin 2014-2018 en fékk samt sem áður endurnýjun á leyfi sínu frá ráðherra sjávarútvegsmála. Fréttablaðið hefur áður sagt frá því að hvalveiðifyrirtækið fór aldrei eftir reglugerð um að hvalskurður ætti að fara fram innandyra. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., pantaði breytingu á reglugerðinni og fékk það fram að þessum kvöðum yrði aflétt.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnarslitum ekki hótað vegna hvalveiða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. 1. mars 2019 13:30 Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00 Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Stjórnarslitum ekki hótað vegna hvalveiða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. 1. mars 2019 13:30
Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00
Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00