Engu nær Ólöf Skaftadóttir skrifar 3. apríl 2019 07:00 Í dag eru níu dagar þar til aukafrestur Breta til útgöngu úr Evrópusambandinu rennur út. Þrátt fyrir það er breska ríkisstjórnin engu nær þegar kemur að því að leysa úr flækjunni. Samningur Theresu May forsætisráðherra hefur verið felldur þrisvar. Í síðasta skiptið meira að segja þótt May hafi lofað að segja af sér yrði hann samþykktur. Þingmenn hafa líka haldið fjöldann allan af atkvæðagreiðslum um hinar og þessar útfærslur á Brexit. Engin þeirra hefur fengið meirihluta í þinginu þótt tvær þeirra, svokallað mjúkt Brexit með áframhaldandi tollabandalagi annars vegar og hins vegar önnur þjóðaratkvæðagreiðsla, hafi komist ansi nálægt. Íhaldsflokkurinn logar stafnanna á milli og telst vart stjórntækur. Kannanir sýna að flokkurinn myndi bíða afhroð ef boðað yrði til kosninga nú. May reynir því með öllum mætti að komast hjá því að boða til nýrra þingkosninga til að freista þess að höggva á hnútinn. Óstýriláti armur flokksins, með tækifærissinnann Boris Johnson og spjátrunginn Jacob Rees-Mogg í fararbroddi, hefur verið fylgjandi hörðu Brexit og jafnvel útgöngu án samnings. Þeir hafa reynst May afar óþægur ljár í þúfu svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Nú virðist sem Theresa May hafi loksins misst þolinmæðina fyrir samflokksmönnum sínum, enda með hnífasett í bakinu eftir síðustu mánuði. Í gær tilkynnti hún að til stæði að sækja um lengri frest til Evrópusambandsins, þó ekki lengur en til 22. maí en þá er kosið til Evrópuþingsins. Því næst myndi hún ganga á fund Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og freista þess að ná sameiginlegri lendingu. Ljóst er að með því aukast líkurnar á mjúku Brexit, það er að segja að Bretland og Evrópusambandið muni áfram vera í nánu sambandi að útgöngu lokinni. Jafnvel ganga einungis út að nafninu til, vera áfram í tollabandalagi og með aðgang að innri markaðnum. Brexit-liðar voru auðvitað fljótir að saka May um drottinsvik. En skömmin er þeirra. Það voru Boris Johnson og félagar sem lugu bresku þjóðina fulla í þjóðaratkvæðagreiðslunni sumarið 2016. Hátterni þeirra í kjölfarið hefur svo verið algerlega ábyrgðarlaust. Ósigur þeirra yrði alger ef þessi verður raunin. Kannski viðeigandi enda hefur draumsýn þeirra aldrei verið annað en tálsýn. Það segir ýmislegt um þetta fáránlega sjálfskaparvíti að besta útgáfan af Brexit er sennilega sú sem breytir sem allra minnstu. Auðvitað var alltaf betur heima setið en af stað farið. Kjósendur alls staðar ættu að láta Brexit sér að kenningu verða. Brexit leynist víða. Vörumst þá sem selja snákaolíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru níu dagar þar til aukafrestur Breta til útgöngu úr Evrópusambandinu rennur út. Þrátt fyrir það er breska ríkisstjórnin engu nær þegar kemur að því að leysa úr flækjunni. Samningur Theresu May forsætisráðherra hefur verið felldur þrisvar. Í síðasta skiptið meira að segja þótt May hafi lofað að segja af sér yrði hann samþykktur. Þingmenn hafa líka haldið fjöldann allan af atkvæðagreiðslum um hinar og þessar útfærslur á Brexit. Engin þeirra hefur fengið meirihluta í þinginu þótt tvær þeirra, svokallað mjúkt Brexit með áframhaldandi tollabandalagi annars vegar og hins vegar önnur þjóðaratkvæðagreiðsla, hafi komist ansi nálægt. Íhaldsflokkurinn logar stafnanna á milli og telst vart stjórntækur. Kannanir sýna að flokkurinn myndi bíða afhroð ef boðað yrði til kosninga nú. May reynir því með öllum mætti að komast hjá því að boða til nýrra þingkosninga til að freista þess að höggva á hnútinn. Óstýriláti armur flokksins, með tækifærissinnann Boris Johnson og spjátrunginn Jacob Rees-Mogg í fararbroddi, hefur verið fylgjandi hörðu Brexit og jafnvel útgöngu án samnings. Þeir hafa reynst May afar óþægur ljár í þúfu svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Nú virðist sem Theresa May hafi loksins misst þolinmæðina fyrir samflokksmönnum sínum, enda með hnífasett í bakinu eftir síðustu mánuði. Í gær tilkynnti hún að til stæði að sækja um lengri frest til Evrópusambandsins, þó ekki lengur en til 22. maí en þá er kosið til Evrópuþingsins. Því næst myndi hún ganga á fund Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og freista þess að ná sameiginlegri lendingu. Ljóst er að með því aukast líkurnar á mjúku Brexit, það er að segja að Bretland og Evrópusambandið muni áfram vera í nánu sambandi að útgöngu lokinni. Jafnvel ganga einungis út að nafninu til, vera áfram í tollabandalagi og með aðgang að innri markaðnum. Brexit-liðar voru auðvitað fljótir að saka May um drottinsvik. En skömmin er þeirra. Það voru Boris Johnson og félagar sem lugu bresku þjóðina fulla í þjóðaratkvæðagreiðslunni sumarið 2016. Hátterni þeirra í kjölfarið hefur svo verið algerlega ábyrgðarlaust. Ósigur þeirra yrði alger ef þessi verður raunin. Kannski viðeigandi enda hefur draumsýn þeirra aldrei verið annað en tálsýn. Það segir ýmislegt um þetta fáránlega sjálfskaparvíti að besta útgáfan af Brexit er sennilega sú sem breytir sem allra minnstu. Auðvitað var alltaf betur heima setið en af stað farið. Kjósendur alls staðar ættu að láta Brexit sér að kenningu verða. Brexit leynist víða. Vörumst þá sem selja snákaolíu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar