Leit að hollensku fjársjóðsskipi heldur áfram Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2019 18:42 Skeiðarársandur. Mynd/Hilmar Bender Leit að gullskipi á Skeiðarársandi hefur hvergi nærri verið hætt. Þetta sagði Gísli Gíslason lögfræðingur sem hefur ekki gefist upp á þessu fjársjóðsævintýri þrátt fyrir nokkrar flækjur en rætt var við Gísli í Reykjavík síðdegis í dag. Fram kom í fréttum í apríl 2016 að leit hefðist að nýju að skipinu, sem Gísli hefði umsjón með með hjálp erlends fjármagns. Leitað hefur verið að skipinu áður og var gerð viðamikil leit að því á 9. áratug síðustu aldar, en með tækniþróun hafa aðstæður breyst mikið. Til stóð hjá Gísla að hefja leit síðasta sumar og hafði mikil undirbúningsvinna farið fram, en til stóð að nota dróna í leitinni. Leitinni hefur þó seinkað vegna þess að þeir drónar sem til stóð að nota við leitina eru hernaðardrónar, sem ekki eru seldir nema til vinveittra ríkja fyrirtækisins, sem staðsett er í Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna. Fara átti yfir þau gögn sem dróninn safnaði yfir veturinn og reyna að finna einhverjar vísbendingar um strönduð skip sem gætu líkst gullskipinu, en Gísli telur hátt í 100 skip hafa strandað við Skeiðarársand. Þá stóð til að fá leifi til að ná í sýni úr skipinu til að rannsaka. Skipið strandaði við Skeiðarársand árið 1667 en um er að ræða hollenskt kaupskip sem var á leið til Hollands frá Austur-Indíum í fylgd þriggja herskipa, en er það talið merki um að farmur skipsins hafi innihaldið mikil verðmæti. Aðspurður um farm skipsins sagði Gísli að um borð hafi leynst silki, krydd, góðmálmar og orðrómur hafi heyrst að um borð væru þrjú tonn af demöntum. Gísli segist ekki ætlast til að fá nokkurn hlut gersemanna, né neinn fjárfest hann, finnist skipið, enda eigi íslenska ríkið allt sem grafið er í jörðu og er yfir hundrað ára gamalt. Hann telur þó að einhver málaferli gætu farið af stað, þar sem hollenska ríkið gerði tilkall til gersemanna sem um eru um borð í skipinu. Skipaleitin er þó ekki eina ævintýrið sem Gísli hefur á prjónunum, en hann er á lista hjá fyrirtækinu Virgin Galactic sem vinnur nú hörðum höndum að því að þróa eldflaugar sem til þess eru búnar að flytja ósérhæfða farþega út í geim. Til stóð að ferðin sem Gísli færi yrði árið 2016 en því seinkaði þegar fyrsta tilraunaflug verkefnisins sprakk á leiðinni upp. Fornminjar Holland Hornafjörður Reykjavík síðdegis Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Leit að gullskipi á Skeiðarársandi hefur hvergi nærri verið hætt. Þetta sagði Gísli Gíslason lögfræðingur sem hefur ekki gefist upp á þessu fjársjóðsævintýri þrátt fyrir nokkrar flækjur en rætt var við Gísli í Reykjavík síðdegis í dag. Fram kom í fréttum í apríl 2016 að leit hefðist að nýju að skipinu, sem Gísli hefði umsjón með með hjálp erlends fjármagns. Leitað hefur verið að skipinu áður og var gerð viðamikil leit að því á 9. áratug síðustu aldar, en með tækniþróun hafa aðstæður breyst mikið. Til stóð hjá Gísla að hefja leit síðasta sumar og hafði mikil undirbúningsvinna farið fram, en til stóð að nota dróna í leitinni. Leitinni hefur þó seinkað vegna þess að þeir drónar sem til stóð að nota við leitina eru hernaðardrónar, sem ekki eru seldir nema til vinveittra ríkja fyrirtækisins, sem staðsett er í Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna. Fara átti yfir þau gögn sem dróninn safnaði yfir veturinn og reyna að finna einhverjar vísbendingar um strönduð skip sem gætu líkst gullskipinu, en Gísli telur hátt í 100 skip hafa strandað við Skeiðarársand. Þá stóð til að fá leifi til að ná í sýni úr skipinu til að rannsaka. Skipið strandaði við Skeiðarársand árið 1667 en um er að ræða hollenskt kaupskip sem var á leið til Hollands frá Austur-Indíum í fylgd þriggja herskipa, en er það talið merki um að farmur skipsins hafi innihaldið mikil verðmæti. Aðspurður um farm skipsins sagði Gísli að um borð hafi leynst silki, krydd, góðmálmar og orðrómur hafi heyrst að um borð væru þrjú tonn af demöntum. Gísli segist ekki ætlast til að fá nokkurn hlut gersemanna, né neinn fjárfest hann, finnist skipið, enda eigi íslenska ríkið allt sem grafið er í jörðu og er yfir hundrað ára gamalt. Hann telur þó að einhver málaferli gætu farið af stað, þar sem hollenska ríkið gerði tilkall til gersemanna sem um eru um borð í skipinu. Skipaleitin er þó ekki eina ævintýrið sem Gísli hefur á prjónunum, en hann er á lista hjá fyrirtækinu Virgin Galactic sem vinnur nú hörðum höndum að því að þróa eldflaugar sem til þess eru búnar að flytja ósérhæfða farþega út í geim. Til stóð að ferðin sem Gísli færi yrði árið 2016 en því seinkaði þegar fyrsta tilraunaflug verkefnisins sprakk á leiðinni upp.
Fornminjar Holland Hornafjörður Reykjavík síðdegis Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira