Aðilar vinnumarkaðar bíða eftir pakka stjórnvalda Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2019 13:11 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að búið væri að klára fullt af málum gagnvart stjórnvöldum en nokkur stór mál stæðu út af borðinu. vísir/vilhelm Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins og aðildafélög Landssambands verslunarmanna komust að samkomulagi um nýja kjarasamninga til þriggja ára við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Það er til marks um trú manna á samningunum að verkföll á hótelum sem hefjast áttu á morgun og standa til föstudags voru blásin af. Hins vegar bíða samningsaðilar nú eftir viðbrögðum stjórnvalda og hvað þau eru tilbúin að gera til að hægt verði að undirrita nýja samninga jafnvel í dag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að búið væri að klára fullt af málum gagnvart stjórnvöldum en nokkur stór mál stæðu út af borðinu. Finna mætti nýmæli í samningunum. „Þetta yrði þá kjarasamningur sem ekki hefur sést á íslenskum vinnumarkaði áður. Hvernig hann er settur upp og svo framvegis. Þannig að ég myndi segja að það sé töluvert nýtt [í samningunum],” segir Ragnar Þór. Meðal annars hafi verið gerðar kröfur um skattalækkanir á lægri- og millitekjuhópa sem að hluta til séu í höfn. Samningarnir feli í sér töluverðar kjarabætur nái þeir fram að ganga. „Það er til litils að semja um krónur ef þær eru hirtar af okkur jafn harðan einhvers staðar annars staðar. Þannig að ég myndi segja að samningurinn væri mjög umfangsmikill og það er ekki hægt að taka einn hluta út úr samningnum án þess að taka tillit til einhvers annars. Ég myndi segja að þetta sé tilraun okkar til að koma saman lífskjarasamningi,” segir Ragnar Þór. Ríkisstjórnin kom saman til reglulegs fundar klukkan hálf tíu í morgun en ekki er reiknað með að hún kynni aðkomu sína að kjarasamningum fyrr en eftir hádegi.Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins.Óvissa um samflot iðnaðarmanna Félög iðnaðarmanna hafa ekki verið í samfloti með félögum Starfsgreinasambandsins og verslunarmanna en hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir iðnaðarmenn funda með Samtökum atvinnulífsins klukkan fjögur þar sem farið verði yfir stöðuna. „Það er ekki tímabært að segja nákvæmlega til um það hvort þessi rami falli nákvæmlega utanum okkur eða hvernig það verður. Við þurfum bara að meta það í dag og væntanlega verður eitthvað til umræðu á fundinum með þeim [SA] síðar í dag,” segir Kristján Þórður. Það geti verið blæbrigðamunur á kröfum einstakra félaga sem þurfi að fara yfir. Kristján Þórður tekur undir með formönnum annarra félaga um að útspil stjórnvalda skipti sköpum um gerð nýrra samninga. „Það skiptir verulegu máli hvað við erum að fara að fá inn þar. Við sjáum auðvitað að það getur skipt sköpum í að ná þessum kjarasamningum saman að það komi góður pakki þar,” segir Kristján Þórður Snæbjarnarson. Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29 Verkfalli bílstjóra aflýst en akstur þó stöðvaður seinnipartinn Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar. 2. apríl 2019 12:11 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins og aðildafélög Landssambands verslunarmanna komust að samkomulagi um nýja kjarasamninga til þriggja ára við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Það er til marks um trú manna á samningunum að verkföll á hótelum sem hefjast áttu á morgun og standa til föstudags voru blásin af. Hins vegar bíða samningsaðilar nú eftir viðbrögðum stjórnvalda og hvað þau eru tilbúin að gera til að hægt verði að undirrita nýja samninga jafnvel í dag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að búið væri að klára fullt af málum gagnvart stjórnvöldum en nokkur stór mál stæðu út af borðinu. Finna mætti nýmæli í samningunum. „Þetta yrði þá kjarasamningur sem ekki hefur sést á íslenskum vinnumarkaði áður. Hvernig hann er settur upp og svo framvegis. Þannig að ég myndi segja að það sé töluvert nýtt [í samningunum],” segir Ragnar Þór. Meðal annars hafi verið gerðar kröfur um skattalækkanir á lægri- og millitekjuhópa sem að hluta til séu í höfn. Samningarnir feli í sér töluverðar kjarabætur nái þeir fram að ganga. „Það er til litils að semja um krónur ef þær eru hirtar af okkur jafn harðan einhvers staðar annars staðar. Þannig að ég myndi segja að samningurinn væri mjög umfangsmikill og það er ekki hægt að taka einn hluta út úr samningnum án þess að taka tillit til einhvers annars. Ég myndi segja að þetta sé tilraun okkar til að koma saman lífskjarasamningi,” segir Ragnar Þór. Ríkisstjórnin kom saman til reglulegs fundar klukkan hálf tíu í morgun en ekki er reiknað með að hún kynni aðkomu sína að kjarasamningum fyrr en eftir hádegi.Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins.Óvissa um samflot iðnaðarmanna Félög iðnaðarmanna hafa ekki verið í samfloti með félögum Starfsgreinasambandsins og verslunarmanna en hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir iðnaðarmenn funda með Samtökum atvinnulífsins klukkan fjögur þar sem farið verði yfir stöðuna. „Það er ekki tímabært að segja nákvæmlega til um það hvort þessi rami falli nákvæmlega utanum okkur eða hvernig það verður. Við þurfum bara að meta það í dag og væntanlega verður eitthvað til umræðu á fundinum með þeim [SA] síðar í dag,” segir Kristján Þórður. Það geti verið blæbrigðamunur á kröfum einstakra félaga sem þurfi að fara yfir. Kristján Þórður tekur undir með formönnum annarra félaga um að útspil stjórnvalda skipti sköpum um gerð nýrra samninga. „Það skiptir verulegu máli hvað við erum að fara að fá inn þar. Við sjáum auðvitað að það getur skipt sköpum í að ná þessum kjarasamningum saman að það komi góður pakki þar,” segir Kristján Þórður Snæbjarnarson.
Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29 Verkfalli bílstjóra aflýst en akstur þó stöðvaður seinnipartinn Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar. 2. apríl 2019 12:11 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29
Verkfalli bílstjóra aflýst en akstur þó stöðvaður seinnipartinn Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar. 2. apríl 2019 12:11