Segir nýtt geimrusl ógna geimstöðinni Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2019 09:15 Jim Bridenstine, yfirmaður NASA. EPA/MICHAEL REYNOLDS Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann sagði hegðun sem þessa ekki í samræmi við framtíð mannkynsins í geimnum. Geimrusl er sífellt alvarlegra vandamál. Indverjar grönduðu gervihnetti í um 300 kílómetra hæð með eldflaug í síðustu viku en einungis þrjú ríki höfðu gert það áður.Bridenstine sagði á borgarafundi í gær að þetta væri hræðileg ákvörðun. Hann sagði eyðileggingu gervihnattarins hafa skapað minnst 60 brot sem væru nægilega stór svo hægt væri að fylgjast með þeim af jörðu niðri en til þess þurfa þau að hafa um tíu sentímetra þvermál. Þar af séu 24 brot sem fari í raun upp fyrir geimstöðina á sporbraut þeirra um jörðina. Alls hafi eyðilegging gervihnattarins skapað um það bil fjögur hundruð brot. Bridenstine sagði sérfræðina hafa áætlað á þeim tíu dögum frá því að gervihnettinum var grandað hafi ógnin gagnvart geimstöðinni aukist um 44 prósent. Hann sagði þó að ólíklegt væri að breyta þyrfti sporbraut geimstöðvarinnar og með tímanum myndu mest öll brotin fuðra upp í gufuhvolfinu. Hér má sjá myndband sem útskýrir hvað gerðist.Indverjar sögðust hafa grandað gervihnettinum í lágri sporbraut sérstaklega með það í huga að reyna að koma í veg fyrir myndun frekara geimrusls. Árið 2007 grönduðu Kínverjar gervihnetti á sporbraut um jörðu. Bróðurpartur brota sem mynduðust við það eru enn á braut um jörðu. Starfsmenn þó nokkurra fyrirtækja vinna að því að þróa leiðir til að fanga eða granda geimrusli með ýmsum leiðum, eins og CNet bendir á. Með meira rusli og fleiri brotum úr gervihnöttum á braut um jörðu verður sífellt aukin hætta á því að gervihnettir og jafnvel geimför verði fyrir þessum brotum. Það myndi fjölga brotunum og auka líkurnar á því að aðrir gervihnettir verði fyrir skemmdum. Á einhverjum tímapunkti gæti geimrusl sett af stað keðjuverkun sem gæti hugsanlega ollið skemmdum á flestum gervihnöttum á braut um jörðu. Horfa má á borgarafundinn hér að neðan. Indland berst í tal eftir um sjö mínútur og fimmtíu sekúndur. Þar að neðan má sjá nokkurra ára gamalt myndband frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, þar sem farið er yfir hve mikið geimrusl hefur safnast fyrir á sporbraut. Bandaríkin Geimurinn Indland Tækni Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann sagði hegðun sem þessa ekki í samræmi við framtíð mannkynsins í geimnum. Geimrusl er sífellt alvarlegra vandamál. Indverjar grönduðu gervihnetti í um 300 kílómetra hæð með eldflaug í síðustu viku en einungis þrjú ríki höfðu gert það áður.Bridenstine sagði á borgarafundi í gær að þetta væri hræðileg ákvörðun. Hann sagði eyðileggingu gervihnattarins hafa skapað minnst 60 brot sem væru nægilega stór svo hægt væri að fylgjast með þeim af jörðu niðri en til þess þurfa þau að hafa um tíu sentímetra þvermál. Þar af séu 24 brot sem fari í raun upp fyrir geimstöðina á sporbraut þeirra um jörðina. Alls hafi eyðilegging gervihnattarins skapað um það bil fjögur hundruð brot. Bridenstine sagði sérfræðina hafa áætlað á þeim tíu dögum frá því að gervihnettinum var grandað hafi ógnin gagnvart geimstöðinni aukist um 44 prósent. Hann sagði þó að ólíklegt væri að breyta þyrfti sporbraut geimstöðvarinnar og með tímanum myndu mest öll brotin fuðra upp í gufuhvolfinu. Hér má sjá myndband sem útskýrir hvað gerðist.Indverjar sögðust hafa grandað gervihnettinum í lágri sporbraut sérstaklega með það í huga að reyna að koma í veg fyrir myndun frekara geimrusls. Árið 2007 grönduðu Kínverjar gervihnetti á sporbraut um jörðu. Bróðurpartur brota sem mynduðust við það eru enn á braut um jörðu. Starfsmenn þó nokkurra fyrirtækja vinna að því að þróa leiðir til að fanga eða granda geimrusli með ýmsum leiðum, eins og CNet bendir á. Með meira rusli og fleiri brotum úr gervihnöttum á braut um jörðu verður sífellt aukin hætta á því að gervihnettir og jafnvel geimför verði fyrir þessum brotum. Það myndi fjölga brotunum og auka líkurnar á því að aðrir gervihnettir verði fyrir skemmdum. Á einhverjum tímapunkti gæti geimrusl sett af stað keðjuverkun sem gæti hugsanlega ollið skemmdum á flestum gervihnöttum á braut um jörðu. Horfa má á borgarafundinn hér að neðan. Indland berst í tal eftir um sjö mínútur og fimmtíu sekúndur. Þar að neðan má sjá nokkurra ára gamalt myndband frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, þar sem farið er yfir hve mikið geimrusl hefur safnast fyrir á sporbraut.
Bandaríkin Geimurinn Indland Tækni Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira