
Vísindaglerþak
Einhverjir halda því fram að það sé eðlilegt, í ljósi sögunnar, að nöfn merkra vísindakvenna séu ekki vel þekkt; enn eimi eftir af syndum feðranna. Þetta er þó ekki nema að hluta til rétt. Vissulega voru konur í náttúruvísindum færri á árum áður, en þær voru sannarlega til staðar og höfðu oft gríðarleg áhrif á sín fræðasvið. Þar á meðal eru Rosalind Franklin, sem tók þátt í uppgötvun DNA, Chien-Shiung Wu, sem var einn fremsti kjarneðlisfræðingur sögunnar, kvenréttindakonan Mary Putnam Jacobi sem var einn fremsti læknir sinnar kynslóðar og stjörnufræðingurinn Vera Rubin, sem spáði fyrir um tilvist hulduefnis. Þetta eru aðeins örfá dæmi um konur sem mótuðu náttúruvísindin, en eru engu að síður ekki jafn þekktar og karlkyns kollegar þeirra.
Líklega er besta dæmið um þau skökku kynjahlutföll sem lengi vel hafa einkennt vísindin að finna í árlegu vali Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar á merkum framförum á sviðum læknisfræði, efnafræði og eðlisfræði. Frá því að fyrstu Nóbelsverðlaunin í efnafræði voru afhent árið 1901 hafa aðeins 5 konur fengið þessa miklu viðurkenningu, eða rétt rúmlega 2,8 prósent. Af þeim 210 sem fengið hafa Nóbelsverðlaun í eðlisfræði hafa aðeins þrjár konur fengið viðurkenningu, eða 1,4 prósent. Margar konur sem réttilega hefðu átt að fá Nóbelsverðlaun fyrir framfarir í vísindum hafa verið hlunnfarnar og karlkyns vísindamönnum, sem jafnvel byggðu rannsóknir sínar á uppgötvunum kvenkyns kollega sinna, var hampað á þeirra kostnað.
Hugsanlega er fjöldi Nóbelsverðlauna ekki besti mælikvarði á árangur kvenna á sviði náttúruvísinda, en sá fjöldi er að minnsta kosti vitnisburður um það hvernig hallar á konur, og aðra jaðarhópa, innan vísindanna.
Nægir að horfa til Háskóla Íslands þar sem konur hafa verið helmingur nemenda síðustu áratugi en karlar eru á sama tíma um 70 prósent prófessora. Hlutfall karla í prófessorastöðum á sviðum náttúruvísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði nálgast 90 prósent. Þegar aðrar æðri stjórnendastöður á þessum fræðasviðum eru skoðaðar blasir við svipuð mynd. Aðra birtingarmynd þess hvernig hallar á konur er að finna í úthlutun rannsóknarstyrkja. Ítrekað eru fleiri karlar sem fá úthlutað en konur, þó svo að bæði kyn sýni svipaðan árangur í rannsóknum. Þar sem mat á umsækjendum byggist að hluta á bakgrunni þeirra og fyrri rannsóknum, þá er líklegra að háskólafólk í æðri stöðum sæki um styrk, og líklegra að það fái úthlutað. Það verður því aldrei nóg að hampa vísindakonum sem skara fram úr. Það er sannarlega mikilvægt, en á sama tíma verður að skapa rétt umhverfi svo konur geti stundað vísindi á jafnréttisgrundvelli.
Það er barnaskapur að halda því fram að glerþakið sé ekki til staðar í hlutlægum heimi náttúruvísindanna. Á meðan kynin mætast ekki á jafningjagrundvelli er ástríðu og hæfileikum stórs hóps sóað, og samfélagið allt rænt mikilvægum tækifærum til framþróunar.
Skoðun

Farsæl framfaraskref á Sólheimum
Sigurjón Örn Þórsson skrifar

Austurland – þrælanýlenda Íslands
Björn Ármann Ólafsson skrifar

Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar

Atvinnustefna er alvöru mál
Jóhannes Þór Skúlason skrifar

1984 og Hunger Games á sama sviðinu
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting
Hrönn Egilsdóttir skrifar

Betri leið til einföldunar regluverks
Pétur Halldórsson skrifar

Af Millet-úlpum og öldrunarmálum
Þröstur V. Söring skrifar

Charlie og sjúkleikaverksmiðjan
Guðjón Eggert Agnarsson skrifar

Nú þarf bæði sleggju og vélsög
Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar

Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra
Fróði Steingrímsson skrifar

Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

„Words are wind“
Ingólfur Hermannsson skrifar

Ert þú meðalmaðurinn?
Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar

Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Flumbrugangur í framhaldsskólum
Jón Pétur Zimsen skrifar

Miðbær Selfoss vekur ánægju
Bragi Bjarnason skrifar

PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi?
Elísa Ósk Línadóttir skrifar

Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla
Melissa Anne Pfeffer skrifar

Be Kind - ekki kind
Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar

Illa verndaðir Íslendingar
Sighvatur Björgvinsson skrifar

Viðreisn afhjúpar sig endanlega
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Frelsi til sölu
Erling Kári Freysson skrifar

Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig?
Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar

Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Viðreisn lætur verkin tala
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Sterkara framhaldsskólakerfi
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi
Jón Frímann Jónsson skrifar