Íþrótt? Haukur Örn Birgisson skrifar 2. apríl 2019 09:00 Ég get verið soddan klaufi. Alltaf tekst mér að móðga einhvern. Það er reyndar orðið mjög erfitt að komast hjá því, ef maður ætlar á annað borð að tjá sig um menn og málefni. Ég skrifaði pistil einhvern tímann á síðasta ári um það hversu móðgað fólk getur verið, svona almennt séð. Hneykslunargjarnt. Nokkrir móðguðust við skrifin. Í síðasta pistli mínum hér í blaðinu gerðist ég sekur um að draga í efa að ein íþróttagrein væri í raun og veru íþróttagrein. Margir urðu ósáttir. Meira að segja einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnunum. Það þótti mér leitt. Þótt ég hafi stundað íþróttir allt mitt líf, mun ég seint teljast íþróttamaður. Fyrir það er ég orðinn of gamall og þungur. Í dag er golfið mín eftirlætis íþrótt (sem tengist þó hvorki aldri mínum né þyngd). Sumum finnst golf ekki vera íþrótt og ég heyri nánast vikulega að golf sé bara fyrir „gamalt fólk og aumingja“. Eflaust gæti einhver móðgast yfir slíkri yfirlýsingu. Fólk hefur nú móðgast fyrir hönd annarra af minna tilefni. En þetta er auðvitað algjör vitleysa! Golf er móðir allra íþrótta. Þetta vita allir og þetta ætti í raun að standa í nýju stjórnarskránni. Hreyfingin, útiveran, félagsskapurinn og einbeitingin sem þarf á 18 holu golfhring er bæði krefjandi og skemmtileg. Það þekkja allir sem hafa prófað. Svo er golfið líka grjóthart. Ég fullyrði að hvergi finnst sú íþrótt önnur, sem leikin er á keppnisvelli þar sem búa morðóðar kríur, krókódílar og höggormar, þar sem leikið er innan um þrumur og eldingar – í stöðugri lífshættu. Maður þarf eiginlega að vera ofurhugi til að hætta sér á völlinn – sannkallaður áhættufíkill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég get verið soddan klaufi. Alltaf tekst mér að móðga einhvern. Það er reyndar orðið mjög erfitt að komast hjá því, ef maður ætlar á annað borð að tjá sig um menn og málefni. Ég skrifaði pistil einhvern tímann á síðasta ári um það hversu móðgað fólk getur verið, svona almennt séð. Hneykslunargjarnt. Nokkrir móðguðust við skrifin. Í síðasta pistli mínum hér í blaðinu gerðist ég sekur um að draga í efa að ein íþróttagrein væri í raun og veru íþróttagrein. Margir urðu ósáttir. Meira að segja einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnunum. Það þótti mér leitt. Þótt ég hafi stundað íþróttir allt mitt líf, mun ég seint teljast íþróttamaður. Fyrir það er ég orðinn of gamall og þungur. Í dag er golfið mín eftirlætis íþrótt (sem tengist þó hvorki aldri mínum né þyngd). Sumum finnst golf ekki vera íþrótt og ég heyri nánast vikulega að golf sé bara fyrir „gamalt fólk og aumingja“. Eflaust gæti einhver móðgast yfir slíkri yfirlýsingu. Fólk hefur nú móðgast fyrir hönd annarra af minna tilefni. En þetta er auðvitað algjör vitleysa! Golf er móðir allra íþrótta. Þetta vita allir og þetta ætti í raun að standa í nýju stjórnarskránni. Hreyfingin, útiveran, félagsskapurinn og einbeitingin sem þarf á 18 holu golfhring er bæði krefjandi og skemmtileg. Það þekkja allir sem hafa prófað. Svo er golfið líka grjóthart. Ég fullyrði að hvergi finnst sú íþrótt önnur, sem leikin er á keppnisvelli þar sem búa morðóðar kríur, krókódílar og höggormar, þar sem leikið er innan um þrumur og eldingar – í stöðugri lífshættu. Maður þarf eiginlega að vera ofurhugi til að hætta sér á völlinn – sannkallaður áhættufíkill.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar