Handbolti

Heldur kyrru fyrir í kjúklingabænum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir er 68 marka maður í Olís-deildinni í vetur.
Birkir er 68 marka maður í Olís-deildinni í vetur. vísir/eyþór
Birkir Benediktsson hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu.

Skyttan skotfasta hefur verið í stóru hlutverki hjá Aftureldingu undanfarin ár. Birkir, sem er 22 ára, var í liði Mosfellinga sem endaði í 2. sæti á Íslandsmótinu 2015 og 2016.

Birkir er næstmarkahæsti leikmaður Aftureldingar í Olís-deildinni á tímabilinu með 68 mörk.

Birkir var í liði Íslands sem vann til bronsverðlauna á HM U-18 ára í Rússlandi 2015.

Afturelding er í 6. sæti deildarinnar en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Í síðustu tveimur umferðum Olís-deildarinnar mætir Afturelding Fram (heima) og Gróttu (úti).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×