Til hamingju, FKA og stjórnvöld! Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. apríl 2019 08:00 Þann 5. apríl næstkomandi munu konur fjölmenna í Hörpunni kl. 18. Tilefnið er 20 ára afmæli FKA. Gleðin verður mikil en viðburðurinn er þó liður í því að efla tengsl kvenna sín á milli. Allt hófst þetta árið 1997 þegar þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Finnur Ingólfsson, skipaði starfshóp til að meta þörf fyrir stuðningsaðgerðir kvenna í atvinnurekstri. Starfshópurinn skilaði af sér niðurstöðum árið 1999 þar sem mælt var með aðgerðum. Horft var til Kanada og Bandaríkjanna sem fyrirmynda. Úr varð að viðskiptaráðuneytið stóð fyrir stofnfundi félagsins 9. apríl árið 1999, í samvinnu við konur í atvinnurekstri. Í tilkynningu ráðuneytisins sem birt var í Morgunblaðinu sagði: „Lagði nefndin m.a. til að stofnað yrði félag eða „tengslanet“ kvenatvinnurekenda með stuðningi stjórnvalda sem hefði það að meginmarkmiði að efla samvinnu og samstöðu þeirra m.a. með það fyrir augum að þær verði áhugaverður markhópur fyrir banka og lánastofnanir.“ Fyrstu árin var viðskiptaráðuneytið fjárhagslegur bakhjarl FKA og kostaði til stöðugildi starfsmanns hjá Impru til að sjá um rekstur skrifstofu, s.s. innheimtu félagsgjalda, útgáfu fréttabréfa og fleira. Árið 2005 var félagið opnað fyrir fleiri aðildarkonum og í kjölfarið var nafninu breytt í Félag kvenna í atvinnulífinu í stað „atvinnurekstri“. Þetta þýðir að FKA-konur í dag eru stjórnendur í fyrirtækjum eða stjórnarkonur, án þess að þurfa að vera eigendur. Þótt konum hafi fjölgað, umsvif aukist og verkefnin orðið stærri hefur FKA aldrei hnikað frá þeim tilgangi sínum að vera tengslanet sem stöðugt vinnur að því að efla samvinnu og samstöðu kvenna. Þess vegna hvetjum við sem flestar leiðtogakonur til að skrá sig á viðburðinn í Hörpu næstkomandi föstudag. Saman stöndum við, saman fögnum við. Ég hvet konur í atvinnulífinu og stjórnmálum til að mæta og fagna því samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda sem hófst fyrir 20 árum. Eflum tengslanetið og sjáumst í Hörpu.Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Þann 5. apríl næstkomandi munu konur fjölmenna í Hörpunni kl. 18. Tilefnið er 20 ára afmæli FKA. Gleðin verður mikil en viðburðurinn er þó liður í því að efla tengsl kvenna sín á milli. Allt hófst þetta árið 1997 þegar þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Finnur Ingólfsson, skipaði starfshóp til að meta þörf fyrir stuðningsaðgerðir kvenna í atvinnurekstri. Starfshópurinn skilaði af sér niðurstöðum árið 1999 þar sem mælt var með aðgerðum. Horft var til Kanada og Bandaríkjanna sem fyrirmynda. Úr varð að viðskiptaráðuneytið stóð fyrir stofnfundi félagsins 9. apríl árið 1999, í samvinnu við konur í atvinnurekstri. Í tilkynningu ráðuneytisins sem birt var í Morgunblaðinu sagði: „Lagði nefndin m.a. til að stofnað yrði félag eða „tengslanet“ kvenatvinnurekenda með stuðningi stjórnvalda sem hefði það að meginmarkmiði að efla samvinnu og samstöðu þeirra m.a. með það fyrir augum að þær verði áhugaverður markhópur fyrir banka og lánastofnanir.“ Fyrstu árin var viðskiptaráðuneytið fjárhagslegur bakhjarl FKA og kostaði til stöðugildi starfsmanns hjá Impru til að sjá um rekstur skrifstofu, s.s. innheimtu félagsgjalda, útgáfu fréttabréfa og fleira. Árið 2005 var félagið opnað fyrir fleiri aðildarkonum og í kjölfarið var nafninu breytt í Félag kvenna í atvinnulífinu í stað „atvinnurekstri“. Þetta þýðir að FKA-konur í dag eru stjórnendur í fyrirtækjum eða stjórnarkonur, án þess að þurfa að vera eigendur. Þótt konum hafi fjölgað, umsvif aukist og verkefnin orðið stærri hefur FKA aldrei hnikað frá þeim tilgangi sínum að vera tengslanet sem stöðugt vinnur að því að efla samvinnu og samstöðu kvenna. Þess vegna hvetjum við sem flestar leiðtogakonur til að skrá sig á viðburðinn í Hörpu næstkomandi föstudag. Saman stöndum við, saman fögnum við. Ég hvet konur í atvinnulífinu og stjórnmálum til að mæta og fagna því samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda sem hófst fyrir 20 árum. Eflum tengslanetið og sjáumst í Hörpu.Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar