Þjóðkirkjan segir ríkið sýna siðlausa háttsemi Sveinn Arnarsson skrifar 1. apríl 2019 07:15 Háteigs- og Hallgrímskirkja eru ein af helstu kennileitum borgarinnar þegar kirkjur eru annars vegar. Fréttablaðið/Stefán Alþingi og þjóðkirkjan ræða nú saman um framtíðarskipulag fjármála þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan telur söfnuði sína hafa greitt á annan tug milljarða króna af sóknargjöldum sínum til ríkisins vegna skerðingar ríkis á fjárframlögum til þeirra ár hvert. Við það verði ekki unað og telur kirkjan framferði ríkisvaldsins siðlaust. Samninganefnd ríkisins og þjóðkirkjunnar hefur síðustu mánuði unnið að samningagerð án þess að niðurstaða hafi náðst að fullu.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/ANtonÍ minnisblaði þjóðkirkjunnar sem var sent samninganefndinni kemur fram að kirkjan sé afar ósátt við stjórnvöld fyrir að taka skerf af sóknargjöldum sóknarbarna kirkjunnar og setja í ríkissjóð. Af rúmum 1.500 krónum á mánuði fari aðeins rúmlega 900 krónur til kirkjunnar. Kirkjan segir að fjárlagafrumvarp þessa árs hafi síðan aukið þetta misvægi. Þingið ákvað að lækka sóknargjald til safnaða um sjö krónur en hækka innheimt sóknargjald um 93 krónur. Þjóðkirkjan vill meina að ríkið hafi því tekið 223 milljónum króna meira frá söfnuðum kirkjunnar en árin áður. „Sá gjörningur fjármála- og efnahagsráðuneytisins að leggja fram tillögu við 3. umræðu um frumvarp til gildandi fjárlaga sem hefur í för með sér 223 miljóna króna aukningu á skerðingu greiðslna til safnaða þjóðkirkjunnar frá fyrra ári lýsir viðhorfi sem endurspeglar ekki mikinn samningsvilja í málinu en þessi nýjasta skerðing sóknargjaldanna gerir ekkert annað en að hækka samningskröfu kirkjunnar sem henni nemur. Það er síðan áleitin spurning hvort um hafi verið að ræða upplýsta ákvörðun Alþingis,“ segir í minnisblaðinu.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Þjóðkirkjan vill meina að hér sé um að ræða eign þjóðkirkjunnar því að þessi hlutdeild í tekjuskatti sóknarbarna er eign safnaða kirkjunnar. „Sú háttsemi ríkisvaldsins að skila ekki nema liðlega helmingi af fé sem það tekur að sér að innheimta er þannig í ákveðnum skilningi eignaupptaka og siðlaus þótt ekkert sé efast um lögmætið,“ segir jafnframt í minnisblaðinu. Á þingi er einnig starfrækt svokölluð samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar og hafa gögn verið send samstarfsnefndinni vegna samningagerðar ríkis og kirkju. Fréttablaðið hefur óskað eftir fundargerðum samstarfsnefndar þingsins en án árangurs. Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður forsetaskrifstofu, segir í svari fyrir hönd þingsins að fundargerðir samstarfsnefndarinnar séu ekki til. „Hvað varðar fyrirspurn um fundargerðir er því til að svara að ekki eru haldnar formlegar fundargerðir þar eð samstarfsnefndin er fyrst og fremst vettvangur til upplýsingamiðlunar og samtals milli fulltrúa Alþingis og þjóðkirkjunnar þar sem formlegar ákvarðanir eru ekki teknar,“ segir í svari Jörundar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Þjóðkirkjan Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Alþingi og þjóðkirkjan ræða nú saman um framtíðarskipulag fjármála þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan telur söfnuði sína hafa greitt á annan tug milljarða króna af sóknargjöldum sínum til ríkisins vegna skerðingar ríkis á fjárframlögum til þeirra ár hvert. Við það verði ekki unað og telur kirkjan framferði ríkisvaldsins siðlaust. Samninganefnd ríkisins og þjóðkirkjunnar hefur síðustu mánuði unnið að samningagerð án þess að niðurstaða hafi náðst að fullu.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/ANtonÍ minnisblaði þjóðkirkjunnar sem var sent samninganefndinni kemur fram að kirkjan sé afar ósátt við stjórnvöld fyrir að taka skerf af sóknargjöldum sóknarbarna kirkjunnar og setja í ríkissjóð. Af rúmum 1.500 krónum á mánuði fari aðeins rúmlega 900 krónur til kirkjunnar. Kirkjan segir að fjárlagafrumvarp þessa árs hafi síðan aukið þetta misvægi. Þingið ákvað að lækka sóknargjald til safnaða um sjö krónur en hækka innheimt sóknargjald um 93 krónur. Þjóðkirkjan vill meina að ríkið hafi því tekið 223 milljónum króna meira frá söfnuðum kirkjunnar en árin áður. „Sá gjörningur fjármála- og efnahagsráðuneytisins að leggja fram tillögu við 3. umræðu um frumvarp til gildandi fjárlaga sem hefur í för með sér 223 miljóna króna aukningu á skerðingu greiðslna til safnaða þjóðkirkjunnar frá fyrra ári lýsir viðhorfi sem endurspeglar ekki mikinn samningsvilja í málinu en þessi nýjasta skerðing sóknargjaldanna gerir ekkert annað en að hækka samningskröfu kirkjunnar sem henni nemur. Það er síðan áleitin spurning hvort um hafi verið að ræða upplýsta ákvörðun Alþingis,“ segir í minnisblaðinu.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Þjóðkirkjan vill meina að hér sé um að ræða eign þjóðkirkjunnar því að þessi hlutdeild í tekjuskatti sóknarbarna er eign safnaða kirkjunnar. „Sú háttsemi ríkisvaldsins að skila ekki nema liðlega helmingi af fé sem það tekur að sér að innheimta er þannig í ákveðnum skilningi eignaupptaka og siðlaus þótt ekkert sé efast um lögmætið,“ segir jafnframt í minnisblaðinu. Á þingi er einnig starfrækt svokölluð samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar og hafa gögn verið send samstarfsnefndinni vegna samningagerðar ríkis og kirkju. Fréttablaðið hefur óskað eftir fundargerðum samstarfsnefndar þingsins en án árangurs. Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður forsetaskrifstofu, segir í svari fyrir hönd þingsins að fundargerðir samstarfsnefndarinnar séu ekki til. „Hvað varðar fyrirspurn um fundargerðir er því til að svara að ekki eru haldnar formlegar fundargerðir þar eð samstarfsnefndin er fyrst og fremst vettvangur til upplýsingamiðlunar og samtals milli fulltrúa Alþingis og þjóðkirkjunnar þar sem formlegar ákvarðanir eru ekki teknar,“ segir í svari Jörundar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Þjóðkirkjan Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira